Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2837 svör fundust
Af hverju var Snæfellsjökull gerður að þjóðgarði?
Þjóðgarðar eru stofnaðir skv. 51 gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þeir eru á landsvæði sem ástæða þykir til að vernda sérstaklega vegna sérstæðs landslags eða lífríkis eða að á því hvíli söguleg helgi. Jafnframt er almenningi heimilt að fara um þjóðgarðinn eftir tilteknum reglum. Markmiðið með því að stof...
Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Jean Monnet Chair í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti. Áhugi Baldurs á stjórnmálum kviknaði við það að hluta á s...
Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?
Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...
Verður Ísland aftur skógi vaxið?
Ef átt er við hvort útbreiðsla skóga á Íslandi verði aftur eins og hún er talin hafa verið við landnám þá er það ólíklegt, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og fram kemur í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við...
Hvers vegna er talað um makaskipti þegar fólk skiptist á fasteignum? Í mínum huga merkir það allt annað, þ.e. að fólk skiptist beinlínis á mökum sínum!
Orðið makaskipti er gamalt í málinu og eru elstu dæmi Orðabókar Háskólans frá miðri 16. öld. Í þeim tilvikum sem þar er lýst er um skipti á jörðum eða jarðapörtum að ræða. Í Lögfræðiorðabók með skýringum stendur um makaskipti (2008: 272):Það að fasteign er látin í skiptum fyrir aðra fasteign eða þegar fasteign er ...
Hafa kýr tennur?
Nautgripir eins og mörg önnur jórturdýr, svo sem kindur og geitur, hafa 32 tennur. Framtennurnar eru sex, augntennurnar tvær og svo eru 24 jaxlar sem hjálpa til við að merja jurtir sem dýrin bíta. Ólíkt mannfólki hafa kýr ekki jafn margar tennur í báðum gómum. Í efri kjálka hafa þær hvorki framtennur né augnte...
Hvað búa margir á Íslandi? En á höfuðborgarsvæðinu?
Þann 1. desember 2007 er áætlað að á Íslandi hafi búið 312.872, en þegar þetta er skrifað (í upphafi árs 2008) liggja endanlegar tölur fyrir árið 2007 ekki fyrir. Íslendingum hefur fjölgað nokkuð hratt á undanförnum árum en árið 2007 dró úr fjölguninni. Þann 1. desember 2006 bjuggu alls 307.261 manns á Íslandi en...
Hvað eru margir hreppar og sveitarfélög á Íslandi?
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands eru 122 sveitarfélög og 94 hreppar á landinu síðan 1. janúar 2001. Þann 1. janúar sameinuðust Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur og Glæsibæjarhreppur í Hörgárbyggð. Heimildir: Samband íslenskra sveitarfélaga og Hagstofan. Hagstofan birtir ýmsar upplýsingar af þessu tagi í Ís...
Hvað eru margir kílómetrar af vegum á Íslandi?
Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er þjóðvegakerfið á Íslandi alls 12.898 km árið 2017. Þá eru ekki taldar með götur í þéttbýli sem ekki teljast til þjóðvega. Af kjördæmunum er Norðvesturkjördæmi með lengsta vegakerfið, eða 4986 km. Stysta vegakerfið er hins vegar í Reykjavík eða tæplega 108 km og í ...
Hve margir lítrar af vatni eru í sjónum?
Á allri jörðinni eru ógrynni af vatni eða einhvers staðar í kringum 1.260.000.000.000.000.000.000 lítrar.Vatnið er í stöðugri hringrás þar sem það gufar upp úr hafinu, verður að loftraka og skýjum, því rignir á jörðina aftur, verður að hluta til að grunnvatni en rennur að mestu til sjávar eftir yfirborði. Um ...
Hvað er einn hnútur margir kílómetrar á klukkustund?
Einn hnútur samsvarar einni sjómílu eða 1,852 kílómetrum á klukkustund. Ef skip siglir á 11 hnúta hraða, fer það 11 sjómílur á klst. eða 20 kílómetra á klukkustund. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur siglt á 16-17 hnúta hraða. Herjólfur er 2 klukkustundir og 45 mínútur á leiðinni milli lands og Eyja þegar sj...
Hvað eru til margir bílar í öllum heiminum?
Eftir því sem næst verður komist voru um 730 milljónir vélknúinna ökutækja í heiminum árið 2000. Flest þeirra voru í Bandaríkjunum eða um 220 milljónir. Hundrað árum fyrr voru um 8.000 vélknúin ökutæki þar í landinu, allt fólksbílar. Umferðarteppa á þjóðvegi í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eiga einnig metið...
Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi?
Spurningin í heild hljóðar svona: Hversu margir greinast árlega með krabbamein á Íslandi og hvert er hlutfallið miðað við aðra? Árlega greinast 546 karlar og 541 kona með krabbamein á Íslandi sé miðað við meðaltal áranna 1997-2001. Fjöldinn eykst með ári hverju, sem skýrist að miklu leyti af því að hlutfall eldra...
Hversu margir deyja árlega úr krabbameini á Íslandi?
Þó að miklar framfarir hafi orðið á sviði krabbameinslækninga á undanförnum árum og áratugum þá fjölgar sífellt þeim sem fá krabbamein og er það nú næst algengasta dánarorsök Íslendinga á eftir sjúkdómum í blóðrásarkerfi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um fjölda dauðsfalla á ári, greind eftir dá...
Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hafa alltaf verið svona margir máfar við tjörnina? Hvernig komast andarungarnir á legg þar?Landnám sílamáfa Talið er að sílamáfar Larus fuscus graellsii (1. mynd) hafi fyrst orpið hér á landi á árunum upp úr 1920 en varp við sunnanverðan Faxaflóa hófst ekki fyrr en upp úr 1...