Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?

Geir Þ. Þórarinsson

Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri.

Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefnda snýr aftur upp á Ólympstind í fimmtándu bók Ilíonskviðu, hún kallar guðina saman til fundar fyrir Seif í tuttugustu bók Ilíonskviðu og er ákölluð einu sinni í annarri bók Ódysseifskviðu. Aldrei er hún þar sögð blind eða með bundið fyrir augun.

Forngríska stórskáldið Hómer minnist á Þemisi, gyðju laganna, þrisvar sinnum í kviðum sínum.

Skáldið Hesíodos, sem er litlu yngri en Hómer, segir í kvæðinu Goðakyn (bls. 126 o.áfr.) að Jörðin, Gaia, hafi fyrst getið af sér himininn Úranos en svo ýmis önnur afkvæmi, þar á meðal sjóinn Pontos og hafið Ókeanos, en meðal annarra afkvæma Gaiu eru Þemis og systkin hennar Kojos og Kreios, Hýperíon og Japetos, Þeia, Hrea og Mnemosyne, Föba, Teþys og svo Krónos, faðir Seifs og annarra Ólympsguða. Hann segir líka að Seifur hafi gifst hinni skínandi björtu Þemisi eftir að hafa étið fyrri konu sína Metisi, (viskuna) og með henni hafi hann átt ýmis afkvæmi, svo sem árstíðirnar (Horaí), Evnómíu (Reglufestu), Díke (Réttlætið) og Eirene (Friðinn) en líka örlaganornirnar (Moírurnar) þrjár, Klóþó, Lakkesis og Atropos.[2] Í Kýpriskviðu, sem er því miður ekki varðveitt nema í endursögn en fjallaði um upphaf þeirrar atburðarásar sem leiddi til Trójustríðsins, mun Þemis hafa lagt á ráðin með Seifi að koma á stríði til þess að fækka mönnum á jörðinni og létta á henni.

Þemis var oft talin vera skyggn og munu hún og Prómeþeifur ein hafa vitað það leyndarmál að ef Seifur eignaðist afkvæmi með sjávargyðjunni Þetisi, þá yrði sonur þeirra ofjarl Seifs. Þegar upp komst forðaðist Seifur Þetisi en í staðinn giftist hún Peleifi, dauðlegum manni, og átti með honum Akkilles. Sökum skyggnigáfu Þemisar er stundum leitað til hennar sem völvu, til dæmis Devkalíon og Pyrrha þegar þau höfðu lifað af flóðið sem drekkti kynslóð þeirra.[3] Í sumum heimildum er Þemis talin tengjast stofnun Véfréttarinnar í Delfí.

Lögin eru nátengd hugmyndinni um réttlæti og því skiljanlegt að Hesíodos segi að réttlætið, Díke, sé dóttir Þemisar. Díke er líka nátengd stjórn Seifs, föður hennar, og greinir honum frá því þegar menn vanvirða hana í hugum sér.[4] Díke er, eins og Þemis, ekki nema hálfpartinn persónugerð og yfirleitt ekki lýst sem blindri konu eða með bundið fyrir augun. Iustitia er rómversk hliðstæða Díke en af henni er það sama að segja.

Aftur á móti kemur auðurinn, Plútos, fyrir í samnefndu leikriti gamanleikaskáldsins Aristófanesar. Hann hafði verið blindur en fær sýn. Meðan hann hafði verið blindur hafði verið tilviljunum háð hvern hann gerði ríkan en eftir að hann fékk sýn fór hann að leita til þeirra sem áttu hann skilið og setti þar með samfélagið allt á annan endann. Annars staðar er Plútosi ekki lýst sem blindum,[5] svo það virðist vera uppfinning Aristófanesar.

