Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er dýralífið í Bretlandi?

Jón Már Halldórsson

Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna.

Á síðastliðnum öldum hefur manninum tekist að útrýma mörgum stærstu spendýrategundum eyjanna, svo sem skógarbirni (Ursus arctos), úlfi (Canis lupus) og villisvíni (Sus scrofa) en villisvín hafa reyndar verið flutt að nýju á eyjarnar.

Rannsókn breska umhverfisráðuneytisins sýnir að frá upphafi iðnvæðingar, sem varð á fyrri hluta 19. aldar, hafa 100 dýrategundir dáið út á eyjunum en það er tæplega 100 sinnum hærri tíðni en telst vera náttúrulegur útrýmingarhraði.

Rauðrefir (Vulpes vulpes).

Sumar tegundir, eins og spörfuglar, eru orðnar sjaldgæfari og búsvæði margra spendýrategunda hafa spillst. Öðrum tegundum hefur tekist að aðlagast þessum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfi eyjanna, það er aukinni borgarmyndun og eyðingu skóga þegar landi er breytt í akurlendi.

Sumum tegundum hefur þó farnast vel en þar mætti nefna rauðrefinn (Vulpes vulpes) og brúnrottuna (Rattus norvegicus), auk trjádúfunnar (Columba palumbus). Enginn veit hver fjöldi brúnrotta er á Bretlandseyjum en sjálfsagt telst fjöldinn hlaupa á tugum milljóna dýra. Hvað varðar rauðref þá er talið að fjöldi þeirra sem vitja Lundúnaborgar á hverju kvöldi sé um 10 þúsund. Heildarfjöldi þeirra á Bretlandseyjum öllum er sennilega um hálf milljón að hausti en afföllin eru að sama skapi geysileg. Veiðitölur sýna að um 80 þúsund refir séu drepnir en annar eins fjöldi verður undir bílum. Enn fremur eru hundar taldir drepa um 50 þúsund refi.

Hér fyrir neðan má svo lesa meira um dýralíf á Bretlandi:

Froskdýr

Til náttúrulegra froskdýra Bretlandseyja teljast 7 tegundir. Nokkrar aðrar tegundir hafa náð að festa rætur á eyjunum vegna atbeina mannsins. Froskur sem á ensku er kallaður common frog (Rana temporaria) telst vera algengastur en hann finnst á fjölbreytilegu búsvæði víða á Stóra-Bretlandi. Stofnstærðarrannsóknir sýna að heildarfjöldi þessara froska sé um 16 milljónir einstaklinga. Engin þessara 7 tegunda telst vera í útrýmingarhættu.

Skriðdýr

Líkt og á öðrum tempruðum svæðum jarðar er tegundafjölbreytileiki skriðdýra á Bretlandseyjum mjög lítill. Algengustu skriðdýrin eru naðra (Vipera berus) og grassnákur (Natrix natrix). Þriðja tegundin heitir á ensku smooth snake (Coronella austriaca). Þrjár tegundir eðla lifa á Bretlandseyjum og leðurbakur (Dermochelys coriacea) á það til að finnast í sjónum umhverfis eyjarnar.

Spendýr

Stórspendýrafánan á Bretlandseyjum er mjög fábreytt. Úlfurinn (Canis lupus), sem samkvæmt aldagömlum saxneskum heimildum var mjög algengur á eyjunum, virðist hafa verið álíka stórvaxinn og heimskautaúlfar. Talið er að fækkun villibráðar og skipulögð útrýming úlfsins, hafi valdið útdauða hans á eyjunum. Síðustu úlfarnir hafa að öllum líkindum verið drepnir í Skotlandi árið 1743. Skógarbjörninn (Ursus arctos) hlaut sömu örlög og úlfurinn en hvarf mun fyrr eða vel fyrir árið 1000.

Rauðhjörtur (Cervus elaphus).

Nokkrar tegundir spendýra sem áður hafði verið útrýmt hafa verið fluttar aftur til eyjanna og náð góðri fótfestu að nýju. Þetta eru aðallega tegundir af dádýraætt, svo sem rauðhjörtur (Cervus elaphus) sem er stærstur allra landspendýra Bretlandseyja. Rauðhjörturinn er algengur víða um England, Skotland og Írland. Annað upprunalegt spendýr sem hefur náð fótfestu á eyjunum að nýju er rádýr (Capreolus capreolus).

