Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8052 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrir hvaða rannsóknir voru Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði 2019 veitt?

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 2019 voru veitt annars vegar fyrir rannsóknir sem snúa að heimsfræði og hins vegar fyrir mælingar á fjarreikistjörnum. Störf verðlaunahafanna eiga það sameiginlegt að auka skilning okkar á þróun alheimsins og sérstöðu jarðarinnar. Prófessor James E. Peebles fékk verðlaunin fyr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig fær maður fólk til að skipta um skoðun?

Til þess að fá fólk til að skipta um skoðun beita menn ýmist fortölum eða áróðri. Fortölur (e. persuasion) eru boðskipti sem hafa það að markmiði að hafa áhrif á aðra með því að breyta skoðun þeirra, gildum eða viðhorfum. Í fortölum er reynt að ná málamiðlun beggja aðila, þess sem flytur skilaboðin og þess sem þau...

category-iconLögfræði

Hvað er sjaría eða sjaríalög?

Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?

Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?

Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er vatnið í Stórurð svona blátt?

Engin gögn hafa fundist um efnasamsetningu vatnsins í tjörnum Stórurðar, eða um þörungalífríki þeirra. Þess vegna fjallar þetta svar um hvaða atriði stjórna almennt litaáferð tjarna, stöðuvatna, fallvatna og sjávar. Í Stórurð er víða að vinna blágrænar tjarnir. Framlög til litaáferðar má flokka eftir uppruna;spe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til íslensk orð, gömul eða ný, sem innihalda bókstafinn w?

Fjöldi orða hefur verið ritaður með bókstafnum w í hinni löngu sögu ritaðrar íslensku. Varðveittir eru textar á íslensku, öðru nafni norrænu, með latínuletri frá því á 12. öld. Táknið w var ekki algengt í elstu handritunum en því bregður þó fyrir, meðal annars í Grágásarhandriti frá lokum 12. aldar þar sem orðm...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?

Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...

category-iconJarðvísindi

Hvenær myndast helluhraun?

Helluhraun (e. pahoehoe) er algengasta tegund basalthrauna á landi. Helluhraunbreiður myndast að jafnaði í mörgum hraunflóðum, þar sem hvert þeirra er mótað úr fjölda hraunsepa (sjá skýringarmynd). Slíkar hraunbreiður myndast í hraungosum, hvort heldur frá sprungum eða hringlaga gosrás, þar sem framleiðnin er hl...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er fyrsta íslenska skáldsagan og hvernig hófst nútímaleg skáldskapargerð hér á landi?

Álitamál er hve mikil áhrif forn sögustíll hafði á þróun sagnalistar á 18. og 19. öld. Líklegt verður þó að teljast að raunsæisleg og breið frásagnaraðferð íslenskra miðaldabókmennta, einkum Íslendingasagna, hafi haft þýðingu fyrir þróun skáldsagnagerðar en fornaldar- og riddarasögur (e. romances) höfðu þar líka m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?

Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis. Eiginlegar stúdent...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þekkist samkynhneigð hjá íslenskum hrossum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru til dæmi um samkynhneigð hjá íslenskum hrossum, hryssum og stóðhestum og hvernig má þá greina það? Hjá íslenskum hrossum, rétt eins og öðrum hestakynjum, þekkist samkynhneigt kynatferli, en einnig þekkjast fleiri atferlismynstur milli samkynja hrossa sem benda til sterkra ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað verður um alla fitu sem við neytum?

Megnið af þeirri fitu sem við fáum úr mat eru efnasambönd sem kallast þríglýseríð, en þau eru samsett úr glýserólsameind sem þrjár fitusýrur eru tengdar við. Önnur fituefni í mat eru fosfóglýseríð, steról (eins og kólesteról), og fituleysanleg vítamín. Enn fremur innihalda þarmarnir svolítið af fitu sem er upprunn...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?

Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum...

category-iconSálfræði

Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?

Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...

Fleiri niðurstöður