Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2496 svör fundust
Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...
Hver var Þúkýdídes og hvert var framlag hans til sagnfræðinnar?
Þúkýdídes var aþenskur herforingi og sagnfræðingur sem var uppi á 5. öld f.Kr. Hann skrifaði um Pelópsskagastríðið í átta bókum og þykir merkasti sagnfræðingur Grikkja til forna ef ekki merkasti sagnfræðingur fornaldar. Fremur lítið er vitað um ævi Þúkýdídesar annað en það sem hann segir sjálfur. Þúkýdídes var ...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hver er sagan á bak við hátíðahöld um verslunarmannahelgina?
Verslunarmannahelgin er kennd við frídag verslunarmanna fyrsta mánudag í ágúst. Sú dagsetning hefur haldist óbreytt frá 1934. Áður höfðu verslunarmenn í Reykjavík átt frídag á ýmsum dögum frá 1894. Tímasetningin á rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. ágúst 1874. Hennar var reglulega minnst í Reykjavík kringum alda...
Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að ebóla dreifist út fyrir Afríku, meira en einstök tilfelli, og þurfum við að hafa áhyggjur af því að sjúkdómurinn berist til Íslands? Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur, þegar þetta er skrifað um miðjan október 2014, sýkt um 8600 manns ...
Hvað eru græn hugvísindi eða umhverfishugvísindi?
Í fyrstu kann þetta hugtak „umhverfishugvísindi“ (e. environmental humanities) að virðast nokkuð mótsagnakennt. Spyrja má hvort umhverfið komi hugvísindunum við eða hvað húmanísk fræði geti lagt af mörkum á sviði umhverfismála. Tengslin á milli umhverfismála og hugvísinda eru mun nánari en ætla mætti í fyrstu og s...
Hvar eru rauðhærðir algengastir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í hvaða landi eða landsvæði eru rauðhærðir algengastir? Hvar er Ísland í röðinni hvað varðar hlutfall rauðhærðra? Er hægt að sjá með DNA-rannsókn hvaðan rauðhærðir Íslendingar koma? Rautt hár er algengast meðal Vesturlandabúa, en nær óþekkt hjá upprunalegum ættbálkum Afríku, A...
Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?
Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...
Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...
Hversu lengi voru skrifarar á miðöldum að skrifa upp handrit?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er ekki vitað hve skrifarar voru lengi að meðaltali að skrifa handrit enda gat margt haft áhrif á skriftarhraða á miðöldum. Má þar nefna aðstæður skrifarans, svo sem andlega eða líkamlega líðan, eða hitastig, birtu, hæð á púlti og gæði bókfellsins, bleksins og pennans...
Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?
Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...
Nú er mikið fjallað um innviði, hvað eru innviðir?
Íslenska orðið innviðir er þýðing á enska orðinu infrastructure. Í Hagfræðiorðasafninu (Rit íslenskrar málnefndar 12, 2000, bls 98) eru gefnar tvenns konar skilgreiningar. Annars vegar eru innviðir sagðir „Grundvallarskipulag kerfis, stofnunar o.þ.h.“ og hins vegar „Atvinnu- og þjónustumannvirki sem mynda undirs...
Er til hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri?
Spurningin öll hljóðaði svona: Er til íslensk hjátrú sem tengjast veðri, sérstaklega óveðri? Sennilega hefur fátt jafn mikil áhrif á líf manneskjunnar og hversdagsleika hennar en veður og loftslag. Má þar nefna búsetu fólks, aðbúnað, lundarfar og menningu. Allt þetta má síðan draga saman og skoða betur í þv...
Hvað eru loftskeyti og hvenær var fyrsta loftskeytastöðin sett upp á Íslandi?
Nokkrir hafa sent Vísindavefnum spurningar um loftskeyti og fyrstu eiginlegu loftskeytastöðina á Íslandi. Laufey Karlsdóttir vildi einnig fá útskýringu á tækninni sem loftskeyti byggja á. Spurning hennar hljóðaði svona: Hvað er loftskeyti? Þegar það er sent er líklega notað rafmagn. Hvernig get ég útskýrt það ...
Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?
Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...