Þriðja dádýrategundin sem finnst víða á eyjunum kallast á ensku fallow deer en þessi tegund er ekki upprunaleg á eyjunum heldur var flutt þangað frá Frakklandi seint á 11. öld. Fjórða dádýrategundin sem finnst á eyjunum er Sikha-hjörturinn (Cervus nippon) sem er uppruninn frá Japan. Þessi smávaxna hjartartegund er sérstaklega algeng í Skotlandi og þá helst í Peeblesshire þar í landi.

Nokkrar tegundir skordýraæta (Insectivora) finnast á Bretlandseyjum. Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europaeus) er sjálfsagt kunnastur þessara dýra en hann finnst um allar eyjarnar og er einnig tíður gestur í görðum, þorpum og í bæjum. Önnur áberandi tegund er moldvarpa sem getur valdið miklum skaða í görðum. Þá er vert er að minnast á snjáldrur sem finnast víða á óröskuðum svæðum á eyjunum. Ein sérstæðust þeirra er dvergsnjáldran (Sorex minutus) sem er meðal minnstu spendýrategunda í heiminum.

Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europaeus).

Alls finnast að staðaldri fjórtán tegundir leðurblaka (Chiroptera) á Bretlandseyjum. Algengust og smávöxnust er tegund sem á ensku nefnist common pipistrelle en hefur verið kölluð dvergleðurblaka (Pipistrellus pipistrellus) á íslensku. Þessi smávaxna leðurblökutegund sem vegur aðeins 4-8 grömm og er rúmir 4 cm á lengd hefur aðlagast mjög vel röskuðum svæðum.

Nagdýr eru algeng á Bretlandseyjum. Fyrst skal nefna brúnrottuna (Rattus norvegicus) sem er, líkt og í öðrum borgarsamfélögum, mjög algeng og án efa algengasta spendýrið í stórborgum Bretlands! Mjög hefur dregið úr stofnstærð margra annarra tegunda nagdýra vegna búsvæðaeyðingar.

Tvær tegundir íkorna finnast í villtri náttúru Bretlandseyja, önnur upprunaleg en hin aðflutt. Þetta eru gráíkorni (Sciurus carolinensis) sem er uppruninn í Norður-Ameríku og var fluttur til Evrópu, meðal annars Bretlands, upp úr miðri 19. öld og rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem hefur á síðustu áratugum orðið sífellt fágætari vegna samkeppninnar við hinn stærri og sterkari frænda sinn úr vestrinu. Rauðíkorninn var áður fyrr algengur um allt Stóra-Bretland en finnst nú aðeins í Skotlandi og á Norðaustur-Englandi. Hins vegar „blómstrar“ gráíkornin á eyjunum og telja vísindamenn að heildarstofnstærð hans á Bretlandseyjum sé um tvær og hálf miljón dýra.

Á þessu útbreiðslukorti sést glögglega hvernig rauðíkorninn hefur orðið undir í baráttu sinni við gráíkornann en gráíkorninn finnst nú um allt England á meðan rauðíkorninn hefur flúið norður eftir til Skotlands.

Þegar keyrt er um breskar sveitir er sennilega mestar líkur á því að reka augun í kanínur eða héra. Það sem er merkilegt er að þessar tegundir, það er evrópska kanínan (Oryctolagus cuniculus) og brúnhéri (Lepus europaeus), eru ekki náttúrulegir meðlimir breskrar fánu þó þeir teljist nú vera orðnir fullgildir meðlimir í henni en þessar tegundir voru fluttar til eyjanna á tímum hernáms Rómverja fyrir tæpum tvö þúsund árum síðan. Af nögurum er einn upprunalegur meðlimur. Þetta er fjallahéri (Lepus timidus) sem finnst nú aðeins í Skotlandi.

Kunnasta rándýr Bretlandseyja er skoski villikötturinn sem finnst aðeins í skosku hálöndunum. Fjöldi annarra smávaxinna rándýra, meðal annars víslur, greifingjar og hreysikettir (Mustela putorius) teljast til fánu eyjanna. Hér áður fyrr lifðu stærri tegundir eins og úlfur og skógarbjörn en þeim var útrýmt af eyjunum eins og áður hefur komið fram.

