Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

EDS

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins vegar aðeins beint að stærð landsins og íbúafjölda eins og spurt var um.

Brasilía er langstærsta ríki í Suður-Ameríku.

Brasilía er fimmta stærsta ríki jarðar að flatarmáli, 8.515.770 km2. Landið er það stærsta í Suður-Ameríku og tekur yfir tæplega helming alls flatarmáls heimsálfunnar. Það á landamæri að öllum hinum ríkjum Suður-Ameríku að Ekvador og Síle undanskildum.

Brasilía er líka í fimmta sæti þegar kemur að fjölmennustu ríkjum heims en áætlað er að íbúar landsins séu rúmlega 206 milljónir sumarið 2016. Aðeins Kína, Indland, Bandaríkin og Indónesía eru fjölmennari. Tæplega helmingur íbúa Brasilíu eru hvítir, 43% eru af blönduðum uppruna hvítra og svartra, rúm 7% eru blökkumenn en 1-2% eru frumbyggjar eða fólk af asískum uppruna.

Brasilía er fimmta fjölmennasta ríki heims. Hér ef fjölbreytileikanum fagnað í gleðigöngu í São Paulo.

Um 85% Brasilíumanna búa í þéttbýli. Stærsta borg landsins er São Paulo sem jafnframt er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Íbúar borgarinnar eru rétt tæpar 12 milljónir en rúm 21 milljón ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Næst kemur Ríó de Janeiró þar sem búa um 6,5 milljónir en á stórborgarsvæðinu búa hins vegar um 12,3 milljónir. Ríó var höfuðborg landsins til ársins 1960 þegar stjórnsýslan var flutt í borgina Brasilíu eins og komið er inn á í svari við spurningunni: Hver er höfuðborg Brasilíu?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

12.8.2016

Spyrjandi

Albert Þórir

Tilvísun

EDS. „Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2016. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=18250.

EDS. (2016, 12. ágúst). Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18250

EDS. „Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2016. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18250>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?
Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins vegar aðeins beint að stærð landsins og íbúafjölda eins og spurt var um.

Brasilía er langstærsta ríki í Suður-Ameríku.

Brasilía er fimmta stærsta ríki jarðar að flatarmáli, 8.515.770 km2. Landið er það stærsta í Suður-Ameríku og tekur yfir tæplega helming alls flatarmáls heimsálfunnar. Það á landamæri að öllum hinum ríkjum Suður-Ameríku að Ekvador og Síle undanskildum.

Brasilía er líka í fimmta sæti þegar kemur að fjölmennustu ríkjum heims en áætlað er að íbúar landsins séu rúmlega 206 milljónir sumarið 2016. Aðeins Kína, Indland, Bandaríkin og Indónesía eru fjölmennari. Tæplega helmingur íbúa Brasilíu eru hvítir, 43% eru af blönduðum uppruna hvítra og svartra, rúm 7% eru blökkumenn en 1-2% eru frumbyggjar eða fólk af asískum uppruna.

Brasilía er fimmta fjölmennasta ríki heims. Hér ef fjölbreytileikanum fagnað í gleðigöngu í São Paulo.

Um 85% Brasilíumanna búa í þéttbýli. Stærsta borg landsins er São Paulo sem jafnframt er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Íbúar borgarinnar eru rétt tæpar 12 milljónir en rúm 21 milljón ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Næst kemur Ríó de Janeiró þar sem búa um 6,5 milljónir en á stórborgarsvæðinu búa hins vegar um 12,3 milljónir. Ríó var höfuðborg landsins til ársins 1960 þegar stjórnsýslan var flutt í borgina Brasilíu eins og komið er inn á í svari við spurningunni: Hver er höfuðborg Brasilíu?

Heimildir og myndir:...