Sólin Sólin Rís 09:50 • sest 17:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:38 • Sest 10:53 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:34 • Síðdegis: 19:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?

Örnólfur Thorlacius (1931-2017)

Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum trúlega þótt nóg komið, og Jean-Baptiste, sem var sá ellefti í röð systkinanna, var sendur í jesúítaskóla til að verða prestur. En þegar faðir hans dó árið 1760 venti Jean-Baptiste sínu kvæði í kross, gekk í her Frakkakonungs og barðist við Prússa í Niðurlöndum í Sjö ára stríðinu. Hann vann sér það til frægðar, 17 ára óbreyttur hermaður, að taka í miðri orrustu forystu fyrir herflokki eftir að allir foringjar voru fallnir, og var umsvifalaust skipaður liðsforingi. Félagar hans hylltu hann svo áþreifanlega að orrustu lokinni að hann slasaðist og varð að leggjast á spítala.

Jean-Baptiste Lamarck (1744-1829).

Að stríðinu loknu, 1763, bjó Lamarck í herbúðum í Mónakó, og í hinu fallega og gróna umhverfi þar er talið að áhugi hans á grasafræði hafi vaknað. Árið 1768 varð hann fyrir slysi sem batt enda á hermannsferil hans. Lamarck réðst þá til starfa í banka í París en sótti jafnframt fyrirlestra í grasafræði og læknisfræði. Tíu árum síðar bar grasafræðinámið þann árangur að Lamarck sendi frá sér Flóru Frakklands, Flora française, þriggja binda verk, sem varð brátt staðalhandbók til ákvörðunar á frönskum plöntum. Út á bókina - og með fullt fulltingi voldugs vinar, Buffons greifa - fékk Lamarck sæti í Frönsku akademíunni.

Lamarck gafst nú tækifæri til að ferðast um Evrópu og víkka sjóndeildarhring sinn. Hann fékk stöðu við Grasgarð konungs í París, Jardin de Roi, en lét sig raunar flest varða í náttúrufræði, þar með ekki aðeins líffræði, heldur líka veðurfræði, eðlis- og efnafræði.

Jean-Baptiste Lamarck slapp án skakkafalla gegnum hremmingar frönsku byltingarinnar. Hann tók þátt í að endurskipuleggja grasgarð konungs, sem síðan nefnist aðeins Grasgarðurinn, Jardin des Plantes, og varð (og er enn) deild í miðstöð franskra náttúrufræða, Náttúrufræðasafninu, Muséum national d'histoire naturelle. Lamarck tók brátt við prófessorsstöðu þar, og heyrðu undir hann meðal annars kvikindi sem þá kölluðust „ormar og skordýr“, en Lamarck gaf nýtt fræðiheiti, animaux sans vertèbres, eða „hryggleysingjar“.

Í fyrirlestrum sínum vék hann stundum að þeirri hugmynd, að lífið hefði í tímans rás tekið breytingum, þróast. Eftir því sem á leið tók hugmyndin á sig skýrari mynd. Þótt kenning hans tæki til alls jarðlífs, taldi hann að auðveldara væri að sjá þróunina að störfum í ófullkomnari formum lífvera en þeim sem náð hefðu meiri fullkomnun og þar með meira jafnvægi, og valdi öðru fremur dæmi úr heimi hryggleysingjana.

Hugsunin á bak við eitt lögmála Lamarcks er að flamingóinn hafi orðið svona háfættur við það að teygja alltaf leggina til að komast hjá snertingu við vatnið. Þetta stenst alls ekki.

Lamarck birti kenningu sína árið 1809 í riti undir heitinu Philosophie zoologique ou exposition des considérations relatives à l'histoire naturelle des animaux („Dýrafræðileg heimspeki eða útlistun á atriðum í náttúrusögu dýra“). Lamarck útfærði kenninguna svo nánar í safnriti sínu um hryggleysingja: Histoire naturelle des animaux sans vertèbres, sem kom út í sjö bindum á árunum 1815 til 1822. Í fyrsta bindinu setur hann þróunarkenningu sína fram í fjórum lögmálum:1

  1. Eitt af einkennum lífsins er leitni allra lifandi vera til að vaxa, þannig að allir hlutar líkama þeirra verði fyrirferðarmeiri, upp að ákveðnu marki sem lífið sjálft setur.
(Það er mikið til í þessu. Því verður ekki neitað að stærri líkama fylgja ýmsir kostir, og líkamar fjölfrumudýra af flestum stofnum hafa stækkað við þróunina í tímans rás.)

