Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2358 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast símasamband?

Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning. Fyrir 20 árum eða svo hefði verið frekar einfalt að svara henni en nú er það dálítið erfiðara vegna tækniframfara á síðustu tveimur áratugum, og eins víst að hér komi sitthvað á óvart. Í símanum sem við tölum í er búnaður sem breytir hljóðinu frá okkur í rafmerki, nánar ti...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er sólin kyrr? Ef svo er, hvað heldur henni þá fastri?

Þetta eru góðar spurningar og umhugsunarverðar. Stutta svarið við fyrri spurningunni er bæði já og nei; sólin er bæði kyrr og ekki kyrr eftir því við hvað er miðað. Öll hreyfing er afstæð, hún miðast við eitthvað, og þegar við segjum að einhver hlutur sé kyrr miðum við líka við eitthvað annað, utan hlutarins. K...

category-iconLæknisfræði

Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?

Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...

category-iconHugvísindi

Tveir menn standa fyrir framan tvennar dyr. Annar mannanna lýgur alltaf en hinn segir alltaf satt. Aðrar dyrnar vísa þér á fjársjóð en hinar á hungrað ljón. Þú mátt spyrja einnar spurningar til að finna fjársjóðinn. Hver er spurningin?

Til eru fjölmörg afbrigði af þessari gátu. Mjög vinsælt er að leggja hana fyrir nema í rökfræði og heimspeki, eða bara gesti og gangandi, því svarið við henni er ekki augljóst og þarfnast nokkurrar útsjónarsemi. Þeir sem vilja reyna við gátuna ættu endilega að gera það, hinir sem vilja lesa áfram geta skrunað n...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eigintíðni?

Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?

Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...

category-iconLæknisfræði

Hver var fílamaðurinn og hvaða sjúkdómur hrjáði hann?

Fílamaðurinn hét réttu nafni Joseph Carey Merrick og fæddist árið 1862 í Leicester á Englandi. Sem ungbarn sýndi hann ekki merki um neitt óeðlilegt en á fyrstu árum ævinnar fór að bera á afmyndun sem jókst eftir því sem hann varð eldri. Afmyndunin var mikill ofvöxtur í húð þannig að holdið myndaði nánast fellingar...

category-iconFornleifafræði

Hver var Vere Gordon Childe og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Vere Gordon Childe (1892-1957) var fæddur og uppalinn í Ástralíu og nam fornfræði í Sydney. Hann flutti til Oxford til að læra klassíska fornleifafræði um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin skall á. Á háskólaárunum fékk Childe áhuga á sósíalisma og þegar hann sneri aftur heim til Ástralíu árið 1917 varð hann fljó...

category-iconHeimspeki

Hvað er sókratísk kaldhæðni?

Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum: Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kósí?

Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu. Eftirfarandi atriði eru kósí: Að kveikja á kertum. Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum. Að vinna inni á rigningardögum að sumri. Að sjá vorið koma og d...

category-iconFöstudagssvar

Hvers vegna eru menn með úfið hár svona góðir stjórnendur sinfóníuhljómsveita?

Ritstjórn Vísindavefsins hefur klórað sér í kollinum yfir þessari hárbeittu spurningu undanfarið. Reyndar er ritstjórnin alvön að fást við verulega loðnar spurningar þar sem margt ber á góma og yfirleitt hvorki klippt né skorið. Til dæmis hafa verið skrifuð nokkur svör um það hvernig heimspekingurinn Sókrates skeg...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?

Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...

category-iconVísindi almennt

Hver fann upp spilastokkinn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver fann upp spilastokkinn og hvaða spil var fyrst spilað? Talið er að spilin hafi verið fundin upp í Kína á tímum Tangveldisins á 9. öld. Líklega hafa þau komið fram í kjölfarið á því að menn hófu að prenta á viðarkubba. Fyrsta spilið var kallað „Laufaleikur“ og var það s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir botnlangabólga sér?

Botnlangabólga er algengasta orsök skurðaðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningarsjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjaldgæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 2...

Fleiri niðurstöður