Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2310 svör fundust
Hvað er að standa á gati?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur líkingin ,að standa á gati’? Samanber að geta ekki svarað spurningu. Orðasambandið standa á gati merkir ‘vera ráðalaus, geta engu svarað’. Einnig er notað vera á gati í sömu merkingu. Reka einhvern á gat er að spyrja einhvern um eitthvað sem hann getur ekki svarað...
Hvernig flokkast hvíthákarlinn?
Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal h...
Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?
Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...
Hvers vegna losar bíllinn minn 28,5 kg af koltvíildi (koldíoxíði) á hundraðið við brennslu á 13 lítrum af eldsneyti?
Dísilolía er að langstærstum hluta blanda lífrænna efnasambanda sem í efnafræðinni nefnast kolvetni, en þau eru mynduð úr kolefnis- og vetnisatómum. Um 75% af rúmmáli dísilolíu eru mettuð kolvetni og um 25% eru arómatísk-kolvetni. Að jafnaði er efnaformúla dísilolíu C12H23; um það bil frá C10H20 til C15H28 [1]. D...
Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...
Er líklegt að olíu sé að finna á Drekasvæðinu?
Bandarískir vísindamenn hófu rannsóknir á Drekasvæðinu, við syðri hluta Jan Mayen-hryggjarins, á sjöunda áratug síðustu aldar, meðal annars til að staðfesta landrek á svæðinu. Niðurstöður þessara rannsókna bentu snemma til þess að Jan Mayen-svæðið væri ólíkt venjulegum úthafsbotni: Segulsviðið var veikara og óregl...
Hvað er píslarvottur?
Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...
Af hverju koma haustlitirnir?
Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...
Hvernig starfa líffæri meltingakerfisins saman og hvaða efnaskipti fara þar fram?
Fæða er líkamanum nauðsynleg af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hún eldsneyti þar sem hún gefur frumum þá orku sem þarf til að framkvæma efnabreytingar og knýja líkamsstarfsemi eins og vöðvasamdrátt, flutning taugaboða, efnaseyti og efnaupptöku. Í öðru lagi er fæða hráefni því að í henni eru alls kyns nærin...
Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?
Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...
Hvenær hófu menn að brugga bjór? Var bjór bruggaður á Íslandi fyrr á öldum?
Bjór eða kornöl er ævagamall í sögunni. Til dæmis hafa leifar af slíkum drykk greinst í vel forvörðum mögum faraóanna. Síðar hvarf bjórinn af borðum helstu menningarþjóða fornaldar og drykkur Grikkja og Rómverja var, eins og kunnugt er, vín. Hins vegar var ölið aðaldrykkur hinna barbarísku germana og kelta en þeir...
Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?
Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...
Hvað er naívismi?
Hugtakið naívismi er komið úr umræðu um myndlist og er dregið af lýsingarorðinu naív sem kemur úr latínu nativus, sem merkir einfeldnislegur eða tilgerðarlaus. Naívismi eða naív list vísar til verka listamanna sem ekki hafa hlotið hefðbundna myndlistarmenntun og fylgja fremur eigin tilfinningu og sannfæringu e...
Hvort er gull eða silfur betri leiðari og hvað með kopar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvort er gull eða sifur betri leiðari? Er eðlisviðnám gulls minna en silfurs? Hver er svo samanburður við hinn ódýra kopar? Ég geri ráð fyrir að hér sé átt við rafleiðni en ekki varmaleiðni. Ef spenna er sett á leiðara þannig að annar endinn (skautið) er plús og hinn...
Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Hvað eru til margar tegundir af stórum köttum (ljónum, tígrísdýrum og þess háttar)? Svokallaðir stórkettir eru þau kattardýr sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Í þessari ættkvísl eru alls fimm tegundir stórvaxinna kattardýra, þau eru: Ljón (Panthera leo) Tígrisdýr (Panthe...