  1. Ný líffæri myndast, ef hjá dýrum koma fram nýjar þarfir og þessar þarfir verða varanlegar, eða þarfirnar kalla fram nýjar hreyfingar og til þeirra er þörf nýrra líffæra.

(Þetta getur ekki talist með öllu rangt; breytt umhverfi beinir þróuninni í ákveðna átt. En sá skilningur Lamarcks, að „ný líffæri“ þroskist innan einstaklinga, er rangur. Slík þróun kallar á margar smábreytingar, er taka fjölda kynslóða.)

  1. Vöxtur og viðhald líffæra er á hverjum tíma kominn undir þeim notum sem dýrið hefur af því líffæri sem í hlut á.

(Þetta er hugsunin á bak við það að flamingóinn hafi orðið svona háfættur við það að teygja alltaf leggina til að komast hjá snertingu við vatnið. Stenst alls ekki.)

  1. Allt í gerð einstaklings, sem hefur áunnist ... eða breyst á ævi hans, varðveitist í æxlunarkerfinu og berst til næstu kynslóðar.

(Þetta er kjarni kenningar Lamarcks - um erfðir áunninna eiginleika - og stenst alls ekki.)

Það í boðskap Lamarcks, sem fór mest fyrir brjóstið á sumum samtímamönnum hans, var trúlega að hann tók sérlega fram að lögmálin ættu við um mannkynið.

Georges Cuvier (1769-1832).

Samtímamaður og landi Lamarcks, og kollega hans sem prófessor við Franska náttúrufræðasafnið, Georges Cuvier, lagði grunninn að tveimur greinum innan dýrafræðinnar. Annars vegar er samanburðarlíffærafræðin. Cuvier sýndi fram á fylgni á milli margra einkenna í líkamsbyggingu og lífshátta dýra. Þannig hefur rándýr hvorki horn né klaufir og gróðuræta ekki vígtennur eða hvassar klær. (Raunar má sjá á tönnum og fleiri einkennum hvort skepnan bítur gras eða lauf af trjám.)

Þessi þekking nýttist honum ekki síður í steingervingafræði - við túlkun á leifum útdauðra dýra í jarðlögum - en við rannsóknir á núlifandi dýrum. Fyrir daga Cuviers gengu furðusögur um skepnur úr framandi heimshlutum, svo sem dreka eða einhyrninga, sem engan veginn stóðust raunsæja túlkun hans; og ekki tók betra við þegar kom að óþekktum, útdauðum dýrum. Cuvier gat út frá óverulegum hluta af torkennilegu dýri, svo sem beini, horni eða tönn, sem fannst í fornum jarðlögum, ráðið margt um líkamsbyggingu og lífsmáta þess.

Cuvier gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir því að steingervingar ákveðinna dýra fylgjast oft að í fornu seti, og þar sem misgömul lög eru lítt röskuð innbyrðis, þannig að hin elstu eru neðst, bera steingervingarnir merki um því framandlegri lífheim sem lögin eru eldri. Af þessu lesa vísindamenn nútímans sögu lífsins, en Cuvier lagðist alfarið gegn öllum hugmyndum um þróun og leit á kenningar Lamarcks sem fánýta hugaróra. Hann taldi í þess stað að annað veifið hefðu gengið yfir ákveðna hluta heimsins gífurlegar náttúruhamfarir, sem eytt hafi öllu eða mestu lífi þar og ný lífsform komið í þess stað.

Litlir kærleikar voru með þeim prófessorunum, Lamarck og Cuvier. Verður sú saga ekki rakin hér, en vísað í svör á Vísindavefnum um Georges Cuvier eftir undirritaðan, sjá heimildaskrá.

Lamarck andaðist í París 18. desember 1829, 85 ára, hrumur og blindur. Fjölskylda hans var svo illa stödd fjárhagslega að hún varð að leita til Frönsku akademíunnar til að standast straum af útfararkostnaðinum. - Hatur Cuviers á Lamarck virðist hafa náð út yfir gröf og dauða. Eftirmæli hans um þennan kollega sinn voru svo rætin að þau fengust ekki birt í annálum Akademíunnar.

Heimildir:

Myndir:


1 Lögmálin fjögur, og athugasemdir við þau, eru sótt í Gribbin (op. cit.), bls. 166-167.

Höfundur

líffræðingur, fyrrv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð

Útgáfudagur

10.7.2012

Spyrjandi

Halldóra Egilsdóttir

Tilvísun

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). „Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2012. Sótt 7. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=21349.

