Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2745 svör fundust
Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?
Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...
Hvað getið þið sagt mér um tannhvali?
Tannhvalir (Odontoceti) eru annar tveggja undirættbálka núlifandi hvala, en hinn er skíðishvalir (Mysticeti). Til tannhvala teljast tæplega 80 tegundir, en þess ber þó að geta að flokkunarfræðingar eru ekki sammála um nákvæman fjölda tegunda. Tannhvalir eru talsvert útbreiddari en skíðishvalir, en þeir finnast í ö...
Var Haraldur hárfagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar varð landnám Íslands á stjórnarárum Haralds hárfagra. Texti Ara hljóðar svo: Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra, Halfdanarsonar hins svarta, í þann tíð ... er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eadmund hinn helga Englakonung; en það var ...
Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?
Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...
Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?
Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...
Hvað er monsún og hvernig myndast hann?
Í upphaflegri merkingu er monsún nafn á árstíðabundinni breytingu vinda á norðanverðu Indlandshafi, í Suður- og Austur-Asíu og suður með austurströnd Afríku. Nafnið er dregið af arabísku orði, mausim eða mawsim sem þýða mun árstíð. Arabar stunduðu snemma milliríkjaviðskipti á þessum slóðum og nýttu sér monsúnvinda...
Hvað er vogunarsjóður?
Með hugtakinu vogunarsjóður (e. hedge fund) er yfirleitt átt við sjóð sem notar lántöku eða svokallaða skortstöðu í tilteknum eignum til að afla fjár til kaupa á öðrum eignum. Með skortstöðu er átt við að sjóðurinn fær verðbréf að láni frá öðrum og selur þau til að afla fjár. Einstakir vogunarsjóðir fylgja oft ...
Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?
Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Hvernig í ósköpunum kom Hannibal fílum yfir ískalda Alpana?
Leiðin sem Hannibal fór er ekki þekkt í öllum smáatriðum þótt fornir sagnaritarar greini frá leiðangrinum í löngu máli. Enn fremur er ekki alltaf ljóst hvaðan upplýsingar sagnaritaranna koma og vert að velta því aðeins fyrir sér áður en lengra er haldið. Elsta og besta ritaða heimildin um Alpaför Hannibals, sem en...
Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?
Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...
Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...
Hvað eru skattaskjól og hvenær urðu þau til?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvernig bý ég til aflandsfélag í skattaskjóli án þess að nokkur komist að því? Hvað getið þið sagt mér um alþjóðlegar skattaparadísir? Á síðustu áratugum hefur heimurinn skroppið saman í eitt markaðssvæði. Fyrirtæki, sem áður einskorðuðu starfsemi sína við eitt þjóð...
Hvað þurfa dýr að búa lengi á Íslandi til þess að kallast íslensk?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þurfa dýr að búa lengi í landinu til þess að kallast íslensk eins og til dæmis íslenska landnámshænan eða íslenski hundurinn? Spurningin er einföld en ekki er til augljóst eða einfalt svar við henni sem á við um öll dýr sem búa á Íslandi. Til einföldunar gæti al...