Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9721 svör fundust
Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...
Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?
Orðið taxi, í merkingunni leigubíll, kom fyrst fram í ensku í samsetta orðinu taxicab. Þetta var á þeim árum þegar bíllinn var að taka við af hestinum og forskeytið taxi-forskeytið hafði tengst leiguakstri þegar Þjóðverjinn Wilhelm Bruhn fann upp gjaldmælinn árið 1891 og kallaði hann taximeter. Bruhn setti hugtaki...
Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?
Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...
Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?
Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...
Hversu oft hefur rignt á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík síðastliðin 70 ár?
Frægasta rigning Íslandssögunnar var við stofnun lýðveldisins Íslands á Þingvöllum 17. júní 1944. Flestir sem rifja upp þátttöku sína þann gleðiríka dag, er Ísland varð á ný frjálst og fullvalda eftir 700 ár undir erlendum yfirráðum, muna eftir hellidembum og rennblautum fötum. Mörgum fannst nóg um rigninguna en ...
Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?
Orðin „ófreskja” og „skrímsl[i]” eru ekki vísindaleg hugtök. Í Íslenskri orðabók stendur að ófreskja merki „hræðileg skepna”. Orðið tengist líka hinu dulræna og yfirnáttúrulega, „ófreski” er skyggni eða skyggnigáfa. Ófreskjur tilheyra því frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda. Í bókmenntu...
Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Stöðvast hreyfingar í sameindum (til dæmis hreyfingar rafeinda) ef efni er kælt niður í alkul? Ef ekki, hvað myndi þá koma fyrir efni ef þessar hreyfingar stöðvuðust alveg?Rétt er að hafa í huga að alkuli er ekki hægt að ná í tilraunum, en hægt er að nálgast það betur og betur....
Hvað merkir skírdagur?
Fimmtudagur fyrir páska nefnist skírdagur. Orðið 'skír' merkir 'hreinn, óblandaður; skær, bjartur; saklaus' og vísar nafnið þannig til þess að Jesús þvoði fætur lærisveina sinna. Sögnin skíra merkir að hreinsa og hin upphaflega merking þess að barn sé skírt er þess vegna hreinsun. Í Sögu daganna eftir Árna Björ...
Hvernig á ég að malda í mó?
Sögnin að malda merkir að ‘mögla, andmæla, þrasa’. Orðasambandið að malda í móinn er notað í merkingunni að ‘andmæla einhverju’. Orðabók Háskólans á dæmi um það í Ritmálssafni frá 19. öld. Eldra í safninu, eða frá 17. öld, er að þæfa í móinn í sömu merkingu en sögnin þæfa getur merkt ‘deila’. Í orðabók Björns Hal...
Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?
Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi: Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu? Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar ...
Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?
Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Hvað voru margar heimsóknir, spurningar og svör á Vísindavefnum árið 2001?
Árið 2001 birtust á Vísindavefnum 772 svör en með þeim er svarað talsvert fleiri spurningum, líklega á bilinu 1000-1500. Alls voru sendar inn um 5400 spurningar. Nokkrum hluta þeirra var þegar búið að svara og aðrar voru endurtekningar á spurningum sem þegar voru komnar. Auk þess voru sumar utan við verksvið Vísin...
Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?
Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...
Hvað eru til mörg lönd á jörðinni?
Í svari við spurningunni Hvað eru mörg sjálfstæð lönd í heiminum? kemur fram að það er ekki einfalt að gefa ákveðið svar við þessari spurningu. Þegar svarið var skrifað, árið 2000, var niðurstaðan sú að miða við 192 lönd, það er að segja þau 189 þjóðríki sem þá áttu aðild að Sameinuðu þjóðunum auk Sviss, Vatíkansi...