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). (2012, 10. júlí). Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=21349

Örnólfur Thorlacius (1931-2017). „Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2012. Vefsíða. 7. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=21349>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?
Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum trúlega þótt nóg komið, og Jean-Baptiste, sem var sá ellefti í röð systkinanna, var sendur í jesúítaskóla til að verða prestur. En þegar faðir hans dó árið 1760 venti Jean-Baptiste sínu kvæði í kross, gekk í her Frakkakonungs og barðist við Prússa í Niðurlöndum í Sjö ára stríðinu. Hann vann sér það til frægðar, 17 ára óbreyttur hermaður, að taka í miðri orrustu forystu fyrir herflokki eftir að allir foringjar voru fallnir, og var umsvifalaust skipaður liðsforingi. Félagar hans hylltu hann svo áþreifanlega að orrustu lokinni að hann slasaðist og varð að leggjast á spítala.

Jean-Baptiste Lamarck (1744-1829).

Að stríðinu loknu, 1763, bjó Lamarck í herbúðum í Mónakó, og í hinu fallega og gróna umhverfi þar er talið að áhugi hans á grasafræði hafi vaknað. Árið 1768 varð hann fyrir slysi sem batt enda á hermannsferil hans. Lamarck réðst þá til starfa í banka í París en sótti jafnframt fyrirlestra í grasafræði og læknisfræði. Tíu árum síðar bar grasafræðinámið þann árangur að Lamarck sendi frá sér Flóru Frakklands, Flora française, þriggja binda verk, sem varð brátt staðalhandbók til ákvörðunar á frönskum plöntum. Út á bókina - og með fullt fulltingi voldugs vinar, Buffons greifa - fékk Lamarck sæti í Frönsku akademíunni.

Lamarck gafst nú tækifæri til að ferðast um Evrópu og víkka sjóndeildarhring sinn. Hann fékk stöðu við Grasgarð konungs í París, Jardin de Roi, en lét sig raunar flest varða í náttúrufræði, þar með ekki aðeins líffræði, heldur líka veðurfræði, eðlis- og efnafræði.

Jean-Baptiste Lamarck slapp án skakkafalla gegnum hremmingar frönsku byltingarinnar. Hann tók þátt í að endurskipuleggja grasgarð konungs, sem síðan nefnist aðeins Grasgarðurinn, Jardin des Plantes, og varð (og er enn) deild í miðstöð franskra náttúrufræða, Náttúrufræðasafninu, Muséum national d'histoire naturelle. Lamarck tók brátt við prófessorsstöðu þar, og heyrðu undir hann meðal annars kvikindi sem þá kölluðust „ormar og skordýr“, en Lamarck gaf nýtt fræðiheiti, animaux sans vertèbres, eða „hryggleysingjar“.

Í fyrirlestrum sínum vék hann stundum að þeirri hugmynd, að lífið hefði í tímans rás tekið breytingum, þróast. Eftir því sem á leið tók hugmyndin á sig skýrari mynd. Þótt kenning hans tæki til alls jarðlífs, taldi hann að auðveldara væri að sjá þróunina að störfum í ófullkomnari formum lífvera en þeim sem náð hefðu meiri fullkomnun og þar með meira jafnvægi, og valdi öðru fremur dæmi úr heimi hryggleysingjana.

Hugsunin á bak við eitt lögmála Lamarcks er að flamingóinn hafi orðið svona háfættur við það að teygja alltaf leggina til að komast hjá snertingu við vatnið. Þetta stenst alls ekki.

Lamarck birti kenningu sína árið 1809 í riti undir heitinu Philosophie zoologique ou exposition des considérations relatives à l'histoire naturelle des animaux („Dýrafræðileg heimspeki eða útlistun á atriðum í náttúrusögu dýra“). Lamarck útfærði kenninguna svo nánar í safnriti sínu um hryggleysingja: Histoire naturelle des animaux sans vertèbres, sem kom út í sjö bindum á árunum 1815 til 1822. Í fyrsta bindinu setur hann þróunarkenningu sína fram í fjórum lögmálum:1

  1. Eitt af einkennum lífsins er leitni allra lifandi vera til að vaxa, þannig að allir hlutar líkama þeirra verði fyrirferðarmeiri, upp að ákveðnu marki sem lífið sjálft setur.
(Það er mikið til í þessu. Því verður ekki neitað að stærri líkama fylgja ýmsir kostir, og líkamar fjölfrumudýra af flestum stofnum hafa stækkað við þróunina í tímans rás.)