Fuglar

Fuglafána Bretlandseyja er mjög í ætt við hina paleóarktísku fánu Evrasíu. Fjöldi varpfuglategunda er færri en til dæmis í Frakklandi, en sem dæmi mætti nefna kragalævirkjann (Galerida cristata), sem er varpfugl í norðurhluta Frakklands, en honum hefur ekki tekist að nema land á eyjunum. Fjöldi tegunda sem verpa að staðaldri á Bretlandseyjum eru tæplega 250 talsins en 595 tegundir eru á lista yfir tegundir sem hafa sést á eyjunum.

Hnúðsvanur (Cygnus olor).

Andfuglar (Anatidae) eru algengir á Bretlandseyjum. Alls hefur sést til 55 tegunda og í kringum 20 tegundir verpa reglulega eða óreglulega þar. Stærstur varpfugla eyjanna er hnúðsvanur (Cygnus olor). Önnur svanategund verpir sjaldan á Bretlandseyjum en er algengur vetrargestur þar. Þetta eru álftir (Cygnus cygnus) sem verpa hér á landi en stærstur hluti stofnsins fer til Bretlandseyja á haustin. Tegundir af orraætt (Tetraonidae) settu áður fyrr mjög svip sinn á villta náttúru Bretlandseyja. Í dag má finna fjórar tegundir á eyjunum og má helst nefna orrann (Tetrao tetrix) og fjallarjúpu (Lagopus muta), sem finnst einnig hér á landi, auk þess hinn einlenda rauðorra (Lagopus lagopus scotica).

Hegrar (Ardeidae) eiga sér nokkra fulltrúa á Bretlandseyjum. Alls verpa sjö tegundir af þessari ætt á eyjunum en sex aðrar tegundir hafa fundist þar sem flækingar. Gráhegri (Ardea cinerea) er meðal varpfugla og er mjög áberandi í votlendi Bretlandseyja. Hann er bæði staðfugl og einnig koma að hausti fuglar, meðal annars frá Skandinavíu en nokkrir slíkir flækjast hingað til lands að hausti og hafa hér vetursetu. Bjarthegri (Egretta garzetta) er önnur tegund sem verpir á eyjunum en kúfhegrinn (Bubulcus ibis), sem er áberandi í sunnanverðri Afríku en þar má sjá hann hjá vatnabufflum (Bubalus bubalis) og öðrum hjarðdýrum, er nýlega farinn að verpa á Bretlandseyjum. Kúfhegrinn hefur verið í geysilegri útbreiðslu á heimsvísu. Hann hóf að verpa í Ameríku árið 1933, þá í Brasilíu, og hefur verið að fikra sig norður eftir álfunni og var kominn að vötnunum miklu við landamæri Bandaríkjanna og Kanada árið 1970. Á Bretlandi var varp hans fyrst staðfest árið 2008 og ári síðar varp hans á Írlandi. Annar hegri sem telst vera með nýjustu varpfuglum Bretlandseyja er mjallhegri (Ardea alba) sem hafði áður verið tíður flækingur en varp var fyrst staðfest vorið 2012.

Trölladoðra (Otis tarda).

Af ránfuglum (Falconiformes) hafa fundist 27 tegundir, meðal annars 10 tegundir fálka (Falco spp.) en af þeim verpa 4 tegundir á eyjunum, förufálki (Falco peregrinus), smyrill (F. columbarius), gunnfálki (F. subbuteo) og turnfálki (F. tinnunculus).

Af öðrum fuglum má nefna grátrönu (Grus grus). Enn fremur trölladoðran (Otis tarda) sem áður fyrr fannst á eyjunum en var ofveidd og að endingu útdauða hefur nýlega verið flutt aftur þangað í tilraun til að koma á fót stofni. Þetta telst vera stærsti varpfugl eyjanna en karlfuglarnir geta orðið allt að 13 kg að þyngd.

Vert er að minnast á að gefnar hafa verið út fjölmargar bækur um dýralíf Bretlandseyja og telst þetta svar einungis vera inngangur að annars heillandi dýralífi eyjanna.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.11.2012

Spyrjandi

Malen, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralífið í Bretlandi?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2012, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62729.

