Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9316 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Lilja Kjalarsdóttir rannsakað?
Lilja Kjalarsdóttir er rannsókna- og þróunarstjóri hjá fyrirtækjunum KeyNatura og SagaMedica. Hún er einnig stundakennari við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrri rannsóknir Lilju hafa einkum snúið að sameindafræðilegum orsökum lífsstíls- og aldurstengdra sjúkdóma. Lilja er fædd árið 1982. Hún...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?
Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...
Hvað hefur vísindamaðurinn Margrét Þorsteinsdóttir rannsakað?
Margrét Þorsteinsdóttir er dósent í lyfjagreiningu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum rannsóknaverkefnum á sviði efnagreininga á lífvísum, umbrotsefnum og fituefnum með háhraða vökvagreini tengdum tvöföldum massagreini. Margrét hefur lagt mikla áherslu á uppbyggingu á klínís...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....
Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?
Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð. Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Kvaran rannsakað?
Ágúst Kvaran er prófessor í eðlisefnafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur verið viðriðinn fjölmörg rannsóknarverkefni sem flest snerta samspil ljóss og efnis. Ágúst hefur lagt áherslu á öflun upplýsinga um eiginleika sameinda með litrófsmælingum og rannsakað áhrif orkuríkrar geislunar á efni. Meðal verkefna eru á...
Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?
Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni. Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myn...
Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?
Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þórunn Rafnar rannsakað?
Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg f...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina ha...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Jónsdóttir rannsakað?
Kristín Jónsdóttir er eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er einnig virk í vísindaráði Almannavarna, heldur iðuglega erindi á íbúafundum víða um land og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið Kristínar ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Orri Vésteinsson rannsakað?
Orri Vésteinsson er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á fornleifafræði Norður Atlantshafs – Íslands og Grænlands – á víkingaöld og miðöldum. Orri hefur stjórnað uppgröftum víða um land, sérílagi á Norðausturlandi, til d...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað?
Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum. Síðastliðin ár hefur megináherslan verið lögð á þróun hráefna fyrir Elkem, bæði á Íslandi og í Noregi. Hér er verið að feta...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?
Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á t...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristín Briem rannsakað?
Kristín Briem er prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar tengist hreyfivísindum og þá sérstaklega hlutlægri greiningu á hreyfingu og athafnagetu mannsins. Ýmis kerfi líkamans þurfa að vinna saman til að við getum hreyft og athafnað okkur dags dagle...