Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4509 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er ensím?

Ensím eru hvatar, upprunnir úr lifandi frumum, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Það er kallað efnahvörf þegar frumefni eða efnasambönd breytast í önnur, til dæmis: A -> B, það er að segja að efnin A breytast í efnin B. Orðið hvati (e. catalyst) er almennt heiti yfir efni sem auka hraða efnahvarfa án þess að e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju dó geirfuglinn út? Hve stór var stofninn við Ísland?

Geirfuglinn (Pinguinus impennis) var ákaflega algengur á Norður-Atlantshafi fyrr á öldum, meðal annars undan ströndum Íslands, Færeyja og Grænlands, á nyrstu eyjum Bretlandseyja og við Noreg og Kanada. Talið er að geirfuglar hafi verið margar milljónir áður en menn fóru að veiða þá í stórum stíl, en ekki er þó a...

category-iconHugvísindi

Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?

Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?

Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru verðbætur?

Með verðbótum er átt við að reynt er að taka tillit til breytinga á verðlagi þegar fjárupphæðir eru reiknaðar og bæta þeim sem á að fá fé verðlagsbreytingu þannig að hann geti keypt það sama fyrir féð með verðbótum og hann hefði getað keypt fyrir féð án verðbóta ef verðlag hefði ekkert breyst. Breytingar á verðlag...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta tegund allra fiska?

Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...

category-iconHugvísindi

Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?

Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónar skjaldarmerkið og fyrir hvað stendur hvert fyrirbæri á því?

Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um uppruna og merkingu skjaldarmerkisins og þá sérstaklega um landvættirnar fjórar. Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Á riddaratímanum urðu þau til að mynda vinsæl sem merking á her...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindin spáð eldgosum?

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...

category-iconHugvísindi

Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?

Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir „svartur Afgan“ í laginu „Afgan“ eftir Bubba Morthens?

Lagið Afgan eftir hinn þjóðþekkta söngvara Bubba Morthens kom fyrst út á plötunni Fingraför árið 1983. Textann við lagið má finna í heild sinni á heimasíðu Bubba, en fyrsta erindið hljóðar svona: Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann.Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?Svitinn pe...

category-iconHugvísindi

Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?

Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...

category-iconHugvísindi

Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?

Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr uppgötvaði Nikolai Przewalski fyrstur Vesturlandabúa?

Nikolai Mikhailovich Przewalski (1839 – 1888) er sennilega einn af merkari landkönnuðum vesturheims. Hann er maðurinn sem kom þá lítt þekktu landsvæði Mið-Asíu á kortið og gerði margar merkar uppgötvanir á lífríki svæðisins. Przewalski fór í nokkra stóra leiðangra á svæði sem nú tilheyra Úsbekistan, Kína og Mongól...

Fleiri niðurstöður