Jón Már Halldórsson. (2012, 13. nóvember). Hvernig er dýralífið í Bretlandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62729

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er dýralífið í Bretlandi?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2012. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62729>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralífið í Bretlandi?
Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna.

Á síðastliðnum öldum hefur manninum tekist að útrýma mörgum stærstu spendýrategundum eyjanna, svo sem skógarbirni (Ursus arctos), úlfi (Canis lupus) og villisvíni (Sus scrofa) en villisvín hafa reyndar verið flutt að nýju á eyjarnar.

Rannsókn breska umhverfisráðuneytisins sýnir að frá upphafi iðnvæðingar, sem varð á fyrri hluta 19. aldar, hafa 100 dýrategundir dáið út á eyjunum en það er tæplega 100 sinnum hærri tíðni en telst vera náttúrulegur útrýmingarhraði.

Rauðrefir (Vulpes vulpes).

Sumar tegundir, eins og spörfuglar, eru orðnar sjaldgæfari og búsvæði margra spendýrategunda hafa spillst. Öðrum tegundum hefur tekist að aðlagast þessum miklu breytingum sem orðið hafa á umhverfi eyjanna, það er aukinni borgarmyndun og eyðingu skóga þegar landi er breytt í akurlendi.

Sumum tegundum hefur þó farnast vel en þar mætti nefna rauðrefinn (Vulpes vulpes) og brúnrottuna (Rattus norvegicus), auk trjádúfunnar (Columba palumbus). Enginn veit hver fjöldi brúnrotta er á Bretlandseyjum en sjálfsagt telst fjöldinn hlaupa á tugum milljóna dýra. Hvað varðar rauðref þá er talið að fjöldi þeirra sem vitja Lundúnaborgar á hverju kvöldi sé um 10 þúsund. Heildarfjöldi þeirra á Bretlandseyjum öllum er sennilega um hálf milljón að hausti en afföllin eru að sama skapi geysileg. Veiðitölur sýna að um 80 þúsund refir séu drepnir en annar eins fjöldi verður undir bílum. Enn fremur eru hundar taldir drepa um 50 þúsund refi.

Hér fyrir neðan má svo lesa meira um dýralíf á Bretlandi:

Froskdýr

Til náttúrulegra froskdýra Bretlandseyja teljast 7 tegundir. Nokkrar aðrar tegundir hafa náð að festa rætur á eyjunum vegna atbeina mannsins. Froskur sem á ensku er kallaður common frog (Rana temporaria) telst vera algengastur en hann finnst á fjölbreytilegu búsvæði víða á Stóra-Bretlandi. Stofnstærðarrannsóknir sýna að heildarfjöldi þessara froska sé um 16 milljónir einstaklinga. Engin þessara 7 tegunda telst vera í útrýmingarhættu.

Skriðdýr

Líkt og á öðrum tempruðum svæðum jarðar er tegundafjölbreytileiki skriðdýra á Bretlandseyjum mjög lítill. Algengustu skriðdýrin eru naðra (Vipera berus) og grassnákur (Natrix natrix). Þriðja tegundin heitir á ensku smooth snake (Coronella austriaca). Þrjár tegundir eðla lifa á Bretlandseyjum og leðurbakur (Dermochelys coriacea) á það til að finnast í sjónum umhverfis eyjarnar.

Spendýr

Stórspendýrafánan á Bretlandseyjum er mjög fábreytt. Úlfurinn (Canis lupus), sem samkvæmt aldagömlum saxneskum heimildum var mjög algengur á eyjunum, virðist hafa verið álíka stórvaxinn og heimskautaúlfar. Talið er að fækkun villibráðar og skipulögð útrýming úlfsins, hafi valdið útdauða hans á eyjunum. Síðustu úlfarnir hafa að öllum líkindum verið drepnir í Skotlandi árið 1743. Skógarbjörninn (Ursus arctos) hlaut sömu örlög og úlfurinn en hvarf mun fyrr eða vel fyrir árið 1000.

Rauðhjörtur (Cervus elaphus).

Nokkrar tegundir spendýra sem áður hafði verið útrýmt hafa verið fluttar aftur til eyjanna og náð góðri fótfestu að nýju. Þetta eru aðallega tegundir af dádýraætt, svo sem rauðhjörtur (Cervus elaphus) sem er stærstur allra landspendýra Bretlandseyja. Rauðhjörturinn er algengur víða um England, Skotland og Írland. Annað upprunalegt spendýr sem hefur náð fótfestu á eyjunum að nýju er rádýr (Capreolus capreolus).

