Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 351 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?

Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?

Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...

category-iconTrúarbrögð

Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?

María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?

Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...

category-iconÞjóðfræði

Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?

Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...

category-iconHeimspeki

Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða risasmokkfiskar stórir og hvað vita vísindamenn um lífshætti þeirra?

Risasmokkfiskar eru smokkfiskar (Architeuthidae) af ættkvíslinni Architeuthis. Alls hafa átta tegundir verið flokkaðar í þessa ættkvísl. Sumar þeirra geta orðið gríðarlega stórar eða allt að 13 metrar á lengd frá skrokkenda til enda lengri fálmaranna. Möttullinn sjálfur getur orðið tveir metrar á lengd þannig að l...

category-iconEfnafræði

Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?

Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Ana...

category-iconNæringarfræði

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?

Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...

category-iconFélagsvísindi almennt

Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?

Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast flóðbylgjur (tsunami)?

Í kjölfar jarðskjálftans mikla sem varð skammt frá eyjunni Súmötru í Indlandshafi á annan dag jóla 2004 og flóðbylgjunnar sem hann hratt af stað barst Vísindavefnum mikill fjöldi spurninga um flóðbylgjur. Hér er að finna svar við eftirtöldum spurningum:Hvernig verða flóðbylgjur (tsunami) til?Hver voru upptök flóðb...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta eldfjall í heimi?

Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconLæknisfræði

Hversu algengt er lungnakrabbamein?

Á Íslandi er lungnakrabbamein annað algengasta krabbameinið hjá konum og í fjórða sæti hjá körlum. Á árinu 2020 greindust í kringum 170 einstaklingar með meinið en sama ár lést 121 einstaklingur úr sjúkdómnum,[1] sem eru fleiri en samanlagður fjöldi þeirra sem lést úr brjósta-, blöðruháls- og ristilkrabbameini hér...

category-iconJarðvísindi

Hvar er mesta dýpi sjávar?

Mesta dýpi sjávar er í svokölluðum djúpálum. Djúpálar myndast á sökkbeltum þar sem úthafsfleki gengur undir meginlandsfleka eða annan úthafsfleka. Dýpsta djúpsjávarrennan er hinn svonefndi Maríana-djúpáll, um 2.550 km löng hálfmánalaga renna í vestanverðu Kyrrahafi um 200 km austur af Maríana-eyjum þar sem Kyrrah...

Fleiri niðurstöður