Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4509 svör fundust
Hver var John Rawls?
John Rawls (1921-2002) er af mörgum álitinn merkasti stjórnamálaheimspekingur á síðari hluta 20. aldar. Hann fæddist í Maryland-fylki í Bandaríkjunum, hlaut háskólamenntun í Princeton-háskóla og útskrifaðist þaðan árið 1950 með doktorspróf í siðfræði. Námið var þó rofið í síðari heimsstyrjöldinni er hann skráði s...
Hvað er þroskasálfræði og hvað er fjallað um í greininni?
Þroskasálfræði er sú fræðigrein sem leitast við að skýra þær breytingar sem verða á huga, heila og hátterni samfara aldri. Breytingarnar eiga rætur að rekja til líffræðilegra þátta (eins og erfða), líffræðilegs þroska (bæði háður erfðum og næringu), sálfræðilegra þátta (til dæmis greindar og tilfinninga) og síðast...
Hvers vegna eru fílar í útrýmingarhættu?
Afríska gresjufílnum (Loxodonta Africana) hefur fækkað gríðarlega á undanförnum áratugum eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Breytingar á stofnstærð afríska gresjufílsins. ÁrHeildarstofnstærð >180060.000.000 193010.000.000 19791.300.000 1989600.000 2005500.000 Meginástæða hruns fílastofnsins er miki...
Hvað er bór?
Bór (B) er hálfmálmur með sætistöluna 5. Mólmassi bórs er 10,8 g/mól og eðlismassinn í storkuham (það er að segja sem fast efni) er 2,4 g/cm3. Bræðslumark þess er 2075°C og suðumark 4000°C og er það þess vegna í storkuham föstu formi við stofuhita. Til að einangra bór má blanda bórsýru saman við kalín og var þ...
Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?
Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til fræ...
Hversu margir lítrar koma upp í einu gosi í Strokki og hver er hitinn á vatninu?
Hitastig á yfirborði Strokks er mjög breytilegt og skiptir þá vindur og hitastig umhverfisins miklu. Á 1 m dýpi er hitastig um 90-95°C og hitnar hverinn niður pípuna. Við mælingu í Strokki 9. júní 2000 var unnt að mæla niður á 23 m dýpi. Þegar vatnið í hvernum kólnar verður það eðlisþyngra og sekkur, við þetta myn...
Er einhver munur á táknmáli og fingramáli?
Saga íslenska táknmálsins hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega og ekkert er hægt að staðhæfa um hvenær farið var að nota orðið táknmál um mál heyrnarlausra. Hugtakið fingramál hefur verið notað um fingrastöfun en þá eru bókstafir táknaðir með fingrahreyfingum og orð þannig stöfuð. Í dag er þó oftast talað um fi...
Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?
Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...
Eru ský á Mars?
Já, það eru ský á Mars, allt árið um kring. Skýin er jafnvel hægt að greina frá jörðinni með stjörnusjónauka. Loftþrýstingurinn við yfirborð Mars er einungis 7 millibör eða um 144 sinnum lægri en loftþrýstingur jarðarinnar. Andrúmsloft Mars er þó greinilega nógu þétt til að bera veðrakerfi því þar eru ský og vi...
Af hverju ferðast skíðishvalir hafsvæða á milli til að makast og bera kálfa?
Flestar tegundir skíðishvala stunda árstíðabundið far. Á sumrin halda þeir gjarnan til á kaldari hafsvæðum þar sem meiri fæðu er að finna en á hlýrri hafsvæðum. Kynþroska skíðishvalir ferðast svo til hlýrri en næringarsnauðari hafsvæða á veturna til að makast sem og kálfafullar kýr til að bera. Ekki er vitað til f...
Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?
Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...
Hversu margir simpansar eru til í heiminum núna?
Stofnum simpansa (Pan troglodytes) hefur hnignað verulega á undanförnum áratugum, bæði vegna þess að búsvæðum þeirra hefur verið eytt og vegna ofveiði. Rannsóknir á stofnstærð simpansa á nokkrum stöðum í Vestur-Afríku hafa sýnt að allt að 90% fækkun hefur orðið á aðeins 28 ára tímabili! Þetta á meðal annars við um...
Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?
Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum...
Hvað eru til margar tegundir af sólmyrkva og hvað heita þær?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Skuggi tunglsins skiptist í tvo hluta: Alskugga (e. umbra) og hálf...
Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?
Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“. Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhve...