Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...
Er siðferðilega rétt að veiða lax í þeim eina tilgangi að sleppa honum?
Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting á því hvernig við teljum æskilegt að koma fram við umhverfi okkar. Margt af því sem áður þótti eðlilegt þykir núna fullkomlega óásættanlegt. Stærstu breytingarnar tengjast líklega því hvernig við förum með úrgang og rusl, en á síðustu árum hafa viðhorf okkar ti...
Hvað er samskynjun, er t.d. hægt að finna bragð að orðum?
Venjulega gerum við ráð fyrir að sjá liti með augunum, finna lykt með nefinu, bragð með munninum og svo framvegis. Mörkin þarna á milli eru yfirleitt talin skýr. Þegar þessi mörk eru rofin er talað um samskynjun (e. synesthesia, synaesthesia). Ef áreiti á eitt skynfæri leiðir til skynjunar sem einkennir annað skyn...
Af hverju fær fólk appelsínuhúð og hvað er hægt að gera við henni?
Appelsínuhúð (e. cellulite) er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk í útliti. Þessi áferð stafar af byggingu vefja í undirhúðinni. Þar er um að ræða afbrigði af fituvef sem ásamt bandvef myndar bylgjur. Appelsínuhúð er sérstök áferð á húðinni sem minnir á appelsínubörk Í öllum fituvef og öðrum ...
Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það? Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn? Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessa...
Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?
Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...
Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?
Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastof...
Eru enn til ófundin frumefni og gæti eitthvert þeirra verið stöðugt?
Fundin hafa verið 112 frumefni. Svarið við spurningunni er í stuttu máli: Já, líklega er hægt, með miklum tilkostnaði, að búa til ný frumefni en að öllum líkindum væri ekkert þeirra stöðugt. Hér á eftir er fjallað nánar um sögu frumefnanna. Rússneski efnafræðingurinn Mendelejev lagði grunninn að lotukerfi frume...
Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...
Snemma í sögu jarðar var geislavirkni í jarðskorpunni talsverð. Hefur verið metið hvaða áhrif slík náttúruleg geislun hafði á stökkbreytingar og þróun lífvera?
Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið metið og ég er ekki viss um að það sé hægt. Þekking manna á þróun lífsins snemma í sögu jarðarinnar er að mörgu leyti gloppótt, en merki um þróunarbreytingar í sögu lífsins má einkum greina á tvo vegu, með athugun á steingervingum og með samanburði á núlifandi tegundum, ...
Hvað er að gerast í Tíbet? Hvað er þetta „ástand“ sem allir eru að tala um?
Ekki eru allir á einu máli um hvað er að gerast í Tíbet og ekki fullljóst til hvaða „ástands“ verið er að vísa. Í meginatriðum hafa fimm hópar sett fram ólíkar skoðanir: 1. kínversk stjórnvöld og fulltrúar þeirra; 2. dalai lama og tíbetska útlagastjórnin; 3. mótmælendur í Tíbet og á nærliggjandi svæðum; 4. vestræn...
Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?
Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...
Ef ég er um borð í hangandi lyftu og þrýsti höndum eða fótum með krafti á lyftugólfið, þyngist þá lyftan?
Hér er nauðsynlegt að gera sér fyrst skýra grein fyrir hvað átt er við með því að lyftan þyngist. Þyngd hlutar er sama og þyngdarkrafturinn sem verkar á hlutinn og er í beinu hlutfalli við massa hlutarins. Þyngd lyftuklefans breytist því ekki við nein uppátæki manna inni í lyftunni, og þyngd þeirra breytist ekki h...
Getur verið að orðið klósett sé komið af orðinu closed? Hér áður fyrr voru snerlar á hurðum með þessu orði.
Orðið klósett er talið tökuorð úr dönsku, kloset. Þangað er orðið komið úr ensku, sbr. water-closet í sömu merkingu. Að baki liggur fornfranskt orð clos með smækkunarendingu, þ.e. closet, sem aftur á rætur að rekja til latínu clausus 'lokaður'. Það er því rétt að klósett og enska closed eru skyld orð....
Geta aðmírálsfiðrildin sem berast hingað með heitum vindi lifað af sumarið á íslenskum blómum eða eru þau of auðveld bráð?
Fullvaxin fiðrildi lifa aðeins á blómasykri og ekki er ósennilegt að aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) geti sogið blómasykur úr blómum á Íslandi, sérstaklega stórum blómum í görðum. Náttúrulegt útbreiðslusvæði aðmírálsfiðrilda er í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-Atlantshafseyjum og í Norður-Ameríku. Aðal...