Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári

Ritstjórn Vísindavefsins

Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri en árið 2019. Samkvæmt tölum um samræmda vefmælingu á Íslandi nálgast notendur Vísindavefsins nú eina milljón á ári og fjölgaði þeim um rúm 26% frá árinu 2018. Heildarfjöldi notenda árið 2019 var 977 þúsund, innlit voru rétt tæplega 2,4 milljónir og flettingar gesta Vísindavefsins á seinasta ári voru um 3,4 milljónir.

Notendum Vísindavefs HÍ fjölgaði um rúm 26% frá árinu 2018 til 2019.

Ef litið er til undanfarinna fimm ára sést að notendum hefur fjölgað um 49% frá 2015, innlit hafa aukist um 52% og flettingar um 42%. Meðfylgjandi súlurit sýnir þetta vel.

Súlurit sem sýnir aðsókn og notkun lesenda á Vísindavef HÍ undanfarinn fimm ár.

Að meðaltali heimsækja um 36 þúsund gestir Vísindavefinn í hverri viku og fletta þeir um 65 þúsund síðum. Alls hafa verið birt tæplega 13 þúsund svör á Vísindvefnum.

Daglega opna lesendur Vísindavefsins að jafnaði um þrjú til fjögur þúsund svör og í hverjum mánuði er ekki óalgengt að lesendur fari inn á um 11 til 12 þúsund svör, en sú tala fer nærri heildarfjölda birtra svara. Lestur á svörum Vísindavefsins takmarkast því alls ekki við fáein „vinsæl“ svör heldur sækja notendur vefsins í allan þann fjölbreytta fróðleik sem þar er að finna um vísindi og fræði. Iðulega munar ekki miklu á því svari sem flestir lesa á tilteknum degi og svarinu sem er í tuttugasta eða fimmtugasta sæti þann daginn. Stundum skara þó einhver svör fram úr öðrum og til gamans er hér birtur listi yfir fimm mest lesnu nýju svörin árið 2019:

Við birtingu slíkra lista er þó rétt að hafa í huga að svör sem birt eru snemma á almanaksári hafa jafnan meiri möguleika á að safna að sér lesendum heldur en svör sem birtast seinni mánuði ársins. Þess vegna er athyglisvert að svarið um loftslagsbreytingar, sem birt var um miðjan desember, hafi fengið svo mikinn lestur á þeim fáu dögum sem þá voru eftir af seinasta ári. En það sýnir vitanlega þann áhuga sem lesendur hafa á umfjöllunarefninu.

Af eldri og áhugaverðum svörum sem margir lásu á seinasta ári mætti til að mynda nefna:

Svo er einnig rétt að minna á dugnaðinn í spyrjendum Vísindavefsins. Áætlaður fjöldi spurninga sem hafa borist frá lesendum er nefnilega um 10 spurningar á dag frá því vefurinn tók fyrst til starfa þann 29. janúar árið 2000. Í ár verður Vísindavefur HÍ 20 ára og spurningafjöldinn nálgast því töluna 73.000!

Heimild:

Útgáfudagur

22.1.2020

Síðast uppfært

6.2.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári.“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2020, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78413.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2020, 22. janúar). Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78413

Ritstjórn Vísindavefsins. „Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári.“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2020. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78413>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Lesendur Vísindavefsins aldrei fleiri og nálgast eina milljón á ári
Gestir Vísindavefs Háskóla Íslands hafa aldrei verið fleiri en árið 2019. Samkvæmt tölum um samræmda vefmælingu á Íslandi nálgast notendur Vísindavefsins nú eina milljón á ári og fjölgaði þeim um rúm 26% frá árinu 2018. Heildarfjöldi notenda árið 2019 var 977 þúsund, innlit voru rétt tæplega 2,4 milljónir og flettingar gesta Vísindavefsins á seinasta ári voru um 3,4 milljónir.

Notendum Vísindavefs HÍ fjölgaði um rúm 26% frá árinu 2018 til 2019.

Ef litið er til undanfarinna fimm ára sést að notendum hefur fjölgað um 49% frá 2015, innlit hafa aukist um 52% og flettingar um 42%. Meðfylgjandi súlurit sýnir þetta vel.

Súlurit sem sýnir aðsókn og notkun lesenda á Vísindavef HÍ undanfarinn fimm ár.

Að meðaltali heimsækja um 36 þúsund gestir Vísindavefinn í hverri viku og fletta þeir um 65 þúsund síðum. Alls hafa verið birt tæplega 13 þúsund svör á Vísindvefnum.

Daglega opna lesendur Vísindavefsins að jafnaði um þrjú til fjögur þúsund svör og í hverjum mánuði er ekki óalgengt að lesendur fari inn á um 11 til 12 þúsund svör, en sú tala fer nærri heildarfjölda birtra svara. Lestur á svörum Vísindavefsins takmarkast því alls ekki við fáein „vinsæl“ svör heldur sækja notendur vefsins í allan þann fjölbreytta fróðleik sem þar er að finna um vísindi og fræði. Iðulega munar ekki miklu á því svari sem flestir lesa á tilteknum degi og svarinu sem er í tuttugasta eða fimmtugasta sæti þann daginn. Stundum skara þó einhver svör fram úr öðrum og til gamans er hér birtur listi yfir fimm mest lesnu nýju svörin árið 2019:

Við birtingu slíkra lista er þó rétt að hafa í huga að svör sem birt eru snemma á almanaksári hafa jafnan meiri möguleika á að safna að sér lesendum heldur en svör sem birtast seinni mánuði ársins. Þess vegna er athyglisvert að svarið um loftslagsbreytingar, sem birt var um miðjan desember, hafi fengið svo mikinn lestur á þeim fáu dögum sem þá voru eftir af seinasta ári. En það sýnir vitanlega þann áhuga sem lesendur hafa á umfjöllunarefninu.

Af eldri og áhugaverðum svörum sem margir lásu á seinasta ári mætti til að mynda nefna:

Svo er einnig rétt að minna á dugnaðinn í spyrjendum Vísindavefsins. Áætlaður fjöldi spurninga sem hafa borist frá lesendum er nefnilega um 10 spurningar á dag frá því vefurinn tók fyrst til starfa þann 29. janúar árið 2000. Í ár verður Vísindavefur HÍ 20 ára og spurningafjöldinn nálgast því töluna 73.000!

Heimild:...