Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?

Magni Þór Pálsson

Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn er þess vegna annars eðlis en vatn.

Hægt er að nota vatn til að framleiða rafmagn eins og til dæmis í vatnsaflsvirkjun. Þá er stöðuorkan í vatninu beisluð og henni umbreytt í raforku. Vatn getur einnig leitt rafmagn. Hversu góður leiðari vatn er fer eftir hreinleika þess. Saltvatn inniheldur jónir og leiðir því rafmagn mun betur en ferskvatn. Saltvatn er hins vegar ekki fullkominn leiðari. Ef rafmagnslína dytti í hafið mundi svæðið umhverfis þann stað verða fyrir áhrifum, það er verða "rafmagnað". Viðnámið í vatninu mundi svo deyfa áhrifin og rafstraumurinn í vatninu myndi því ekki berast langar leiðir.

Þegar skammhlaup verður í rafmagnslínum leysir varnarbúnaður línunnar út rofa, sem staðsettir eru í tengivirkjunum á hvorum enda rafmagnslínunnar; línan verður þá rafmagnslaus. Á myndinni sést tengivirki.

Rafmagnið ætti að hætta að streyma frá rafmagnslínunni hálfri sekúndu eftir að hún lendir í vatni eða á jörðinni. Ástæðan fyrir þessu liggur í varnarbúnaðinum sem er á línunum. Háspennulínur liggja frá einu tengivirki til annars. Á hvorum enda línunnar, það er í tengivirkjunum, eru rofar sem notaðir eru til þess að aftengja línuna. Varnarbúnaðurinn er í flestum tilfellum búnaður sem mælir strauminn í línunni. Ef leiðari í línunni slitnar og fellur til jarðar eykst straumurinn skyndilega, því þá verður skammhlaup til jarðar. Varnarbúnaðurinn nemur það og leysir út rofann. Þetta er nákvæmlega sama og gerist hjá sjálfvirku öryggjunum í rafmagnstöflunni heima hjá þér. Það getur gerst að varnarbúnaðurinn leysi ekki út rofann ef skammhlaupsstraumurinn verður ekki nógu mikill. Þá getur verið hætta á ferðum.

Elding getur myndast þegar spennumunur milli jarðar og skýs verður það mikill að einangrunarstyrkur loftsins á milli nægir ekki og það myndast leiðandi rás. Ef svo illa vill til að elding lendi í fiskitorfu er mjög líklegt að einhverjir fiskar drepist. Áhrifin eru hins vegar mjög staðbundin og að auki er elding mjög skammvinnt fyrirbæri. Viðnám vatnsins mundi svo vinna gegn útbreiðslu rafmagnsins. Rafmagnið bærist því einungis stuttar leiðir og næði því ekki að drepa alla fiskana í sjónum.

Við eldingu flyst stöðurafmagn frá himninum að jörð. Rakt loft leiðir rafmagn mun betur en þurrt loft.

Rafleiðni í röku lofti er meiri en þurru og hjálpa rigningardroparnir þar til. Þrumuveður er, eins og kunnugt er, næsta fátítt í þurru veðri. En sem betur fer er rigning ekki samhangandi fyrirbæri. Miðað við stærð hvers regndropa er hlutfallslega mikil fjarlægð á milli þeirra. Það næst því að öllu jöfnu ekki að myndast leiðandi rás frá einum dropa til annars. Þar af leiðandi rafmagnast ekki allt loftið í rigningu.

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Ef að vatn leiðir rafmagn, myndi þá ekki allt hafið verða rafmagnað ef að rafmagns lína myndi detta í hafið? (Spyrjandi Jóhannes Ari Lárusson)
  • Af hverju deyja ekki allir fiskarnir þegar elding fer í vatn? (Spyrjandi Þormóður Bessi Kristjánsson)
  • Hvers vegna leiðir rigningarvatnið ekki rafmagnið úr eldingum til jarðar? (Spyrjandi Valdimar Jónsson)

Mynd:

Höfundur

Magni Þór Pálsson

lektor í raforkuverkfræði og sérfræðingur hjá Landsneti

Útgáfudagur

6.11.2013

Spyrjandi

Herdís Ágústa Linnet, Jóhannes Ari Lárusson, Þormóður Bessi Kristjánsson, Valdimar Jónsson

Tilvísun

Magni Þór Pálsson. „Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann? “ Vísindavefurinn, 6. nóvember 2013. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50735.

