Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4345 svör fundust
Ef andi byði manni þrjár óskir gæti maður þá óskað sér að fá 100 óskir?
Þessu getur eiginlega enginn svarað nema andinn sjálfur. Skapferli anda er mjög mismunandi eftir því sem við höfum heyrt og má því búast við að þeir mundu bregðast mjög misjafnlega við þessu. Sumir andar eru strangir og kannski geðvondir, hafa jafnvel sofið illa síðustu nótt (við höldum að andar sofi á nótt...
Hvaða áhrif hefur hrekkjavakan á hlutabréfamarkaði?
Því er til að svara að hrekkjavakan sem slík hefur líklega ekki merkjanleg áhrif á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Hins vegar er til vel þekkt mynstur í ávöxtun hlutabréfa sem kennt er við hrekkjavökuna. Það lýsir sér þannig að ávöxtun hlutabréfa á alþjóðamörkuðum er lakari sex mánuðina fram að hrekkjavökunni, það e...
Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...
Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?
Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Einar Árnason rannsakað?
Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði og stofnerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar einnig við Lífveru- og þróunarfræðideild Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Rannsóknir Einars snúast um krafta þróunar. Þeir eru náttúrlegt val sem leiðir oft til aðlögunar lífvera að umhve...
Hvaða ár var sex daga stríðið háð?
Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...
Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar. Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrst...
Geta mýs og rottur klifrað upp lóðrétta fleti?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta mýs og rottur klifrað upp lóðrétta fleti? Þarf maður að óttast að þessi dýr komist inn um opna glugga? Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Eru svartrottur með sogskálar?Af þeim fjórum tegundum nagdýra sem lifa eða hafa fundist hér á landi er svartrottan (Rattus...
Hvað geta mörgæsir lifað lengi?
Mörgæsir lifa mislengi eftir tegundum. Til dæmis lifa keisaramörgæsir, stærstu mörgæsir heims, venjulega í um 20 ár, en geta náð hærri aldri. Talið er að konungsmörgæsir, sem eru næst stærstu mörgæsir heims, verði 15-20 ára gamlar í sínu náttúrlega umhverfi en í haldi manna geta þær orðið allt að 30 ára. Afrískar...
Hvers konar fluga er 'Bombylius major' og finnst hún á Íslandi?
Tegundin Bombylius major eins og hún nefnist á fræðimáli kallast á íslensku loðfluga eða stóra loðfluga. Loðflugan er ekki býfluga en þróunin hefur búið svo um hnútana að hún líkist humlum. Það kallast hermun (e. mimicry) þegar tegundir líkjast nákvæmlega öðrum tegundum eða jafnvel hlutum og er tilgangurinn oftar ...
Voru hunangsflugur á Íslandi á tímum Jónasar Hallgrímssonar?
Jónas Hallgrímsson (1807-1845) var ekki síður mikilsvirtur náttúrufræðingur en skáld. Meðal annars skrifaði hann og þýddi á námsárum sínum greinar um náttúruvísindi. Jónas fór í fjölmargar rannsóknarferðir um Ísland, þá fyrstu árið 1837 þar sem hann safnaði sýnishornum og gerði ýmsar athuganir sem hann hélt til ha...
Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?
Hér er spyrjandi að vitna til teikningar ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) sem er að finna í skissubók hans. Hugmyndina að teikningunni er að finna í riti rómverska húsameistarans Vitrúvíusar (1. öld fyrir Krist) De architecture eða Um byggingarlistina. Í þriðju bók ritsins segir að e...
Hver fann upp straujárnið?
Engar heimildir eru til um það hvenær byrjað var að reyna að slétta tauefni með einhverjum aðferðum en það eru einhver þúsund ár síðan. Talið er að Kínverjar hafi verið fyrstir til að nota heita málmhluti til að strauja föt. Þeir notuðu opið málmílát með handfangi sem í voru sett heit kol. Ílátinu var svo strokið ...
Af hverju klæðast sumar íslamskar konur búrku, hvenær varð sá siður til?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er uppruni búrku, niqab og hijab og hver er munurinn á þessu þrennu? Af hverju klæða margar múslímskar konur sig í búrku, niqab og hijab? Arabíska orðið hijab er notað um eina tiltekna tegund slæðu sem margar múslimakonur bera. Það er einnig samheiti yfir allar gerðir af s...
Hvað gerði Japaninn Hideki Tojo í seinni heimsstyrjöldinni?
Hideki Tojo (東条英機) (1884-1948) var japanskur hershöfðingi sem gegndi einnig stöðu forsætisráðherra Japans á árunum 1941 til 1944. Hann var dæmdur til dauða af stríðsglæpadómstólnum í Tókýó og hengdur þann 23. desember 1948. Hideki Tojo fæddist í Tókýó þann 30. desember 1884. Faðir ha...