Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 560 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?
Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...
Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?
Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...
Hvað eru vættir? Eru þeir til í alvörunni?
Vegna orðalagsins í spurningunni skal þess fyrst getið að í íslensku mun orðið vættur upphaflega hafa verið notað í kvenkyni. Þannig er það í fornritum og karlkynsmyndin sést ekki með vissu í rituðu máli fyrr en á 19. öld. Uppruni orðsins er ekki fyllilega ljós. Mynd þess finnst í fornenskum og fornþýskum mállýsku...
Hver eru helstu einkenni lungnakrabbameins?
Lungnakrabbamein á byrjunarstigi eru oftast án einkenna. Þegar æxlið stækkar getur það farið að gefa einkenni sem fara þá eftir því hvar það er í lunganu. Til dæmis getur æxli sem þrengir að eða lokar berkju valdið því að slím safnist fyrir neðan við þrengslin. Bakteríur lifa góðu lífi í slíminu og lungnabólga myn...
Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?
Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...
Hvar og hvenær fæddist Jóhannes Kjarval?
Jóhannes Sveinsson Kjarval fæddist 15. október árið 1885 í Efri-Ey í Meðallandi í Skaftafellssýslu. Hann var sonur hjónanna Sveins Ingimundarsonar og Karitasar Þorsteinsdóttur Sverrissen. Fyrstu æviárin bjó hann í Efri-Ey en fjögurra ára gamall var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði...
Hvað er lekandi og hvernig er hægt að lækna hann?
Lekandi er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Neisseria gonorroheae. Bakterían getur sest að í kynfærum, þvagrás, endaþarmi eða hálsi. Hægt er að smitast af lekanda við samfarir, endaþarmsmök og munnmök. Þeir sem smitast af lekanda verða yfirleitt varir við breytingu á lit og lykt á útferð úr leggöngum eð...
Hver var fyrsta íslenska skáldkonan og hvað orti hún?
Steinunn Finnsdóttir er fyrsta nafngreinda konan í íslenskri bókmenntasögu sem mikið liggur eftir af kveðskap. Lengsta samtímaheimild sem til er um hana er stuttur vitnisburður sem Brynjólfur Sveinsson gaf henni árið 1662. Eftir fimm ára dvöl í biskupsgarði fær hún þann vitnisburð að hafa „meinlausliga og lastalau...
Hver orti elstu rímurnar?
Í Flateyjarbók, sem var rituð að mestu árið 1387, er að finna elsta varðveitta rímnatextann. Það er Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson lögmann á Norður- og Vesturlandi. Þar sem uppskriftin er elst varðveittra rímnatexta hefur hún verið notuð sem viðmið í umræðunni um aldur rímna enda ljóst að hún muni sjá...
Af hverju eru engir nafngreindir höfundar Íslendingasagna þekktir?
Ýmsar getgátur hafa verið um höfunda einstakra Íslendingasagna. Á hinn bóginn má vera að nafnleynd þeirra sé engin tilviljun því að líkt og í tilviki fornaldarsagnanna byggðu höfundar Íslendingasagna á arfgengu sagnaefni og hugsanlega hafa þeir, að minnsta kosti sumir hverjir, litið á sig sem skrásetjara efnis sem...
Hversu djúpur er sjórinn?
Skilja má spurningu um dýpt sjávar á að minnsta kosti tvenna vegu. Spyrjandi gæti annað hvort verið að velta fyrir sér hvað sjórinn er djúpur að meðaltali eða langað til að vita hvar mesta sjávardýpið er að finna. Ýtarlega er fjallað um mesta dýpi sjávar í svari við spurningunni Hvar er mesta dýpi sjávar? og bendu...
Hver eru kynjahlutföll í greinum innan Háskóla Íslands?
Samkvæmt nýjum tölum úr nemendaskrá Háskóla Íslands (haust 2002) eru stúdentar við skólann 7.135 talsins og þar af eru konur 4.450 eða 62,4% nemenda. Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari en karlar í hópi innritaðra stúdenta við Háskóla Íslands og hafa þær síðan verið meirihluti nemenda. Frá árinu 1...
Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?
Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...
Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?
Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...
Hver var rithöfundurinn Guðrún frá Lundi?
Guðrún Baldvina Árnadóttir frá Lundi fæddist árið 1887 í Skagafirði. Hún ólst upp í mikilli fátækt, í torfbæ, fjórða barnið í hópi níu systkina sem upp komust. Hún átti lítinn kost á menntun en þurfti að vinna frá blautu barnsbeini. Hún fékk farkennslu þrjár vikur á ári í þrjá vetur, samtals níu vikur. Það var öl...