Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3710 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?

Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar...

category-iconLögfræði

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...

category-iconLögfræði

Hvaða lög teljast almenn lög og standa sérlög þeim alltaf framar?

Almenn lög eru þau sem Alþingi setur og taka gildi við undirritun forseta Íslands, þau eru í rauninni hefðbundin lög. Almennum lögum er svo skipt upp í almenn lög og sérlög eftir því hversu rúmt eða afmarkað gildissvið þau hafa. Sérlög fjalla sérstaklega um tiltekið og afmarkað (þröngt) efni, andstætt almennum lög...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers konar rit er Sturlunga?

Þótt höfuðættir landsins hafi flestar hverjar deilt á síðari hluta 12. aldar og fram til 1264 er tímabilið engu að síður kennt við Sturlungaættina sérstaklega og nefnt Sturlungaöld. Ein helsta heimild okkar um þá sögulegu atburði sem áttu sér stað á þessum tíma er Sturlunga saga (einnig nefnd Sturlunga). Sagnarita...

category-iconEfnafræði

Eru málmarnir gull, brons, ál og platína frumefni?

Lotukerfið inniheldur öll þekkt frumefni, bæði þau sem koma fyrir í náttúrunni og þau sem manneskjan hefur búið til í eindahröðlum (e. particle accelerators). Til þess að finna út úr því hvort tiltekinn málmur sé frumefni eða ekki er einfaldast að skoða lotukerfið eða leita í töflum/texta sem innihalda öll frumefn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur...

category-iconJarðvísindi

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður gre...

category-iconJarðvísindi

Verða eldgos aðeins á flekaskilum?

Stutta svarið við spurningunni er að eldgos verða ekki aðeins á flekaskilum heldur einnig á flekamótum og á svonefndum heitum reitum sem geta verið fjarri flekamörkum. Hugtakið flekamörk er notað um svæði þar sem flekar mætast. Flekaskil eru þar sem flekar færast hvor frá öðrum og ný bergkvika kemur upp en flekam...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert er talið merkasta ljóð Steins Steinarr?

Áhrifamesta einstaka verk Steins Steinarr (1908-1958) er ljóðabálkurinn Tíminn og vatnið sem kom út árið 1948 en nokkur ljóðanna höfðu birst áður í tímaritum. Tíminn og vatnið samanstendur af 21 tölusettu ljóði. Það hefur lengi heillað lesendur og fræðimenn og valdið þeim heilabrotum. Form þess er óbundið í hefðbu...

category-iconJarðvísindi

Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?

Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli. Ítarlegar upplýsingar um möguleikana má finna í nýlegri skýrslu sem tekin var saman 2023 á Veðurstofu Íslands. Í skýrslunni er hætta á Reykjane...

category-iconVísindafréttir

Nýtt útlit á Vísindavef HÍ

Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt út...

category-iconVeðurfræði

Getur regnbogi sést að nóttu til?

Einnig hefur verið spurt:Hversu algengt er að regnbogi myndist að nóttu til við tunglsljós? Regnbogar sjást alloft í tunglskini og rigningu, þeirra er helst að vænta í hvössu veðri þar sem vindur ber regn inn undir glugga sem myndast í skýjaþykkni hlémegin fjalla, svipað og rissið á myndinni sýnir. Rigningin...

category-iconEfnafræði

Hvað er þvagefni?

Þvagefni er lífrænt efnasamband sem finnst í þvagi spendýra. Á mörgum erlendum málum kallast það urea en það er dregið af orðinu urine sem er almennt heiti um vökvann sem myndast í nýrum hryggdýra. Í daglegu tali köllum við hann þvag eða piss. Efnaformúla þvagefnis er CO(NH2)2. Það er lit- og lyktarlaust og ley...

Fleiri niðurstöður