Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5292 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er munurinn á vetnissprengju og kjarnorkusprengju?

Orðið kjarnorka (e. nuclear energy) er haft um alla orku sem rekja má til atómkjarnanna (e. atomic nuclei). Orka losnar frá kjörnunum eftir tvenns konar leiðum sem eru ólíkar en byggjast þó báðar á tveim staðreyndum. í fyrsta lagi er orka jafngild massa samkvæmt jöfnu Einsteins $E = m c^2$ og í öðru lagi er massi ...

category-iconNæringarfræði

Er skynsamlegt fyrir börn að sniðganga kjöt og dýraafurðir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hversu ungir mega krakkar vera til að gerast grænmetisætur eða anti-kjötætur? Það hljóta líka að vera einhver skynsemismörk á því að vera vegan eða í einhverjum af þessum flokkum meðan krakkar eru að taka út mestan vöxt og þroska. Eitt af því sem gerir manninn einstakan...

category-iconEfnafræði

Er hægt að brjóta demant?

Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...

category-iconStærðfræði

Hvað er óreiða í stærðfræði?

Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...

category-iconVísindavefurinn

Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri en árið 2019. Samkvæmt tölum um samræmda vefmælingu á Íslandi nálgast notendur Vísindavefsins nú eina milljón á ári og fjölgaði þeim um rúm 26% frá árinu 2018. Heildarfjöldi notenda árið 2019 var 977 þúsund, innlit voru rétt tæplega 2,4 milljónir og flett...

category-iconTrúarbrögð

Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?

Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?

Í heild var seinni spurningin svona: Um Covid: "Alls voru fimm sýni jákvæð af þeim 1.875 sýnum sem greind voru úr landamæraskimuninni í gær. Fjögur reynust óvirk." (RÚV, 14.07.2020). Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt? Til þess að mæla hvort einstaklingur hafi smitast af SARS-CoV-2 veirunni sem ...

category-iconHeimspeki

Er heimspeki tilgangslaus?

Stutta svarið við spurningunni er: Nei, en það veltur samt eiginlega á þér. Þegar maður veltir spurningunni fyrir sér vakna fleiri spurningar: Hvað er tilgangur? Hvaðan kemur tilgangur? Hvers konar hlutir geta haft tilgang? Það virðist vera grundvallarmunur á að spyrja um tilgang til dæmis smíðisgripa annars ve...

category-iconHeimspeki

Er hægt að sakfella manneskju fyrir manndráp ef hún smitar einhvern af COVID-19 sem síðan deyr?

Upprunalega spurningin var: Ef manneskja A fer ekki að tilmælum landlæknis um sóttkví, eða kemur sér undan því, og smitar aðra manneskju (B) sem leiðir til dauða hennar, er þá hægt að sakfella manneskju A fyrir manndráp? Hér má sjá svar Baldurs S. Blöndal við þessari spurningu frá lagalegu sjónarhorni: Gæti...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?

Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...

category-iconVísindavefurinn

Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021

Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna eru ekki haldin jól í sumum löndum?

Stutta svarið við spurningunni er að jól eins og við þekkjum þau eru yfirleitt ekki haldin þar sem önnur trú en kristni er ríkjandi. Jólin eru ein helsta hátíð kristinna manna. Inntak jóla er að minnast fæðingar Jesú Krists og því er eðlilegt að þeim sé fyrst og fremst fagnað þar sem kristin trú er ríkjandi. Re...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru menn dýr?

Orðin í máli okkar geta haft svolítið mismunandi merkingu eftir því hver segir þau og í hvaða samhengi þau eru. Á máli líffræði og raunvísinda merkir orðið "maður" einstakling af tegundinni sem kölluð er á vísindamáli Homo sapiens. Orðið "tegund" hefur síðan nánar skilgreinda merkingu sem óþarft er að tíunda hér. ...

category-iconTrúarbrögð

Hverju svaraði Jesús þegar farísear spurðu lærisveinana hvers vegna meistari þeirra æti með tollheimtumönnum og bersyndugum?

Sagan er sögð í Matteusarguðspjalli (9:10-9:17): Nú bar svo við, er Jesús sat að borði í húsi hans, að margir tollheimtumenn og bersyndugir komu og settust þar með honum og lærisveinum hans. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við lærisveina hans: „Hvers vegna etur meistari yðar með tollheimtumönnum og bersyndug...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að draga ferningsrót af línustriki með hringfara einum?

Allt frá tímum Forn-Grikkja hafa stærðfræðingar velt mikið fyrir sér þeirri list að framkvæma ýmiss konar útreikninga með því að nota einungis reglustiku og hringfara (sirkil). Frægt verkefni er að skipta horni í þrjú jafnstór horn með þessum tækjum. Nú á dögum er vitað að slíkt er ómögulegt. Hins vegar er auðveld...

Fleiri niðurstöður