Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7291 svör fundust

category-iconHagfræði

Hver var Benjamín H.J. Eiríksson og hvert var hans framlag til hagstjórnar á Íslandi?

Krafan um fríverslun við erlendar þjóðir var ein af höfuðkröfum Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld. Það var skoðun manna eins og Jóns Sigurðssonar forseta að verslunarfrelsi væri í raun forsenda fyrir þjóðfrelsi og einn af mestu sigrum hans í sjálfstæðisbaráttunni var að fá síðustu leifar dönsku ver...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Peter Hallberg og hvert var framlag hans til norrænna fræða og nútímabókmennta?

Árið 1974 voru fimm einstaklingar útnefndir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands af Heimspekideild. Þetta voru annars vegar tveir af fremstu skáldum þjóðarinnar, þeir Þórbergur Þórðarson og Gunnar Gunnarsson, og hins vegar þrír merkir bókmenntafræðingar, þeir Jón Helgason, Einar Ól. Sveinsson og Peter Hallberg. Sá ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að segja í einhverjum skilningi á réttri íslensku "að söðla um sig"?

Sögnin að söðla er leidd af nafnorðinu söðull 'karlhnakkur, kvenhnakkur' og merkir að 'leggja söðul á hest'. Þegar maður er á ferð með tvo til reiðar skiptir hann öðru hverju um hest til að hvíla þann sem hann sat áður. Hann flytur þá söðulinn (hnakkinn) milli hesta og það er kallað að söðla um. Að 'söðla um' v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?

Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft ef...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?

Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var Jón Gerreksson biskup drepinn og hver var þar að verki?

Jöns Gerekesson Lodehat, eða Jón Gerreksson eins og Íslendingar hafa jafnan kallað hann, var danskur aðalsmaður, fæddur um 1378. Um þrítugt varð hann erkibiskup í Uppsölum í Svíþjóð, vafalaust að undirlagi Danakonungs, Eiríks af Pommern, sem ríkti þá jafnframt yfir Svíþjóð, því að vinátta var með þeim konungi og J...

category-iconStærðfræði

Hver var Ólafur Dan Daníelsson og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Ólafur Dan Daníelsson (1877-1957) kennari, vísindamaður og menntafrömuður var fæddur í Viðvík í Skagafirði, 31. október 1877. Eftir stúdentspróf 1897 hélt hann til Danmerkur til stærðfræðináms þar sem aðalkennarar hans voru H. Zeuthen og J. Petersen, báðir sérfræðingar í rúmfræði. Ritgerðir Ólafs eru undir sterkum...

category-iconHugvísindi

Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?

Úr brám Ýmis gerðu goðin virkisgarð umhverfis mannheim til að verjast jötnum. Þessi víggirta borg heitir Miðgarður. Eftir að Bors synir höfðu skapað fyrstu mennina komu þeir saman ásamt goðum og gyðjum á Iðuvöllum og reistu sér borg í miðjum heimi sem fékk nafnið Ásgarður, því næst voru bústaðir Ásgarðs byggðir. Í...

category-iconSálfræði

Hvað er persónuleikaröskun?

Til þess að skýra hvað átt er við með persónuleikaröskun skulum við taka dæmi. Jón Jónsson er stöðugt að skipta um vini og vinkonur. Hann er í fyrstu afar hrifinn af þeim sem hann kynnist en ekki líður á löngu þar til hann óskar þeim út í hafsauga og skilur ekki hvernig hann gat nokkru sinni laðast að slíku fólki....

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna lýsa loftsteinar þegar þeir ferðast í gegnum gufuhvolfið og eru þeir heitir ef þeir rekast á jörðina?

Geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar, eru litlar ryk- og bergörður, ís eða járnklumpar sem skera braut jarðar. Þá sem rekast á lofthjúpinn köllum við hrapsteina en þegar þeir komst inn í lofthjúpinn hitna þeir svo mikið að þeir byrja að lýsa og sjást víða að. Þeir sem ná til jarðar kallast loftsteinar, þó oft s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna blikka stjörnur og skipta litum?

Upprunalega spurningin var sem hér segir:Oft sér maður stjörnur skipta litum. Er þetta vegna ljósbrots í gufuhvolfinu?Lofthjúpur jarðar er nauðsynlegur öllu lífi á jörðinni en engu að síður óska stjörnufræðingar þess stundum að hann væri ekki til. Loftið í kringum okkur getur nefnilega verið til mikilla trafala þe...

category-iconSálfræði

Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?

Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar skáld var William Blake?

Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær og hvernig fannst Langisjór?

Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var ...

category-iconFornfræði

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður? Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð...

Fleiri niðurstöður