Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2453 svör fundust
Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?
Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...
Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...
Hverjar eru helstu ástæður landnáms?
Landnám köllum við það þegar fólk eða dýr setjast að þar sem þau hafa ekki verið áður. Í þessu svari verður fjallað um ástæður þess að fólk nemur land og tekin dæmi bæði af því þegar fólk nemur óbyggt land – eins og gerðist á Íslandi í lok 9. aldar – og þegar það ryður úr vegi fyrri íbúum og byggir nýtt samfélag a...
Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...
Hvað er segultímatal og hvernig er það notað?
Í stuttu máli. Segulsvið jarðar (1. mynd) hefur umskautast „ótal sinnum“, síðast fyrir um 780 þúsund árum (2. mynd), og sennilega lengst af frá örófi alda. Segulstefnan á hverjum tíma er skráð (bundin) í bergið sem þá var að myndast, ekki síst í basalti hafsbotnanna og ofansjávar í hraunlögum. Segultalið sjálft v...
Hvernig er dýralífið í Bretlandi?
Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...
Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?
Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...
Hver var Marie-Sophie Germain og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Marie-Sophie Germain fæddist í París 1. apríl 1776. Hún var ein þriggja dætra velstæðra hjóna, Ambroise-Francois og Marie Germain. Faðir hennar var silkikaupmaður, áhrifamaður í stjórnmálum og síðar bankastjóri í Frakklandsbanka. Heimilið stóð opið þeim sem aðhylltust þjóðfélagsbreytingar í frjálsræðisátt, svo ung...
Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Rétt eins og hefð er orðin að segja að Bach, Mozart og Beethoven séu mestu tónskáld sögunnar, án þess að samkomulag sé um hver eigi fjórða sætið, er löngu orðið til siðs að nefna Arkimedes, Newton og Gauss sem þrjá mestu stærðfræðinga allra tíma. Gauss var þegar í lifanda lífi kallaður princeps mathematicorum, sem...
Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?
Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...
Benda nýjustu rannsóknir til þess að ivermectin gagnist sem meðferð við COVID-19?
Í núverandi heimsfaraldri COVID-19 (sem orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2) hefur, þrátt fyrir fjölda lyfjarannsókna, verið skortur á góðum meðferðarúrræðum. Til þessa hafa rannsóknir aðeins sýnt ávinning af örfáum lyfjum - þau helstu eru sykursterar (e. glucocorticoids, þá aðallega dexametasón), einstofna móte...
Hvað er upplýsingaóreiða?
Hugtakið upplýsingaóreiða (e. information disorder) hefur verið áberandi undanfarin ár og þá oft í samhengi við kosningar, alþjóðastjórnmál og stríð. Algengt er að sjá dæmi um upplýsingaóreiðu þegar hagsmunir eru miklir og mál umdeild. Hugtakinu er gjarnan skipt í þrennt: Misupplýsingar (e. misinformation): Röngu...
Hvað eru vísindi?
Vísindin eru líklega það svið mannlegrar starfsemi sem hefur haft hvað mest áhrif á líf manna undanfarnar tvær til þrjár aldir. Án vísinda væru engir símar, engar flugvélar og engar tölvur. Geimflaugar væru ekki til og menn hefðu því aldrei farið út fyrir himinhvolf jarðar, hvað þá stigið fæti á tunglið. Ótal smit...
Við hvað störfuðu Íslendingar 1918?
Árið 1918 var meirihluti Íslendinga enn bændur og sjómenn sem sóttu af kappi í gögn lands og sjávar, en einnig var talsvert af fólki sem vann við heimilisþjónustu hjá öðrum. Værir þú uppi á þessum tíma er því líklegt að þú ynnir við landbúnaðarstörf, fiskveiðar og fiskvinnslu eða vinnumennsku sem innanhúshjú. Í þe...
Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...