Þriðja dádýrategundin sem finnst víða á eyjunum kallast á ensku fallow deer en þessi tegund er ekki upprunaleg á eyjunum heldur var flutt þangað frá Frakklandi seint á 11. öld. Fjórða dádýrategundin sem finnst á eyjunum er Sikha-hjörturinn (Cervus nippon) sem er uppruninn frá Japan. Þessi smávaxna hjartartegund er sérstaklega algeng í Skotlandi og þá helst í Peeblesshire þar í landi.

Nokkrar tegundir skordýraæta (Insectivora) finnast á Bretlandseyjum. Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europaeus) er sjálfsagt kunnastur þessara dýra en hann finnst um allar eyjarnar og er einnig tíður gestur í görðum, þorpum og í bæjum. Önnur áberandi tegund er moldvarpa sem getur valdið miklum skaða í görðum. Þá er vert er að minnast á snjáldrur sem finnast víða á óröskuðum svæðum á eyjunum. Ein sérstæðust þeirra er dvergsnjáldran (Sorex minutus) sem er meðal minnstu spendýrategunda í heiminum.

Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europaeus).

Alls finnast að staðaldri fjórtán tegundir leðurblaka (Chiroptera) á Bretlandseyjum. Algengust og smávöxnust er tegund sem á ensku nefnist common pipistrelle en hefur verið kölluð dvergleðurblaka (Pipistrellus pipistrellus) á íslensku. Þessi smávaxna leðurblökutegund sem vegur aðeins 4-8 grömm og er rúmir 4 cm á lengd hefur aðlagast mjög vel röskuðum svæðum.

Nagdýr eru algeng á Bretlandseyjum. Fyrst skal nefna brúnrottuna (Rattus norvegicus) sem er, líkt og í öðrum borgarsamfélögum, mjög algeng og án efa algengasta spendýrið í stórborgum Bretlands! Mjög hefur dregið úr stofnstærð margra annarra tegunda nagdýra vegna búsvæðaeyðingar.

Tvær tegundir íkorna finnast í villtri náttúru Bretlandseyja, önnur upprunaleg en hin aðflutt. Þetta eru gráíkorni (Sciurus carolinensis) sem er uppruninn í Norður-Ameríku og var fluttur til Evrópu, meðal annars Bretlands, upp úr miðri 19. öld og rauðíkorni (Sciurus vulgaris) sem hefur á síðustu áratugum orðið sífellt fágætari vegna samkeppninnar við hinn stærri og sterkari frænda sinn úr vestrinu. Rauðíkorninn var áður fyrr algengur um allt Stóra-Bretland en finnst nú aðeins í Skotlandi og á Norðaustur-Englandi. Hins vegar „blómstrar“ gráíkornin á eyjunum og telja vísindamenn að heildarstofnstærð hans á Bretlandseyjum sé um tvær og hálf miljón dýra.

Á þessu útbreiðslukorti sést glögglega hvernig rauðíkorninn hefur orðið undir í baráttu sinni við gráíkornann en gráíkorninn finnst nú um allt England á meðan rauðíkorninn hefur flúið norður eftir til Skotlands.

Þegar keyrt er um breskar sveitir er sennilega mestar líkur á því að reka augun í kanínur eða héra. Það sem er merkilegt er að þessar tegundir, það er evrópska kanínan (Oryctolagus cuniculus) og brúnhéri (Lepus europaeus), eru ekki náttúrulegir meðlimir breskrar fánu þó þeir teljist nú vera orðnir fullgildir meðlimir í henni en þessar tegundir voru fluttar til eyjanna á tímum hernáms Rómverja fyrir tæpum tvö þúsund árum síðan. Af nögurum er einn upprunalegur meðlimur. Þetta er fjallahéri (Lepus timidus) sem finnst nú aðeins í Skotlandi.

Kunnasta rándýr Bretlandseyja er skoski villikötturinn sem finnst aðeins í skosku hálöndunum. Fjöldi annarra smávaxinna rándýra, meðal annars víslur, greifingjar og hreysikettir (Mustela putorius) teljast til fánu eyjanna. Hér áður fyrr lifðu stærri tegundir eins og úlfur og skógarbjörn en þeim var útrýmt af eyjunum eins og áður hefur komið fram.

