Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2311 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann? Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 c...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconJarðvísindi

Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?

Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er eldurinn á kertinu blár neðst og gulur efst?

     Mynd 1: KertalogiKertalogi er til kominn vegna bruna kertavaxins í kertinu. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem og sameindir vaxins og mynda óstöðug lítil sameindabrot. Rofnun þessi veldur því að það myndast orka sem ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?

Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á því að spörfuglar fljúga ekki svo neinu nemi í aftakaveðrum?

Við erum ekki alveg viss, hvort spyrjandi átti við 'fljúga' eða 'fjúka'. Síðari spurningin, með 'fjúka', er einföld. Ef það er rétt að spörfuglar fjúki ekki í fárviðrum er það auðvitað vegna þess að þeir leita sér skjóls og halda sér í það sem þeir standa eða sitja á, en fuglsfætur eru vel lagaðir til þess eins og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?

Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...

category-iconBókmenntir og listir

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?

Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?

Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug. Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea). Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leather...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?

Kákasus (e. Caucasus eða Caucasia) er 440.000 km2 svæði á milli Svartahafs í vestri og Kaspíahafs í austri og tengir saman Evrópu og Asíu. Svæðið dregur nafn sitt af hinum mikla Kákasusfjallgarði sem er um 1200 km langur og nær á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Fjallgarðurinn skiptist í tvo meginhryggi: Sá nyrðri...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Þingeyrar í Húnaþingi?

Þingeyrar er býli í Austur-Húnavatnssýslu milli Hóps og Húnavatns. Þar var klaustur fram að siðaskiptum árið 1550 en fyrir stofnun þess héldu Húnvetningar þing sitt á staðnum. Engar menjar tengdar þinginu hafa varðveist og þess er jafnframt ekki getið í heimildum eftir 1133 en það ár er talið stofnár klaustursins....

category-iconJarðvísindi

Mæla jarðskjálftamælar eitthvað annað en jarðskjálfta?

Ef titringur í jörðu er mældur samfellt í langan tíma með næmum mælitækjum, kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Í fyrsta lagi má sjá, að lágtíðnibylgjuhreyfingar (tíðni minni en eitt Hertz (rið)) eru meiri á haustin og yfir vetrarmánuðina heldur en að vori og sumri. Þetta skýrist af því að veðurlag er kröftugra og sjó...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?

Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...

Fleiri niðurstöður