Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2841 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að eyða úrani, eins og stundum heyrist sagt í fjölmiðlum?

Einfalda svarið við spurningunni er að það er ekki hægt að eyða úrani en það segir samt ekki alla söguna. Þess vegna er svarið við þessari spurningu í tveimur liðum. Einfalda svarið Líklega hefur spyrjanda komið spánskt fyrir sjónir að íslenskum fjölmiðlum verður stundum tíðrætt um að menn ætli að eyða úrani e...

category-iconBókmenntir og listir

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?

Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...

category-iconHeimspeki

Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?

Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær maður exem?

Áður hefur verið fjallað um exem og einkenni þess í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er exem og hver eru einkenni þess? en þar segir meðal annars að exem sé langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegundin og er einnig algengas...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er uppruni orðsins víkingur? Gæti verið að þessi „stétt“ fornmanna hafi komið frá Vík í Noregi?

Í held sinni hljóðar spurningin svona:Ég hef hvergi rekist á þá skýringu að starfsheitið „víkingur“ kunni að vera tilkomið vegna þess að upprunalega hafi þessi „stétt“ fornmanna komið frá, eða þeir lagt upp frá Vík í Noregi. Er mögulegt að þetta kunni að vera skýringin? Um uppruna orðanna víkingur og verknaðarh...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconUmhverfismál

Er kjarnorka umhverfisvæn?

Ef miðað er við útblástur gróðurhúsalofttegunda og annarrar mengunar er kjarnorka betri en flestir ef ekki allir aðrir núverandi orkugjafar. Hins vegar gerir hættan á kjarnorkuslysi og vandamál tengd geymslu geislavirks úrgangs úr kjarnorkuverum svarið við spurningunni flóknara. Ný kjarnorkuver eiga að vera örugg,...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?

Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...

category-iconHugvísindi

Hvað eru fornleifar?

Fornleifar eru það sem hefur orðið eftir frá gamalli tíð. Flest af því sem við höfum með höndum eyðist í tímans rás. Sumu er alls ekki ætlað að endast; við neytum matar og brennum kerti, föt endast sjaldan meira en í nokkur ár en aðrir hlutir geta enst í áratugi og jafnvel aldir, til dæmis hús og bækur. Hlutir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hefur íslensk flóra breyst í grófum dráttum frá landnámi?

Í stuttu máli þá breyttust magnhlutföll tegunda í flóru landsins mikið fyrst eftir landnám. Tegundum fjölgaði verulega og eru um 70-80 tegundir orðnar ílendar í dag, sem ekki voru í landinu fyrir landnám. Um 250 tegundir til viðbótar hafa borist til landsins utan ræktunar, en ekki náð að ílendast varanlega. Ekki e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?

Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í heilbrigðismálum Bandaríkjanna síðan Barack Obama varð forseti?

Þann 23. mars 2010 skrifaði Barack Obama, 44. forseti Bandaríkjanna, undir lög um sjúkratryggingar handa hinum almenna Bandaríkjamanni. Þetta er stór breyting á heilbrigðismálum í Bandaríkjunum, því áður voru sjúkratryggingar nær eingöngu aðgengilegar í gegnum atvinnurekendur. Hægt var að kaupa tryggingar á eigin ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er dyngjugos?

Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður. Myndun þeirra hér á landi hefur ver...

Fleiri niðurstöður