Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2167 svör fundust
Hvað er upplýsingalæsi?
Upplýsingalæsi (e. information literacy, IL), er hæfni einstaklings til að rata í frumskógi upplýsinga, vita hvaða upplýsingar hann vantar og þekkja leiðir til að finna þær. Upplýsingalæsi er hæfni til að geta borið saman upplýsingar, metið áreiðanleika þeirra á gagnrýninn og greinandi hátt, skilja hvernig þær haf...
Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?
Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...
Hversu margir bæir eða þorp á Íslandi standa fjarri sjó?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru margir bæir/þorp á Íslandi sem eru ekki við sjó? Að baki orðunum bær og þorp liggja ekki skýrar skilgreiningar, það er ekkert sem segir hvenær húsaþyrping verður að þorpi eða bæ. Hér þarf því að byrja á að ákveða hvaða merkingu á að leggja í orðin. Ein leið e...
Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?
Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka ...
Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?
Í spurningunni felst að konur hafi ekki verið viðurkenndar sem heimspekingar en það er álitamál. Konur voru til að mynda meðal nemenda Platons í Akademíunni (sjá Hver var Platon? eftir Geir Þ. Þórarinsson). Sumar konur voru viðurkenndar sem heimspekingar á sínum tíma, en hurfu síðar úr sögunni. Þetta hefur stundum...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?
Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...
Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?
Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...
Um hvað fjallar Gaiakenningin?
James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...
Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?
Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...
Hver var Wilhelm Röntgen og hver er saga hans?
Wilhelm Conrad Röntgen fæddist 27. mars árið 1845 í borginni Lennep, sem er smáborg skammt frá Düsseldorf í Þýskalandi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Hollands þegar Röntgen var þriggja ára en faðir hans var vefnaðarkaupmaður. Röntgen gekk í skóla, fyrst í heimabæ sínum og síðan í menntaskóla í Utrecht. Röntge...
Er ranghugmynd merkingarleysa? Geta hugmyndir verið réttar eða rangar?
Upprunaleg spurning var svohljóðandi: Fyrirbærið hugmynd er augljóslega hvorki það sama og staðhæfing eða fullyrðing, hvað þá heldur tilgáta eða kenning, sem aftur leiðir af sér að hugmynd getur þá hvorki verið "rétt" né "röng" (eða hvað?) sem slík, ólíkt öllum hinum fyrirbærunum enda jú bara hugmynd! Er þá ekki...
Hvers vegna nota Bandaríkjamenn aðrar mælieiningar en Evrópubúar?
Upphafleg spurning var:Bandarískar mælieiningar. Er einhver rökhugsun á bakvið Fahrenheitin (sbr. 0°C, frostmark, 0°K alkul og svo framvegis) eða er þetta bara einhver tilviljun eins og flestar aðrar mælieiningar Bandaríkjamanna? Hver eru líka hlutföll á milli þumlunga, tomma, yarda og fleiri eininga og á milli le...
Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...