Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7954 svör fundust
Eru naggrísir ennþá borðaðir í Perú?
Í hugum flestra sem búa á Íslandi eru naggrísir hugguleg gæludýr. Margir íbúar Perú og annarra landa í Suður-Ameríku líta hins vegar fyrst og fremst á naggrísi sem fæðutegund. Naggrísir eru ræktaðir til matar í Perú og víðar. Naggrísir eiga uppruna sinn í Andesfjöllum í Suður-Ameríku. Þeir eru meðalstór nagd...
Hvernig var Háskóli Íslands árið 1918?
Á árinu 1918 varð Háskóli Íslands sjö ára gamall og hafði breyst sáralítið frá því að hann var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911. Þá hafði Háskólinn verið búinn til með því að steypa saman og breyta í háskóladeildir þremur embættismannaskólum í Reykjavík, prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla...
Í hverju felast „annus mirabilis“ tímamótagreinarnar sem Einstein gaf út árið 1905?
Eins og spyrjandi segir hefur árið 1905 verið kallað „ár kraftaverkanna“ eða „annus mirabilis“ í ævi Alberts Einsteins (1879-1955). Þessi orð eru einnig oft höfð um tímabilið 1665-1667 í starfsferli enska eðlis- og stærðfræðingsins Ísaks Newtons (1642-1727), en hann sagðist síðar hafa gert helstu uppgötvanir sínar...
Getið þið sagt mér eitthvað um grátrönur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er mikilfenglegur fugl hugsanlega farinn að verpa hér á landi. Það er grátrana. Getið þið sagt mér eitthvað um hann? Grátrana (Grus grus) er af trönuætt (Gruidea), háfætt, grá á litinn, með svartan og hvítan háls. Grátrönur eru stórvaxnir fuglar, geta orðið allt að 130 c...
Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu? Algengt viðhorf er að á siðaskiptatíman...
Getið þið sagt mér sögu BMW og hversu margar BMW-tegundir eru til?
Samkvæmt opinberum fyrirtækjaskrám í Þýskalandi er miðað við að fyrirtækið Bayerische Motoren Werke (BMW) hafi verið stofnað þann 7. mars árið 1916. Það hét þó ekki BMW í fyrstu heldur BFW sem stóð fyrir Bayernische Flugzeugwerke (Flugvélaverksmiðja Bæjaralands). Árið 1922 keypti fjárfestirinn Camillo Castiglioni ...
Voru Íslendingar í gúmmístígvélum árið 1918?
Ekki er nákvæmlega vitað hvenær fyrstu gúmmístígvélin bárust til Íslands en það mun líklega hafa verið nálægt aldamótunum 1900. Elsta vísun í gúmmístígvél sem fannst í gagnasafninu Tímarit.is er í blaðinu Ísafold desember 1903 þar sem Th. Thorsteinsson auglýsir alls konar skófatnað, meðal annars "gúmmí vatnsstígvé...
Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?
Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið ...
Er það rétt að eyrarrós og alaskalúpína hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er það rétt að eyrarrósin og alaskalúpínan hafi verið fluttar til Íslands um svipað leyti? Og að báðar hafi komið frá Kanada? Saga eyrarrósarinnar (Chamerion latifolium) og alaskalúpínunnar (Lupinus nootkatensis) hér á landi er ekki sú sama. Fyrrnefnda plantan hefur verið hlut...
Hvað er sjálfbær orkunýting?
Orðið „sjálfbær“ er þarna notað í svipaðri merkingu og þegar talað er um „sjálfbæra þróun“, sjá prýðilegt svar Ólafs Páls Jónssonar um það efni: Hvað merkja orðin sjálfbær þróun? Hér verður hins vegar rætt sérstaklega um nýtingu orkunnar eftir orkulindum. Jarðefnaeldsneyti Orkunýting mannkynsins á síðustu öldu...
Hver bjó til stafrófið?
Svo virðist sem stafróf hafi verið fundin upp á mörgum stöðum. Ian Watson segir í svari sínu við spurningunni Hver fann upp stafrófið? Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, virðist hafa komið upp og þróast sjálfstætt á þremur mismunandi stöðum, í Mið-Ameríku (fy...
Ef tvíhyrningar eru ekki til í venjulegri rúmfræði, hvað kallast þá ferhyrningur sem búið er að fjarlægja eina hlið af?
Svarið felst í merkingunni sem lögð er í hugtakið hyrning. Í venjulegri rúmfræði er hægt að skilgreina þetta hugtak svona: Segjum að við höfum þrjá eða fleiri punkta sem liggja í sama slétta fletinum. Látum n tákna fjölda punktanna og tölusetjum þá frá 1 og upp í n. Teiknum nú strik frá fyrsta til annars pun...
Hvernig fara fuglar að því að drekka?
Upprunalega hljóðar spurningin svona: Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir? Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar ...
Af hverju er orðið gerekti dregið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Til er orð í íslensku máli, dyrafaldur og skýrir sig sjálft. Annað orð um sama hlut er gerekti (flestir segja gerefti). Af hverju er orðið gerekti dregið? Nokkrar myndir eru til af orðinu sem spurt var um, gerekti. Sú er oft raunin þegar um tökuorð er að ræða sem menn þ...
Hvað er maurildi?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Guðný Pálsdóttir: Hvað er maurildi?Unnsteinn Guðmundsson: Maurildi, til hvaða dýrategunda flokkast þau og hver er ástæða fyrir ljósadýrðinni sem þau gefa frá sér? Skoruþörungurinn Noctilucascintillans. Smellið til aðsjá stærri mynd. Maurildi (e. phosphorescence) er ljós...