  1. Ný líffæri myndast, ef hjá dýrum koma fram nýjar þarfir og þessar þarfir verða varanlegar, eða þarfirnar kalla fram nýjar hreyfingar og til þeirra er þörf nýrra líffæra.

(Þetta getur ekki talist með öllu rangt; breytt umhverfi beinir þróuninni í ákveðna átt. En sá skilningur Lamarcks, að „ný líffæri“ þroskist innan einstaklinga, er rangur. Slík þróun kallar á margar smábreytingar, er taka fjölda kynslóða.)

  1. Vöxtur og viðhald líffæra er á hverjum tíma kominn undir þeim notum sem dýrið hefur af því líffæri sem í hlut á.

(Þetta er hugsunin á bak við það að flamingóinn hafi orðið svona háfættur við það að teygja alltaf leggina til að komast hjá snertingu við vatnið. Stenst alls ekki.)

  1. Allt í gerð einstaklings, sem hefur áunnist ... eða breyst á ævi hans, varðveitist í æxlunarkerfinu og berst til næstu kynslóðar.

(Þetta er kjarni kenningar Lamarcks - um erfðir áunninna eiginleika - og stenst alls ekki.)

Það í boðskap Lamarcks, sem fór mest fyrir brjóstið á sumum samtímamönnum hans, var trúlega að hann tók sérlega fram að lögmálin ættu við um mannkynið.

Georges Cuvier (1769-1832).

Samtímamaður og landi Lamarcks, og kollega hans sem prófessor við Franska náttúrufræðasafnið, Georges Cuvier, lagði grunninn að tveimur greinum innan dýrafræðinnar. Annars vegar er samanburðarlíffærafræðin. Cuvier sýndi fram á fylgni á milli margra einkenna í líkamsbyggingu og lífshátta dýra. Þannig hefur rándýr hvorki horn né klaufir og gróðuræta ekki vígtennur eða hvassar klær. (Raunar má sjá á tönnum og fleiri einkennum hvort skepnan bítur gras eða lauf af trjám.)

Þessi þekking nýttist honum ekki síður í steingervingafræði - við túlkun á leifum útdauðra dýra í jarðlögum - en við rannsóknir á núlifandi dýrum. Fyrir daga Cuviers gengu furðusögur um skepnur úr framandi heimshlutum, svo sem dreka eða einhyrninga, sem engan veginn stóðust raunsæja túlkun hans; og ekki tók betra við þegar kom að óþekktum, útdauðum dýrum. Cuvier gat út frá óverulegum hluta af torkennilegu dýri, svo sem beini, horni eða tönn, sem fannst í fornum jarðlögum, ráðið margt um líkamsbyggingu og lífsmáta þess.

Cuvier gerði sér að sjálfsögðu grein fyrir því að steingervingar ákveðinna dýra fylgjast oft að í fornu seti, og þar sem misgömul lög eru lítt röskuð innbyrðis, þannig að hin elstu eru neðst, bera steingervingarnir merki um því framandlegri lífheim sem lögin eru eldri. Af þessu lesa vísindamenn nútímans sögu lífsins, en Cuvier lagðist alfarið gegn öllum hugmyndum um þróun og leit á kenningar Lamarcks sem fánýta hugaróra. Hann taldi í þess stað að annað veifið hefðu gengið yfir ákveðna hluta heimsins gífurlegar náttúruhamfarir, sem eytt hafi öllu eða mestu lífi þar og ný lífsform komið í þess stað.

Litlir kærleikar voru með þeim prófessorunum, Lamarck og Cuvier. Verður sú saga ekki rakin hér, en vísað í svör á Vísindavefnum um Georges Cuvier eftir undirritaðan, sjá heimildaskrá.

Lamarck andaðist í París 18. desember 1829, 85 ára, hrumur og blindur. Fjölskylda hans var svo illa stödd fjárhagslega að hún varð að leita til Frönsku akademíunnar til að standast straum af útfararkostnaðinum. - Hatur Cuviers á Lamarck virðist hafa náð út yfir gröf og dauða. Eftirmæli hans um þennan kollega sinn voru svo rætin að þau fengust ekki birt í annálum Akademíunnar.

Heimildir:

Myndir:


1 Lögmálin fjögur, og athugasemdir við þau, eru sótt í Gribbin (op. cit.), bls. 166-167....