Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?

ÍDÞ

Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Anatole Demarçay (1852-1903). Demarçay grunaði að nýlega uppgötvað frumefni, samarín, væri mengað af óþekktu efni. Hann einangraði efnið árið 1901 og nefndi það evrópín eftir heimsálfunni Evrópu.

Við vitum ekki til þess að heiti evrópíns sé valið af einhverri tiltekinni ástæðu. Nokkur önnur frumefni draga nafn sitt af löndum og landsvæðum. Skandín (21Sc) er dregið af heitinu Skandinavía, gallín (31Ga) er nefnt eftir Galliu, sem var svæði í Vestur-Evrópu fyrr á tímum, german (32Ge) eftir Germaniu, það er Þýskaland, rúþen (44Ru) eftir latneska nafninu Ruthenia, það er Rússland, og fransín (87Fr) kennt við Frakkland. Ýmis fleiri frumefni eru kennd við borgir og þekkta vísindamenn.

Á evruseðlinum eru ýmsir öryggisþættir sem gera fölsurum erfitt um vik. Til dæmis má skoða seðlana undir útfjólubláu ljósi og hlutar seðlanna verða þá ýmist rauðir, bláir eða grænir. Rauði liturinn stafar af frumefninu evrópíni.

Evrópín finnst ekki eitt og sér í náttúrunni heldur ætíð með öðrum efnum. Í samanburði við önnur frumefni er evrópín lítið notað en notkun þess snýr nær eingöngu að svonefndri fosfórljómun (e. phosphorescence) sem efnið býr yfir. Efnið er til að mynda notað til að fá fram rauðan lit í sjónvörpum af gerðinni CRT (e. cathode ray tube) sem í daglegu tali kallast túbusjónvörp. Enn fremur er evrópín notað til að verjast fölsun á evruseðlum. Efni sem er sett í seðlana „örvast“ þegar lýst er á þá með útfjólubláu ljósi af ákveðinni bylgjulengd og jónir efnisins senda svo frá sér ljós af annarri bylgjulengd. Til dæmis er unnt að fá fram rauðan lit með notkun evrópíns með því að beina útfjólubláu ljósi með bylgjulengdinni 340 nm að efninu.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

16.5.2013

Spyrjandi

Friðrik Árni Halldórsson, f. 1995

Tilvísun

ÍDÞ. „Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2013. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=51361.

ÍDÞ. (2013, 16. maí). Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=51361

ÍDÞ. „Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2013. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=51361>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?
Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Anatole Demarçay (1852-1903). Demarçay grunaði að nýlega uppgötvað frumefni, samarín, væri mengað af óþekktu efni. Hann einangraði efnið árið 1901 og nefndi það evrópín eftir heimsálfunni Evrópu.

Við vitum ekki til þess að heiti evrópíns sé valið af einhverri tiltekinni ástæðu. Nokkur önnur frumefni draga nafn sitt af löndum og landsvæðum. Skandín (21Sc) er dregið af heitinu Skandinavía, gallín (31Ga) er nefnt eftir Galliu, sem var svæði í Vestur-Evrópu fyrr á tímum, german (32Ge) eftir Germaniu, það er Þýskaland, rúþen (44Ru) eftir latneska nafninu Ruthenia, það er Rússland, og fransín (87Fr) kennt við Frakkland. Ýmis fleiri frumefni eru kennd við borgir og þekkta vísindamenn.

Á evruseðlinum eru ýmsir öryggisþættir sem gera fölsurum erfitt um vik. Til dæmis má skoða seðlana undir útfjólubláu ljósi og hlutar seðlanna verða þá ýmist rauðir, bláir eða grænir. Rauði liturinn stafar af frumefninu evrópíni.

Evrópín finnst ekki eitt og sér í náttúrunni heldur ætíð með öðrum efnum. Í samanburði við önnur frumefni er evrópín lítið notað en notkun þess snýr nær eingöngu að svonefndri fosfórljómun (e. phosphorescence) sem efnið býr yfir. Efnið er til að mynda notað til að fá fram rauðan lit í sjónvörpum af gerðinni CRT (e. cathode ray tube) sem í daglegu tali kallast túbusjónvörp. Enn fremur er evrópín notað til að verjast fölsun á evruseðlum. Efni sem er sett í seðlana „örvast“ þegar lýst er á þá með útfjólubláu ljósi af ákveðinni bylgjulengd og jónir efnisins senda svo frá sér ljós af annarri bylgjulengd. Til dæmis er unnt að fá fram rauðan lit með notkun evrópíns með því að beina útfjólubláu ljósi með bylgjulengdinni 340 nm að efninu.

Heimildir:

Mynd:

...