Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3047 svör fundust
Hver er innri gerð snjókorna? Eru engin tvö snjókorn eins?
Andri Vigfússon, Karl Valur Guðmundsson og Þórdís Katla Bjartmarz, nemendur í FSu, spurðu: 'Hvernig er bygging snjókorna?' Eiríkur Rafn spurði: 'Hvers vegna eru öll snjókorn mismunandi og hvað gerir þau svona ólík hvert öðru og hvernig getur það verið svona nákvæmt?' Hugrún spurði: 'Er rétt að engin tvö snjókorn...
Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?
Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...
Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?
Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...
Eru álfar til?
Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...
Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?
Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...
Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?
Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...
Af hverju gaus í Vestmannaeyjum?
Eldvirkni er oftast tengd flekaskilum (úthafshryggjum) eða flekamótum (fellingafjöllum). Ísland liggur á flekaskilum þar sem Ameríku- og Evrópu-Asíuflekinn reka í sundur. Vegna þess að undir landinu er svokallaður möttulstrókur verður eldvirkni hér enn meiri en skýra má með flekaskilunum einum saman (lesa má um mö...
Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...
Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
Í því skyni að svara þessari spurningu er tilvalið að leita til franska heimspekingsins Henri Bergsons (1859-1941). Hann setti fram kenningar sínar um hlátur um aldamótin 1900, í frægri ritgerð sem einfaldlega heitir Hláturinn (Le Rire). Enn í dag eru hugmyndir hans mikilvægar, þó ekki sé nema vegna þess hversu mi...
Getið þið sagt mér allt um ljón?
Latneska heitið á ljóni er Panthera leo. Ljónið hefur verið kallað konungur dýranna enda er það afar tignarlegt dýr. Á sléttunum í austurhluta Afríku hafa menn og ljón búið saman í mörg hundruð þúsund ár og mætti ímynda sér að ljónið hafi verið sú skepna sem frummaðurinn óttaðist mest þegar hann hélt út á gresjurn...
Hvað er kynímynd?
Í stað þess að tala um kynímynd er algengara að nota orðið kynjaímyndir. Kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta út og hvað þau eiga og mega taka sér fyrir hendur. Kynja- forliðurinn er þýði...