Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9469 svör fundust
Hvers vegna er fólk samkynhneigt? Er það aðferð náttúrunnar til að halda fólksfjölda í skefjum?
Ekki hefur tekist að finna neina eina skýringu á því hvers vegna fólk er samkynhneigt (eða gagnkynhneigt ef því er að skipta), enda hæpið að hægt sé að finna einhvern einn orsakaþátt til að útskýra jafn flókið og margþætt fyrirbæri og kynvitund og mannlegar þrár. Spurningin verður hinsvegar til í samfélagi gagnkyn...
Hver hefur mesta valdið í lýðræði?
Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita ...
Hvað eru hjartsláttartruflanir?
Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar. Hjartslætti er undir...
Hvers konar rit er Heimskringla?
Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...
Eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu, eða jafnvel loftsteini, heldur en að vinna stærsta vinninginn í Víkingalottói?
Þessari spurningu er ekki einhlítt að svara. Dæmi sem þetta sýna hversu snúið getur verið að beita líkinda- og tölfræði á gagnlegan hátt. Líkur þess að maður verði fyrir eldingu eru hvorki óháðar því hver hann er né hvað hann gerir, auk þess sem að ákveða þarf til hvaða tímabils er tekið. Að sama skapi er auðvelt ...
Hvernig verkar bandaríska skólakerfið og hvaða einkunnakerfi er notað?
Bandaríska skólakerfið er á margan hátt byggt öðru vísu upp en hið íslenska. Erfitt er að gera nákvæma grein fyrir því þar sem töluverður munur er á útfærslu milli mismunandi ríkja innan Bandaríkjanna. Þó má lýsa kerfinu í grófum dráttum miðað við það sem algengast er. Skólaganga í Bandaríkjunum hefst yfirleitt...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Gildir stjórnarskrá Íslands bara fyrir Íslendinga eða fyrir alla þá sem eru staddir á Íslandi?
Stjórnarskráin, líkt og önnur íslensk lög, gildir um alla þá sem staddir eru á íslensku yfirráðasvæði. Sum réttindi og skyldur samkvæmt lögum og stjórnarskrá eru hins vegar bundin tilteknum skilyrðum og getur íslenskt ríkisfang verið þeirra á meðal. Á það til dæmis við um kosningarétt við kosningar til Alþingis, s...
Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?
Hefð er fyrir því að skipta börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu í tvo flokka. Í öðrum þeirra eru jólasveinarnir en í hinum öll önnur börn Grýlu. Grýlubörn eru nefnd í ýmsum þulum og kvæðum frá fyrri tíð og vitað er um minnsta kosti 72 þeirra. Þekkt jólasveinanöfn eru aðeins fleiri eða 78. Heildarfjöldi barna Grýla er þ...
Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?
Aðferðir við töku ákvarðana, vægi atkvæða og reglur um aukinn meirihluta hafa alla tíð verið mjög til umræðu í ESB, ekki síst síðastliðin 10-15 ár eftir að menn sáu fram á verulega stækkun sambandsins. Flest nýju ríkin teljast til smáríkja og því hefur staða slíkra ríkja oft verið í brennipunkti umræðunnar. Mögule...
Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu?
Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um skaðleg áhrif rafsegulbylgna, svo sem frá GSM-símum, örbylgjuofnum, útvarpssendum og raflínum. Í þessu svari er fjallað um öll þessi efni í samhengi. Bylgjur frá útvarpssendum, símum og örbylgjuofnum eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, ...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Hvaða hlutverki gegnir brisið í líkamanum?
Briskirtillinn eða brisið er svolítið sérstakur kirtill þar sem hann er bæði útkirtill og innkirtill. Útkirtilshluti brissins eru kirtilblöðrur sem mynda brissafa og seyta honum út í brisgöng sem bera hann ofan í skeifugörnina. Á leiðinni í skeifugörnina sameinast brisgöng gallgöngum frá lifur. Brissafinn er g...
Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?
Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...
Er hægt að rækta kjöt á tilraunastofu?
Stutta svarið er já. Framfarir í frumulíffræði og erfðafræði hafa gert kjötræktun á tilraunastofu mögulega. Stofnfrumur dýra (til dæmis nautgripa) eru einangraðar og þeim gefin næring og svokallaðir vaxtarþættir. Þættirnir hvetja frumurnar til þess að þroskast í vöðva- og fitufrumur. Úr slíkum tilraunum hefur frum...