Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7613 svör fundust
Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...
Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?
Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?
Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...
Hvert er stærsta tré í heiminum?
Orðin "stærsta tré" má annars vegar skilja sem 'hæsta tré' en hins vegar má miða til dæmis við rúmmál stofnsins. Lítum fyrst á síðari merkinguna. Stærsta tré í heimi, og um leið stærsta lífvera jarðarinnar er stærsta kaliforníska risafuran (Sequoiadendron giganteum) sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi o...
Hvað er blandað hagkerfi?
Hugtakið blandað hagkerfi hefur verið notað til að lýsa samfélögum þar sem sum gæði, það er vörur og þjónusta, ganga kaupum og sölu á frjálsum markaði og eru framleidd af einkaaðilum en önnur eru framleidd og þeim úthlutað samkvæmt opinberum tilskipunum. Blandað hagkerfi er því eins konar millistig á milli hreins ...
Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?
Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...
Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?
Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vega...
Hvað getur leifturhnýðir eignast marga kálfa?
Leifturhnýðir eða leiftur (Lagenorhynchus acutus) eins og hann er oft nefndur er meðalstór höfrungategund sem lifir undan ströndum Íslands. Leifturhnýðir er náskyldur hnýðingum (Lagenorhynchus albirostris) sem finnast einnig hér við land. Fullorðin kaldýr eru um 2,60 metrar á lengd og kvendýrin örlítið minni. Dýri...
Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?
Nokkrum sinnum í sögu lífsins á jörðinni hafa orðið meiriháttar hamfarir sem leiddu til þess að mikill meirihluti (yfir 90%) tegunda sem þá voru uppi dóu út. Auðvitað er hægt að hugsa sér svo miklar náttúruhamfarir að allt líf deyi, en það hefur ekki gerst í veruleikanum. Við eigum svör á Vísindavefnum um hamf...
Ég bý við götu í Reykjavík sem heitir Ánaland. Hvað merkir orðið og þá sérstaklega fyrri liður þess?
Merking fyrri liðar í götuheitinu Ánaland er ekki fullkomlega ljós. Fleiri örnefni eru til á landinu með þessum forlið eins og Ánastaðir, Ánabrekka, Ánavatn (tvö) og götuheitið Ánanaust. Ánanaust var upphaflega hjáleiga frá bænum Hlíðarhúsum en götuheitið ákveðið 1948 en þá hafði hjáleigan verið rifin. Mannsnaf...
Stóðu stigamenn í einhvers konar stiga?
Orðið stigamaður kemur þegar fyrir í fornu máli. Orðið var þá notað í tvenns konar merkingu, annars vegar um ferðamann almennt en hins vegar um þann sem sat fyrir mönnum á vegum úti og rændi þá. Síðari merkingin varð síðan ráðandi. Að baki liggur nafnorðið stigr ‛vegur, gata’ í fornu máli en einnig var þá no...
Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?
Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...
Hvort segir maður: „Ég sakna þess að hafa þig hjá mér,“ eða „ég sakna þess að hafa þig ekki hjá mér“?
Hvora setninguna á að nota fer alfarið eftir hvaða merkingu á að gefa til kynna. Segjum sem svo að maður hafi farið til útlanda, þá gæti konan hans sagt: "Ég sakna þess að hafa þig hjá mér!" Í þessu samhengi væri hún að segja að hún saknaði þess að hafa manninn sinn ekki hjá sér, það er hann er í útlöndum og þess ...
Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?
Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...
Er hægt að lýsa hvaða ferli sem er með stærðfræðijöfnu?
Svarið er bæði já og nei, meðal annars eftir því hvaða skilningur er lagður í orðin "lýsing með stærðfræðijöfnu". Eitt af markmiðum stærðfræðinnar er að leggja öðrum vísindagreinum til tæki til reikninga (í víðasta skilningi) um hvaðeina sem menn kunna að vilja beita "reikningum" á, þar á meðal til að lýsa breytin...