Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9640 svör fundust
Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?
Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...
Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur?
Hvíldarpúls er fjöldi hjartslátta á mínútu í hvíld. Eðlilegur hvíldarpúls er einstaklingsbundinn og breytilegur eftir aldri. Nýfædd börn hafa hraðann hvíldarpúls, um 100-160 slög á mínútu, en þegar þau stækka hægist á púlsinum. Eðlilegur hvíldarpúls fullorðinna er á bilinu 35-100 slög á mínútu, að meðaltali er han...
Hvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum?
Örgjörvi (e. processor/CPU) er hjarta tölvunnar. Kannski er réttara að segja að örgvörvinn sé heili tölvunnar, því hann stýrir öllu því sem tölvan gerir. Örgjörvinn „skilur“ ákveðið safn skipana. Skipanirnar eru í minni tölvunnar og örgjörvinn les þær hverja af annari og framkvæmir þær. Þetta eru gjarnan mjög ...
Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?
Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...
Hvað er Tadsjikistan stórt og hvað búa margir þar?
Tadsjikistan er ríki í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan í suðri, Úsbekistan í vestri, Kirgisistan í norðri og Kína í austri, en liggur hvergi að sjó. Landið er 143.100 km2 að flatarmáli og minnsta ríki Mið-Asíu. Það er mjög fjalllent þar sem meira en 50% af flatarmáli þess er ofar en 3000 m yfir sjávarmáli....
Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?
Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...
Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?
Registry, eða stillingaskrá[1], er gagnasafn yfir stillingar og stöður fyrir stýrikerfið Microsoft Windows og forrit sem eru uppsett á því. Það hefur verið hluti af öllum útgáfum af Windows-stýrikerfinu síðan Windows 3.1 (sem kom út 1992). Það er mikill kostur fyrir stýrikerfi að hafa allar upplýsingar og stilling...
Hvað er innvermið efnahvarf og hvað er útvermið efnahvarf?
Upprunalegu spurningarnar voru:: Ég er að vinna verkefni í efnafræði og þarf að fjalla um innvermið og útvermið. Hvað er það eiginlega? Hver er munurinn á útvermri og innvermri efnabreytingu? Ég var að spá hver er munurinn á innvermnu og útvermnu efnahvarfi? Ný hugtök vefjast oft fyrir fólki í byrjun...
Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?
Þegar jarðfræðingar tala um frumstæða kviku merkir það einfaldlega að efnasamsetning kvikunnar gefi til kynna að hún hafi borist af miklu dýpi án þess að staldra við í jarðskorpunni á leið sinni upp á yfirborðið. Þróuð kvika er síðan andstæðan, það er kvika sem hefur stöðvast um hríð á nokkru dýpi í jarðskorpun...
Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?
Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, ful...
Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?
Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðb...
Hvað er andoxunarefni? Hvað gera þau fyrir okkur og úr hvað fæðu fáum við þau?
Orðið oxun (e. oxidization) merkir upphaflega það að ein eða fleiri súrefnisfrumeindir bætast við frumeindir eða sameindir annarra efna. Af efnafræðilegum ástæðum er orðið síðan einnig haft um það þegar vetnisfrumeind er fjarlægð. Við oxun geta myndast svokölluð sindurefni (e. free radicals) sem hafa eina eða flei...
Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?
Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...
Hver er saga Tyrkjaveldis?
Tyrkjaveldi, sem einnig er nefnt Ósmanska veldið eða Ottómanveldið,[1] á sér rúmlega 600 ára sögu. Það var stofnað árið 1299 og að lokum leyst upp árið 1923. Þegar ríki Seljúka leið undir lok á 13. öld var Anatólíu eða Litlu-Asíu (landsvæði sem nú tilheyrir asíska hluta Tyrklands) skipt á milli nokkurra fylkinga. ...
Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?
Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...