Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2736 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...

category-iconSálfræði

Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?

Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?

Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconLögfræði

Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?

Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...

category-iconHagfræði

Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig skrifar maður bók?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?

Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarste...

category-iconHagfræði

Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...

category-iconStjórnmálafræði

Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?

Aðferðir við töku ákvarðana, vægi atkvæða og reglur um aukinn meirihluta hafa alla tíð verið mjög til umræðu í ESB, ekki síst síðastliðin 10-15 ár eftir að menn sáu fram á verulega stækkun sambandsins. Flest nýju ríkin teljast til smáríkja og því hefur staða slíkra ríkja oft verið í brennipunkti umræðunnar. Mögule...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?

Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun.[1]...

category-iconLæknisfræði

Hver eru einkenni krabbameina í endaþarmi?

Krabbamein í endaþarmi eru um 2-3% allra illkynja æxla á Íslandi. Þau eru algengari meðal karla en kvenna. Aldursstaðlað nýgengi var 8,2 af 100.000 hjá körlum á tímabilinu 2006-2010, en 6,6 af 100.000 hjá konum. Þessi krabbamein hafa ekki verið eins algengt á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Skýring þess...

category-iconJarðvísindi

Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð 1930?

Upprunalega var spurningin svona:Hvað ætlaði Alfred Wegener að mæla með stöplinum á Arnarneshæð sem hann reisti þar árið 1930 og enn stendur? M.ö.o hvernig átti stöpullinn ásamt fleiri hliðstæðum (sem gaman væri að vita hvar voru/eru staðsettir) að sýna fram á rek meginlandanna og sanna kenningu Wegeners? Grænl...

category-iconÞjóðfræði

Vitið þið hvernig flekaveiðar fóru fram?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þið fundið út hvernig svokallaðar flekaveiðar fóru fram? Flekaveiðar eru taldar hafa byrjað við Drangey og þar voru þær stundaðar um aldir og er þeim því hér lýst eins og þær fóru fram þar. Sú munnmælasaga hefur gengið í Skagafirði að flekaveiðar við Drangey m...

Fleiri niðurstöður