Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2056 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða eiginleika hafa kjötmjölskögglar sem áburður?

Kjötmjöl það sem framleitt er hér á landi er í raun kjöt- og beinamjöl. Mjölið er framleitt úr bæði sláturúrgangi og beinum stórgripa og sauðfjár. Í svarinu verður mjölið kallað kjötmjöl til einföldunar. Efnainnihald og leysni Í kjötmjöli er að finna helstu næringarefni sem plöntur þurfa til vaxtar í hentugu...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Irvings Fishers til hagfræðinnar?

Áður hefur verið fjallað um lífshlaup Irvings Fishers í svari höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um ævi Irvings Fishers? Eitt merkasta framlag Fishers til hagfræðinnar var að útfæra kenningu um vexti, en þeir eru eitt meginatriði rita hans: Verðgildishækkun og vextir (Appreciation and Interest) 1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?

Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?

Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?

Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...

category-iconHeimspeki

Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?

Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða nöfn notuðu norrænir menn yfir lönd í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu á víkingatímum? Eru til kort sem sýna þessi nöfn? Nöfn sem notuð voru af norrænum mönnum á víkingatímanum yfir lönd eða svæði í Afríku, Ameríku, Evrópu og Asíu er ekki að finna á neinum kortum frá þeim ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ættina Arvicolinae sem ég held að heiti stúfmýs?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað getið þið sagt mér um ætt sem ég held að heiti stúfmýs á íslensku: Arvicolinae. Þekki bara læmingja af tegundunum en hvað heita dýrin vole og muskrat á íslensku? Gúggl með krókaleiðum gefur eina niðurstöðu um vole, vatnastúfa. Arvicolinae er ein af fimm undirættum na...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir „fundu upp“ π (pí)?

Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hver skírði stjörnurnar og hvernig fór hann að, því að þær eru svo margar?

Í fornöld litu menn upp í himinninn og greindu þar ýmsar stjörnur. Þessum stjörnum gáfu þeir nöfn úr umhverfi sínu eða nefndu þær eftir verum úr goðafræði sinni. Á síðari öldum þegar stjörnusjónaukar urðu betri sífellt og fleiri stjörnur uppgötvuðust varð að koma á skipulagðara nafnakerfi. Ýmsir hafa safnað listum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknuðu menn með brotum á dögum Rómaveldis?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Notuðu Rómverjar brotareikning, og ef svo var, hvernig táknuðu þeir hann með öllum sínum X-um og V-um?Engar heimildir eru um það að Rómverjar hafi sett upp reikningsdæmi með X-um og V-um eða öðrum talnatáknum þess tíma. Reikningar voru í upphafi gerðir í sand eða á plötur se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru rykmaurar hættulegir?

Rykmaurar eru litlir (um 0,3 mm) áttfætlumaurar og eru því skyldir mannakláðamaur, heymaurum og köngulóm. Þessum maurum var lýst í náttúrunni á síðustu öld og þá voru þeir flokkaðir og fengu nafn. Nú er oftast talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinus, sem er einkum útbreiddur í Evrópu, og De...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?

Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?

Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna notum við sætiskerfi og hvaða kosti hefur það umfram önnur talnakerfi?

Einfaldasta leiðin til að rita tölur er að skrá strik fyrir hverja einingu. Betri yfirsýn fæst yfir talninguna ef strikunum er raðað í hneppi, til dæmis fimm strik saman eins og oft er gert í spilamennsku. Rómverskur talnaritháttur er skyldur þessum rithætti, en ef til vill þrepi ofar í þróuninni. Þá táknar b...

Fleiri niðurstöður