Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5814 svör fundust
Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða, til dæmis að búa til vél sem getur það?
Samkvæmt afstæðiskenningunni ber allt að sama brunni um það að massi eða orka getur ekki farið hraðar en ljósið. Þetta kemur fram í ýmsum einstökum atriðum í kenningunni. Þegar takmarkaða afstæðiskenningin er byggð upp eða rökstudd frá grunni er venjulega byrjað á svokölluðum jöfnum Lorentz sem lýsa því hverni...
Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Hvenær var hinn svokallaði „nefskattur“ Margrétar Thatcher afnuminn?
Þangað til árið 1989 stóðu tveir tekjustofnar einkum undir rekstri breskra sveitarfélaga, annars vegar fasteignagjöld og hins vegar hlutdeild sveitarfélaganna í sköttum sem innheimtir voru af landstjórninni og úthlutað til sveitarfélaga eftir tilteknum reglum. Fasteignagjöldin áttu sér langa sögu, að minnsta kosti...
Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?
Ágreiningur er meðal líffræðinga hvort heildartegundafjöldi mörgæsa í heiminum sé 17 til 19. Flestir líffræðingar hallast að því að tegundirnar séu bara 17 og verður miðað við það í þessu svari. Tegundir eru: Aðalsmörgæs (Pygoscelis adeliae) Þessi tegund lifir á Suðurheimskautslandinu og nokkrum aðliggjandi eyj...
Hvar eru orkulindir?
Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Hvenær tengdist Ísland við Internetið?
Ísland tengdist hinu eiginlega Interneti þann 21. júlí árið 1989. Þann dag urðu fyrstu IP-samskiptin yfir tengingu ISnet frá Tæknigarði Háskóla Íslands til tengistöðvar NORDUnet í Danmörku. Internetvæðing landsins hófst þó nokkrum árum fyrr. Árið 1986 tengdist Hafrannsóknastofnunin EUnet, en það var eitt þeirr...
Er eitthvað til í fréttum um að getnaðarvarnarpillan Yasmin geti valdið blóðtappa?
Nýlega hafa birst fréttir af tilfellum um blóðtappa, og jafnvel dauðsfalla í kjölfarið, sem hugsanlega megi rekja til notkunar á getnaðarvarnarpillunni Yasmin. Það skal tekið fram að enn á eftir að rannsaka þessi tilfelli betur áður en upplýst er hver orsök þeirra er. Enn eru engar rannsóknir sem benda til þess að...
Er sólin kyrr? Ef svo er, hvað heldur henni þá fastri?
Þetta eru góðar spurningar og umhugsunarverðar. Stutta svarið við fyrri spurningunni er bæði já og nei; sólin er bæði kyrr og ekki kyrr eftir því við hvað er miðað. Öll hreyfing er afstæð, hún miðast við eitthvað, og þegar við segjum að einhver hlutur sé kyrr miðum við líka við eitthvað annað, utan hlutarins. K...
Tveir menn standa fyrir framan tvennar dyr. Annar mannanna lýgur alltaf en hinn segir alltaf satt. Aðrar dyrnar vísa þér á fjársjóð en hinar á hungrað ljón. Þú mátt spyrja einnar spurningar til að finna fjársjóðinn. Hver er spurningin?
Til eru fjölmörg afbrigði af þessari gátu. Mjög vinsælt er að leggja hana fyrir nema í rökfræði og heimspeki, eða bara gesti og gangandi, því svarið við henni er ekki augljóst og þarfnast nokkurrar útsjónarsemi. Þeir sem vilja reyna við gátuna ættu endilega að gera það, hinir sem vilja lesa áfram geta skrunað n...
Af hverju er svona hættulegt að eyða regnskógum, vaxa þeir ekki bara strax upp aftur?
Vissulega geta regnskógar vaxið aftur en það eru þó mörg vandamál fyrir hendi. Þó að regnskógar séu mjög frjósamir og hafi mikinn líffræðilegan fjölbreytileika, þá er jarðvegur þeirra einungis frjósamur í efstu 5 sentimetrunum. Eftir að skógurinn er ruddur helst frjósemin ekki lengi í jarðveginum sem skolast burtu...
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?
Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins...
Hvenær fóru menn að nota stóran staf í upphafi setninga og enda á punkti?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig og hvenær byrjuðu menn að rita á þann hátt að byrja setningar með stórum staf og enda þær á punkti? Greinarmerkið punktur (.) er upprunnið hjá Grikkjum um 200 fyrir Krist. Letur var þá hástafaletur og því engir litlir stafir. Yfirleitt var ekki haft bil á mil...