Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2241 svör fundust
Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?
Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...
Af hverju er orðið mansal skrifað með einu n-i, en ekki tveimur eins og t.d. mannekla?
Orðið mansal er sett saman úr man ‘ófrjáls manneskja, ambátt, mær’ og nafnorðinu sal af sögninni selja. Mansal merkir þá ‘þrælasala’. Mannekla er hins vegar sett saman af nafnorðunum maður og ekla ‘vöntun, skortur’ og merkir ‘skortur á mönnum’. Mansal merkir þrælasala en mannekla er skortur á mönnum. Myn...
Hvaðan kemur orkan sem býr í vatninu? Þeirri sem er breytt í raforku?
Meirihluti raforku þeirrar sem notuð er á Íslandi er framleidd í svokölluðum vatnsaflsvirkjunum. Hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir eru þannig gerðar að stífla er byggð svo að vatn úr einni eða fleiri ám safnast saman í uppistöðulón aftan við stífluna. Úr lóninu liggja göng sem halla niður á við. Vatnið flæðir mjö...
Hverjar eru elstu þekktu leifar um ketti á Norðurlöndum?
Upprunalega spurningin var: Hverjar eru elstu kattvistarleifar á Norðurlöndum? Kettir voru fyrst tamdir í Austurlöndum nær og Egyptalandi fyrir um 9-10.000 árum, en villti forveri heimiliskattarins er afríski villikötturinn (Felis silvestris lybica) sem enn finnst á þeim slóðum.[1] Elsta beinagrind af heimi...
Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?
Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...
Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn?
Neanderdalsmenn veiddu sér hreindýr og önnur hjartardýr til matar, loðfíla, birni og nashyrninga, auk þess að borða sitthvað úr jurtaríkinu og annað sem til féll. Sú tegund manna sem kallast venjulega Homo neanderthalensis var uppi á árabilinu frá því fyrir um það bil 120.000 árum og þar til fyrir um 28.000...
Er eldfjallagas þungt eða létt?
Þetta er góð spurning og mikilvæg þegar þetta er skrifað og við getum átt von á eldfjallagösum upp úr jörðinni hvenær sem er. Þau eru af ýmsum tegundum og áhrif þeirra á menn og náttúru ráðast einkum af efnafræðilegum eiginleikum þeirra eða kæfandi áhrifum. Þyngd eða eðlismassi (massa á rúmmálseiningu, oft mælt í ...
Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?
Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...
Hvað eru völvur?
Völva er norrænt nafn á spákonu sem um leið gat verið göldrótt. Slíkar kvenverur þekkjast víða í heimi undir ýmsum heitum. Kunnastar eru hinar grísku sibyllur sem áttu að vera fylltar af andagift Appollons. Heiti þeirra hefur verið þýtt sem völvur á íslensku. Helsti munur á nornum og völvum er sá að nornir eru tal...
Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna?
Samkvæmt "Ritreglum" Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w. Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir: að ...
Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?
Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...
Hver eru elstu handrit að Frumþáttum Evklíðs og hefur verkið varðveist í heild sinni í upprunalegri mynd?
Elstu handritin sem geyma rit Evklíðs, Frumþætti (Elementa, Σστοιχεῖα) á frummálinu, það er að segja á forngrísku, eru frá 9. og 10. öld. Það eru handritin Codex Bodleianus Doruillianus X (oft táknað með bókstafnum B) sem er frá 9. öld og síðan Codex Vaticanus Graecus ...
Hvers vegna var bókstafurinn z svona mikið notaður á Íslandi en því svo hætt?
Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefndist Fyrsta málfræðiritgerðin, var eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Hann setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þó...
Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum?
Orðið herbergi er tökuorð í norrænum málum, sennilega úr miðlágþýsku herberge í merkingunni 'gistihús'. Heimildir um orðið eru einnig til í fornsaxnesku og fornháþýsku heriberga. Í háþýsku er orðið Herberge notað um gististað, t.d. er þýska orðið yfir farfuglaheimili Jugendherberge (Jugend 'æska, æskumenn'). Talið...
Eru fangelsismál á Íslandi ólík því sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum?
Íslensk fangelsi í samanburði við önnur norræn ríki Íslenska ríkið á og rekur öll fangelsi hér á landi.[1] Fangelsismálastofnun var stofnuð árið 1989 eftir forskrift systurstofnana á Norðurlöndum og hefur ætíð síðan sótt fyrirmyndir sínar þangað. Samstarf milli norrænu þjóðanna er náið, bæði hvað varðar ný full...