Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2665 svör fundust
Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?
Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til v...
Hvernig reikna ég hvað fer mikið vatn í baðkar og hvað er mikið vatn í sundlaug og hver er formúlan?
Hlutur sem er í laginu eins og rétthyrndur kassi nefnist einnig rétthyrndur samhliðungur á fræðimáli (e. rectangular parallelepiped). Hann hefur tiltölulega reglulega lögun og við þurfum aðeins þrjár tölur til að lýsa honum, lengd, breidd og hæð (l, b og h). Rúmmálið er einfaldlega margfeldi þessara talna:R = l &...
Hver eru helstu frumefni líkamans?
Helstu frumefni líkamans eru súrefni (O), kolefni (C), vetni (H) og nitur (N). Samtals eru þessi fjögur efni um 96% af heildarmassa líkamans. Ef við skoðum nánar hvar þau koma fyrir og hlutfall hvers efnis af heildar líkamsmassa er röðin eftirfarandi:Súrefni (O) 65,0% - Er í vatni og lífrænum efnum, nauðsynlegt fy...
Eru Thomas og Julian Huxley á vísindadagatalinu tengdir og sést Thomas á málverkinu í bakgrunni myndarinnar af Julian?
Enski líffræðingurinn Thomas H. Huxley (1825-1895) var föðurafi líffræðingsins Julians Huxley (1887-1975). Þeir eru báðir á vísindadagatali HÍ og Vísindavefsins fyrir árið 2011. Á myndinni af Julian sem birtist á vísindadagatalinu sést afi hans í bakgrunni á málverki. Á þessari síðu er hægt að skoða stórt eintak a...
Hvenær fæddist Múhameð?
Múhameð spámaður hét fullu nafni Abū al-Qāsim Muḥammad ibn ʿAbd Allāh ibn ʿAbd al-Muṭṭalib ibn Hāshim. Hann fæddist árið 570 í Mekka og lést 8. júní árið 632 í Medínu. Bænahús múslima kallast moskur. Þeir sem aðhyllast íslamstrú, það er múslimar, trúa á einn g...
Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram?
Algeng tegund títrunar er sýru-basa títrun. Til þess að skýra hvernig þessi tegund títrunar virkar verða eftirfarandi tvær sýrur notaðar. Í fyrsta lagi saltsýra, HCl(aq), og í öðru lagi brennisteinssýra, H2SO4(aq), en báðar verða títraðar með natrínhýdroxíð eða vítissódalausn, NaOH(aq). Efnhvarfið sem á sér st...
Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...
Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?
Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...
Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...
Hvað er að guðlasta?
Í 125. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum, segir svo:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.Orðabók M...
Hverjar eru helstu smitleiðir HPV-sýkinga og hverjir eru í mestri hættu á að smitast?
Nær allar rannsóknir um algengi og nýgengi HPV-sýkinga (e. Human Papillomavirus) benda til að aðaláhættan sé tengd fjölda kynlífsfélaga. Ungt fólk sem er mjög virkt kynferðislega er í mestri áhættu að fá HPV-sýkingu og er tíðnin hæst hjá ungmennum á aldrinum 18-28 ára.1,2 Áhættuþættir sem tengjast HPV-sýkingum hjá...
Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Thomas Robert Malthus var hagfræðingur og prestur. Hann fæddist í febrúar 1766 á sveitasetri föður síns í Surrey á Englandi og dó í desember 1834 í Bath á Englandi. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, David Ricardo og John Stuart Mill (1806-1873).1 Daniel Malthus (1...
Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?
Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarste...
Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?
Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...
Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?
Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...