Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5654 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?

Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?

Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru eðlisfræðilegir og efnafræðilegir eiginleikar efna?

Eiginleikar efna eru notaðir til að bera kennsl á efnin og lýsa þeim. Þessum eiginleikum má skipta í eðlisfræðilega eiginleika (e. physical properties) og efnafræðilega eiginleika (e. chemical properties). Eðlisfræðilegir eiginleikar efna lýsa ástandi þeirra. Mælingar á eðlisfræðilegum eiginleikum breyta ekki ...

category-iconLæknisfræði

Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr er marðarhundur og hvar eru heimkynni hans?

Marðarhundur (Nyctereutes procyonoides) er hunddýr af ættkvíslinni Nyctereutes. Enskt heiti hans er raccoon dog sem þýða mætti sem þvottabjarnarhundur og er þar vísað til þess að andlit hans minnir á þvottabjörn. Á sænsku nefnist hann mårdhund, mårhund á dönsku og norsku og Marderhund á þýsku. Þrátt fyrir heitin e...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?

Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?

Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins...

category-iconHagfræði

Hvað segir vísindasamfélagið um áhrif lífeyrisskuldbindinga á skattbyrði?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Samanburður á skattbyrði milli Norðurlandanna er leikfimi út af fyrir sig þar sem skattprósentan er misjöfn. Hins vegar er iðulega ekki gert ráð fyrir réttum forsendum í þessum samanburði. Mig langar að fá álit vísindasamfélagsins á því hvernig eigi að reikna inn lífeyrisskuld...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu hratt fara jarðskjálftabylgjur frá upptökum til mælistaðar?

Hraði jarðskjálftabylgju í jarðlögum fer bæði eftir því af hvaða tegund hún er og í hvaða efni hún berst, þar á meðal eftir dýpi hennar í jörðinni. Hraðinn vex yfirleitt með dýpi. Þess vegna getur bylgja sem fer djúpt í jörð verið fljótari milli tveggja staða nálægt yfirborði jarðar en önnur sömu tegundar sem fylg...

category-iconEfnafræði

Er hægt að brjóta demant?

Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...

category-iconFornfræði

Hvers vegna þróaðist lýðræði í Aþenu til forna?

Erfitt er að gefa ákveðið svar við þessari spurningu og raunar eru fræðimenn ekki allir á eitt sáttir um nákvæmlega hvenær aþenska lýðræðið varð til, hvað þá hvers vegna. Ef til vill er rétt að byrja þá sögu á Sóloni sem kom á ýmsum breytingum á stjórnkerfi og samfélagi Aþeninga snemma á 6. öld f.Kr. Það er ómögul...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?

Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hafa eldgos áhrif á veðrið?

Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...

Fleiri niðurstöður