Magni Þór Pálsson. (2013, 6. nóvember). Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50735

Magni Þór Pálsson. „Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann? “ Vísindavefurinn. 6. nóv. 2013. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50735>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eiga vatn og rafmagn eitthvað sameiginlegt og verður sjórinn rafmagnaður ef rafmagnslína dettur ofan í hann?
Vatn og rafmagn eiga fátt sameiginlegt. Vatn (táknað H2O) er efnasamband og er vatnssameindin gerð úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Orðið rafmagn er hins vegar haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra, en rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn er þess vegna annars eðlis en vatn.

Hægt er að nota vatn til að framleiða rafmagn eins og til dæmis í vatnsaflsvirkjun. Þá er stöðuorkan í vatninu beisluð og henni umbreytt í raforku. Vatn getur einnig leitt rafmagn. Hversu góður leiðari vatn er fer eftir hreinleika þess. Saltvatn inniheldur jónir og leiðir því rafmagn mun betur en ferskvatn. Saltvatn er hins vegar ekki fullkominn leiðari. Ef rafmagnslína dytti í hafið mundi svæðið umhverfis þann stað verða fyrir áhrifum, það er verða "rafmagnað". Viðnámið í vatninu mundi svo deyfa áhrifin og rafstraumurinn í vatninu myndi því ekki berast langar leiðir.

Þegar skammhlaup verður í rafmagnslínum leysir varnarbúnaður línunnar út rofa, sem staðsettir eru í tengivirkjunum á hvorum enda rafmagnslínunnar; línan verður þá rafmagnslaus. Á myndinni sést tengivirki.

Rafmagnið ætti að hætta að streyma frá rafmagnslínunni hálfri sekúndu eftir að hún lendir í vatni eða á jörðinni. Ástæðan fyrir þessu liggur í varnarbúnaðinum sem er á línunum. Háspennulínur liggja frá einu tengivirki til annars. Á hvorum enda línunnar, það er í tengivirkjunum, eru rofar sem notaðir eru til þess að aftengja línuna. Varnarbúnaðurinn er í flestum tilfellum búnaður sem mælir strauminn í línunni. Ef leiðari í línunni slitnar og fellur til jarðar eykst straumurinn skyndilega, því þá verður skammhlaup til jarðar. Varnarbúnaðurinn nemur það og leysir út rofann. Þetta er nákvæmlega sama og gerist hjá sjálfvirku öryggjunum í rafmagnstöflunni heima hjá þér. Það getur gerst að varnarbúnaðurinn leysi ekki út rofann ef skammhlaupsstraumurinn verður ekki nógu mikill. Þá getur verið hætta á ferðum.

Elding getur myndast þegar spennumunur milli jarðar og skýs verður það mikill að einangrunarstyrkur loftsins á milli nægir ekki og það myndast leiðandi rás. Ef svo illa vill til að elding lendi í fiskitorfu er mjög líklegt að einhverjir fiskar drepist. Áhrifin eru hins vegar mjög staðbundin og að auki er elding mjög skammvinnt fyrirbæri. Viðnám vatnsins mundi svo vinna gegn útbreiðslu rafmagnsins. Rafmagnið bærist því einungis stuttar leiðir og næði því ekki að drepa alla fiskana í sjónum.

Við eldingu flyst stöðurafmagn frá himninum að jörð. Rakt loft leiðir rafmagn mun betur en þurrt loft.

Rafleiðni í röku lofti er meiri en þurru og hjálpa rigningardroparnir þar til. Þrumuveður er, eins og kunnugt er, næsta fátítt í þurru veðri. En sem betur fer er rigning ekki samhangandi fyrirbæri. Miðað við stærð hvers regndropa er hlutfallslega mikil fjarlægð á milli þeirra. Það næst því að öllu jöfnu ekki að myndast leiðandi rás frá einum dropa til annars. Þar af leiðandi rafmagnast ekki allt loftið í rigningu.

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Ef að vatn leiðir rafmagn, myndi þá ekki allt hafið verða rafmagnað ef að rafmagns lína myndi detta í hafið? (Spyrjandi Jóhannes Ari Lárusson)
  • Af hverju deyja ekki allir fiskarnir þegar elding fer í vatn? (Spyrjandi Þormóður Bessi Kristjánsson)
  • Hvers vegna leiðir rigningarvatnið ekki rafmagnið úr eldingum til jarðar? (Spyrjandi Valdimar Jónsson)

Mynd:

...