Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 200 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er strúktúralismi?

Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...

category-iconHugvísindi

Hver var Jón Ögmundsson?

Jón Ögmundsson er einn frægasti kirkjumaður Íslandssögunnar. Hann varð fyrsti biskup Hólabiskupsdæmis árið 1106 og beitti sér mjög fyrir eflingu kristinnar trúar í landinu. Jón þótti stjórnsamur en hann vann öflugt starf á ýmsum sviðum og vegna meinlætis síns og hugulsemi við þá sem minna máttu sín, þótti mörgum h...

category-iconHugvísindi

Hvaða handrit Íslendinga töpuðust í brunanum í Kaupmannahöfn?

Einn voðalegasti atburður Íslandssögunnar er stórbruninn í Kaupmannahöfn haustið 1728. Mestur hluti miðbæjarins brann til kaldra kola, þar með talið háskólahverfið, að undanteknu háskólaráðshúsinu. Háskólabókasafnið eyðilagðist gjörsamlega og með því ótal handrit, meðal annars ófá íslensk handrit frá miðöldum. Stj...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða hjátrú er til um rauðhærða og annað rautt?

Hræðsla við rauðhært fólk kemur víða fram í þjóðtrú. Á Írlandi er talið mikið ólánsmerki að mæta rauðhærðri konu á vegferð sinni þótt varla verði hjá því komist í stærri bæjum þar í landi. Sums staðar hafa rauðhærðir jafnvel álíka slæmt orð á sér og svartir kettir. Í einstaka tilfellum eru rauðhærðir þó frekar gæf...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér allt um Jónas Hallgrímsson?

Því miður getum við ekki sagt „allt“ um Jónas Hallgrímsson og það er kannski eins gott að við reynum það ekki. Það mundi örugglega æra óstöðugan ef við segðum lesendum okkar allt sem hefur verið skrifað og sagt um Jónas. Það er líka engin ástæða til að reyna að segja allt um Jónas Hallgrímsson þar sem mikið er ...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?

Ghenghis Kahn og sonarsonur hans Kúblai Kahn voru leiðtogar Mongóla á 13. öld eftir Krist. Undir þeirra stjórn stækkaði veldi Móngóla mikið. Þeir eru taldir vera mestu landvinningamenn sögunnar. Á tæpum 20 árum lögðu Mongólar undir sig múslímaríkin í Mið-Asíu, æddu yfir Kína og sóttu inn í Rússland. Ghenghis...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður sem varð hæstráðandi á Íslandi í átta vikur sumarið 1809 eins og rakið er í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi? Íslandsævintýri Jörgensen...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...

category-iconÞjóðfræði

Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?

Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstuldur?

Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?

Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...

category-iconHeimspeki

Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Maurice Merleau-Ponty (1908–1961) telst í hópi merkustu heimspekinga Frakka á 20. öld. Hann átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki, einkum þó fyrirbærafræði Edmunds Husserl (1859–1938). Heimspeki Merleau-Pontys var alla tíð undir miklum áhrifum frá Husserl en bar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?

Vísindavefurinn hefur margoft fengið spurningar um fæðingarbletti, hvernig og hvers vegna þeir myndist, hvort þeir hverfi, hvort þeir séu hættulegir og hvernig þeir tengist krabbameini, svo dæmi séu nefnd. Aðrir spyrjendur eru: Ásta Björnsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Halldóra Gunnardóttir, H...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...

category-iconHeimspeki

Hver var Rousseau og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Óhætt er að telja Jean-Jacques Rousseau í hópi þeirra hugsuða síðari tíma sem hafa haft mest áhrif á heim hugmyndanna og framgang sögunnar. Rousseau var margbrotinn persónuleiki, að mörgu leyti ímynd hins þjakaða snillings. Ævisaga hans er á köflum ævintýri líkust og verkin sem hann lét eftir sig bera í senn vott ...

Fleiri niðurstöður