Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8054 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er eldský?

Eldský[1] (brímaský) er heitt, nánast glóandi flóð úr eldfjallagufum og gjósku sem geysist með ofsahraða (allt að 500 km/klst) niður hlíðar eldfjalls. Í eldgosi þeytist glóðheit eldfjallagufa upp úr gígnum. Vegna hitans er hún eðlisléttari en andrúmsloftið og stígur því upp — í Heklugosinu 1947 náði gosmökkur...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?

Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu....

category-iconJarðvísindi

Er einhver munur á gasmagni í kviku eftir tegund hennar?

Flest efnasambönd sem ætla verður að séu alltaf í eldfjallagasi eru þar í smáum mæli. Þess er þó að geta að eituráhrif sumra lofttegunda eru mikil þótt styrkur þeirra sé lítill. Reginmunur er á heildarmagni lofttegunda í mismunandi kvikum. Basalt er allajafna snautt af gasi (0,2-0,5%), en kísilrík kvika, svo sem r...

category-iconNæringarfræði

Af hverju bráðnar þeyttur rjómi ef hann stendur í stofuhita?

Þeytirjómi samanstendur aðallega af vatni og að minnsta kosti 36% fitu en í honum er einnig er að finna smávegis prótín (2,2%), mjólkursykur/kolvetni (2,9%), vítamín og steinefni. Mjólkurfitan er að megninu til blanda af þríglýseríðum (e. triglyceride) og er þau að finna í fitukúlum (e. fat globules) sem eru umluk...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar rithöfundur var Svava Jakobsdóttir og hver eru helstu höfundareinkenni hennar?

Í byrjun maí 1968 stóðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir kynningu á nýlegum skáldverkum eftir sex íslenska höfunda. Slíkir viðburðir voru ekki nýir af nálinni en að þessu sinni vakti athygli að allir rithöfundarnir voru konur. Ein þeirra kvenna sem stigu á stokk á kynningunni var Svava Jakobsdótti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.? Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar ví...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðlíking?

Hljóðlíking, sem einnig er nefnd hljóðgerving á íslensku, er orð sem myndað er með því að líkja eftir hljóði í náttúrunni. Einfalt dæmi um hljóðlíkingu er nafnorðið mjálm og sögnin mjálma. Orðin tvö líkjast hljóðinu sem kettir gefa frá sér og eru því hljóðlíking. Erlent fræðiheiti hljóðlíkingar er onomatopoeia, sa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?

Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ónæmisminni?

Hugtakið ónæmisminni er notað um þann hæfileika ónæmiskerfisins að geyma upplýsingar um fyrri ónæmisviðbrögð. Enska heitið er anamnesis en það kemur úr grísku og vísar til þess sem menn muna eða rifja upp.[1] Ónæmisminni er forsenda bólusetninga. Bóluefni geta verið unnin úr dauðum, óvirkum eða veikluðum sýklum...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða skaðleg áhrif hefur sætuefnið aspartam á líkamann?

Aspartam er selt undir nafninu Nutrasweet og er tilbúið efni sem finnst ekki í náttúrunni. Það er um 200 sinnum sætara en venjulegur sykur og á því byggist notkun efnisins. Aspartam er búið til úr tveimur amínósýrum en prótein eru einnig búin til úr amínósýrum. Þegar aspartam berst inn í líkamann klofnar það niður...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconVeðurfræði

Hvernig geta veðurfræðingar fundið út hvernig veðrið verður daginn eftir?

Veðurfræðin er sú vísindagrein sem fjallar um ástand og eðli lofthjúpsins. Þessi grein rekur uppruna sinn til loka 19. aldar, þegar varmafræði og straumfræði voru orðnar nægilega þroskuð fræði til að menn teldu sig geta beitt þeim á lofthjúpinn. Lengi vel voru bættar veðurspár þungamiðja þróunar á þessu vísindasvi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hversu miklu þyngra vegur fullhlaðin 1,5 volta rafhlaða en óhlaðin?

Spyrjandi hefur væntanlega fylgst vel með svörum okkar hér á Vísindavefnum. Hann veit að hlaðin rafhlaða býr yfir meiri orku en óhlaðin og vill því vita hver massamunurinn sé samkvæmt jöfnu EinsteinsE = m c2Þetta er allt saman alveg hárrétt hugsað: Samkvæmt þessu á orkumunur að svara til massamunar og öfugt. Hins ...

category-iconMannfræði

Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær?

Frá örófi alda hafa verið sagðar sögur af þjóðum sem stunda mannát. Þessum sögum fjölgaði mjög í kjölfar útþenslustefnu Vestur-Evrópuríkja frá og með 15. öld. Mannfræðingurinn William Arens setti fram þá kenningu í bók sinni The man-eating myth (1979) að þessar sögur hafi verið notaðar til þess að sýna fram á vill...

Fleiri niðurstöður