Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9466 svör fundust

category-iconLögfræði

Ef maður fæðist í Bandaríkjunum fær maður þá sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt?

Meginreglan um ríkisborgararétt er að hvert ríki ræður því sjálft hverjir séu ríkisborgarar þess. Tveimur meginaðferðum er beitt við að ákveða skilyrði ríkisborgararéttar; jus soli sem felur í sér að sá sem fæðist í ákveðnu landi er ríkisborgari þess og jus sanguinis sem byggir á blóðtengslum og felur því í sér að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vex skegg á fólki? Og hvernig virkar það?

Skegg vex, eins og allir vita, yfirleitt einungis á karlmönnum en ekki konum. Ástæða þess er að skeggvöxtur verður fyrir tilstilli karlhormóna, sem konur hafa yfirleitt einungis í mjög litlum mæli. Við kynþroska pilta hækkar magn karlhormóna í líkama þeirra sem aftur veldur því að þeim fer að lokum að vaxa ske...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er sogunarkraftur í tunglinu?

Við skiljum spurninguna svo að spyrjandi eigi við það sem oftast er kallað aðdráttarkraftur, og stutta svarið er JÁ! Allir hlutir verka á alla aðra hluti með aðdráttarkrafti sem við köllum öðru nafni þyngdarkraft. Þessi þyngdarkraftur frá tilteknum hlut fer annars vegar eftir massa hlutarins, það er að segja hv...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammihlaup?

Það sem hér fer á eftir á við sælgætishlaup sem kallast „Wine gum“ og margir þekkja, en gera má ráð fyrir að annað hlaup innihaldi nokkurn veginn það sama. Sælgætishlaup er aðallega gert úr gelatíni sem unnið er úr dýraafurðum, ásamt sykri eða öðrum sætuefnum, bragð- og litarefnum. Gelatín er lyktarlaust og br...

category-iconHugvísindi

Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?

Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta bakteríur stækkað og orðið eins stórar og menn?

Nei, bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn af þeirri meginástæðu að bakteríur sem eru aðeins ein fruma hafa ákveðna hámarksstærð. Bakteríur geta ekki orðið jafnstórar og menn. Eftir því sem lífverur urðu stærri í árdaga lífsins urðu þær að þróa með sér virkara flutningskerfi til að fá næringu og súre...

category-iconLífvísindi: almennt

Hví má ekki borða hráan kjúkling?

Matur sem mengaður er af örverum getur við neyslu valdið sjúkdómum. Ein þessara örvera er baktería sem kallast kampýlóbakter. Hún finnst víða í umhverfinu og getur borist í fólk eftir ýmsum leiðum, svo sem með menguðu vatni, hrámjólk, snertingu við gæludýr og menguðum matvælum. Hins vegar er talið að algengasta sm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?

Hamskipti (e. moulting) nefnist það þegar dýr kasta af sér ysta lagi húðar. Slíkt er mjög algengt meðal dýra en tekur á sig mismunandi myndir. Fuglar fella fjaðrir, spendýr fara úr hárum, til dæmis kettir og hundar á vorin og haustin, og eðlur og snákar losa sig við ysta lag skinnsins. Hamskipti hjá snákum eru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er hægt að fara spönn frá rassi? Hvað er átt við með því?

Orðið spönn er ákveðin mælieining ‛þriðjungur úr alin, bilið milli góma þumalfingurs og litlafingurs (eða vísifingurs) útglenntra’. Orðasambönd með spönn og rassi eru til í fleiri en einni gerð. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um að sjá ekki spönn úr rassi, það er að sjá nánast ekkert og er það úr ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?

Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...

category-iconHugvísindi

Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?

Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að sveifla pendúl í geimnum? Yrðu þá lengd hans og hraða takmörk sett, og gæti hann náð ljóshraða?

Svarið er já; það er hægt að sveifla pendúl í geimnum en þó ekki við þær aðstæður sem algengastar eru í geimferðum. Lengd og hraði eru aðeins háð svipuðum takmörkunum og hér við yfirborð jarðar. Hugsum okkur að í miðjum klefa í geimfari sé kúluliður sem pendúll er festur í, það er að segja létt stöng me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um simpansa?

Simpansar (Pan troglodytes) eru ein af fjórum tegundum svokallaðra stórapa (Pongidea). Simpansar lifa í regnskógum og savanna-skóglendi Afríku allt frá Gambíu austur til Viktoríuvatns og norðvesturhéraða Tansaníu. Þeir eru ein tegund en hún greinist í þrjár deilitegundir, sem eru: Pan troglodytes troglodytes (e. c...

Fleiri niðurstöður