Fuglar

Fuglafána Bretlandseyja er mjög í ætt við hina paleóarktísku fánu Evrasíu. Fjöldi varpfuglategunda er færri en til dæmis í Frakklandi, en sem dæmi mætti nefna kragalævirkjann (Galerida cristata), sem er varpfugl í norðurhluta Frakklands, en honum hefur ekki tekist að nema land á eyjunum. Fjöldi tegunda sem verpa að staðaldri á Bretlandseyjum eru tæplega 250 talsins en 595 tegundir eru á lista yfir tegundir sem hafa sést á eyjunum.

Hnúðsvanur (Cygnus olor).

Andfuglar (Anatidae) eru algengir á Bretlandseyjum. Alls hefur sést til 55 tegunda og í kringum 20 tegundir verpa reglulega eða óreglulega þar. Stærstur varpfugla eyjanna er hnúðsvanur (Cygnus olor). Önnur svanategund verpir sjaldan á Bretlandseyjum en er algengur vetrargestur þar. Þetta eru álftir (Cygnus cygnus) sem verpa hér á landi en stærstur hluti stofnsins fer til Bretlandseyja á haustin. Tegundir af orraætt (Tetraonidae) settu áður fyrr mjög svip sinn á villta náttúru Bretlandseyja. Í dag má finna fjórar tegundir á eyjunum og má helst nefna orrann (Tetrao tetrix) og fjallarjúpu (Lagopus muta), sem finnst einnig hér á landi, auk þess hinn einlenda rauðorra (Lagopus lagopus scotica).

Hegrar (Ardeidae) eiga sér nokkra fulltrúa á Bretlandseyjum. Alls verpa sjö tegundir af þessari ætt á eyjunum en sex aðrar tegundir hafa fundist þar sem flækingar. Gráhegri (Ardea cinerea) er meðal varpfugla og er mjög áberandi í votlendi Bretlandseyja. Hann er bæði staðfugl og einnig koma að hausti fuglar, meðal annars frá Skandinavíu en nokkrir slíkir flækjast hingað til lands að hausti og hafa hér vetursetu. Bjarthegri (Egretta garzetta) er önnur tegund sem verpir á eyjunum en kúfhegrinn (Bubulcus ibis), sem er áberandi í sunnanverðri Afríku en þar má sjá hann hjá vatnabufflum (Bubalus bubalis) og öðrum hjarðdýrum, er nýlega farinn að verpa á Bretlandseyjum. Kúfhegrinn hefur verið í geysilegri útbreiðslu á heimsvísu. Hann hóf að verpa í Ameríku árið 1933, þá í Brasilíu, og hefur verið að fikra sig norður eftir álfunni og var kominn að vötnunum miklu við landamæri Bandaríkjanna og Kanada árið 1970. Á Bretlandi var varp hans fyrst staðfest árið 2008 og ári síðar varp hans á Írlandi. Annar hegri sem telst vera með nýjustu varpfuglum Bretlandseyja er mjallhegri (Ardea alba) sem hafði áður verið tíður flækingur en varp var fyrst staðfest vorið 2012.

Trölladoðra (Otis tarda).

Af ránfuglum (Falconiformes) hafa fundist 27 tegundir, meðal annars 10 tegundir fálka (Falco spp.) en af þeim verpa 4 tegundir á eyjunum, förufálki (Falco peregrinus), smyrill (F. columbarius), gunnfálki (F. subbuteo) og turnfálki (F. tinnunculus).

Af öðrum fuglum má nefna grátrönu (Grus grus). Enn fremur trölladoðran (Otis tarda) sem áður fyrr fannst á eyjunum en var ofveidd og að endingu útdauða hefur nýlega verið flutt aftur þangað í tilraun til að koma á fót stofni. Þetta telst vera stærsti varpfugl eyjanna en karlfuglarnir geta orðið allt að 13 kg að þyngd.

Vert er að minnast á að gefnar hafa verið út fjölmargar bækur um dýralíf Bretlandseyja og telst þetta svar einungis vera inngangur að annars heillandi dýralífi eyjanna.

Myndir:...