Ef auðurinn er blindur mætti búast við að lukkan sé það ef til vill líka en í lýsingum á grísku gyðjunni Tykke (sem er lukkan persónugerð) og grískri hliðstæðu hennar, Fortunu, er það varla aðalatriði. Þó kemur fyrir að Fortuna sé blind en skáldið Ovidius segir frá því að Fortuna hafi verið blind á allt og alla nema hvað hún gat séð Servius Tullius, konunginn sem hún elskaði.[6]

Í fornum bókmenntum er Þemisi almennt ekki lýst sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Ástæðan fyrir blindu Þemisar er væntanlega sú hugmynd að lögin og réttlætið eigi að gilda jafnt um alla.

Þemis og Díke eða Iustitia verða sem sagt ekki blindar eða táknaðar með bundið fyrir augun fyrr en mun síðar og þá sennilega mun fremur í myndlist en í bókmenntum. Ástæða þess er sennilega sú hugmynd að lögin eða réttlætið eigi ekki að gera upp á milli manna. Lög og réttlæti eiga að gilda um alla jafnt og dómar eiga að vera óhlutdrægir. Þess vegna hefur gyðjan bundið fyrir augun til að tákna að hún sjái ekki hver á í hlut. Plútarkos lýsir sams konar táknmynd þar sem hann segir: „Í Þebu voru reistar handalausar styttur af dómurum og sú sem var af yfirdómaranum var með augun lokuð til að gefa til kynna að réttvísin væri óspillt af mútum og utanaðkomandi áhrifum.“[7]

Fleiri tákn einkenna gyðjuna í nútímanum. Stundum heldur hún á vog því það er hennar hlutverk að ákvarða hvenær metin eru jöfn en yfirleitt er talið réttlátt að hver og einn fái það sem honum ber en hvorki meira né minna. Þetta orðaði Þorsteinn Gylfason svo: „Það er réttlátt að hver maður fái það sem honum ber eða hann á skilið, beri úr býtum eftir því sem hann vinnur til, uppskeri eins og hann sáði.“[8] Stundum heldur gyðjan á sverði (og þá oftast ekki með bundið fyrir augun) til að tákna hefnd réttlætisins. Hana uppskera menn sem brjóta af sér.

Tilvísanir:
 1. ^ Um gríska goðafræði má lesa hjá Mark P.O. Morford, Robert J. Lenardon og Michael Sham. Classical Mythology, international ninth edition (Oxford: Oxford University Press, 2011).
 2. ^ Hesíodos, Goðakyn: 901 o.áfr.
 3. ^ Ovidius, Ummyndanir i: 318 o.áfr. Íslensk þýðing Kristjáns Árnasonar kom út árið 2009 (Reykjavík: Mál og menning).
 4. ^ Hesíodos, Verk og dagar: 256 o.áfr.
 5. ^ T.d. í Lofsöngnum til Demetru: 488 o.áfr. og hjá Hesíodosi, Goðakyn: 969 o.áfr.
 6. ^ Ovidius, Fasti 6: 569 o.áfr.
 7. ^ Plútarkos, Um Ísisi og Ósíris: 10. Þýð. mín.
 8. ^ Þorsteinn Gylfason, „Sannleikurinn og lífið“, í Réttlæti og ranglæti (Reykjavík: Heimskringla, 1998): 82.

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

22.5.2014

Spyrjandi

Andrés Pétursson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2014. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67176.

Geir Þ. Þórarinsson. (2014, 22. maí). Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67176

Geir Þ. Þórarinsson. „Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2014. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67176>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?
Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri.

Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefnda snýr aftur upp á Ólympstind í fimmtándu bók Ilíonskviðu, hún kallar guðina saman til fundar fyrir Seif í tuttugustu bók Ilíonskviðu og er ákölluð einu sinni í annarri bók Ódysseifskviðu. Aldrei er hún þar sögð blind eða með bundið fyrir augun.

Forngríska stórskáldið Hómer minnist á Þemisi, gyðju laganna, þrisvar sinnum í kviðum sínum.

Skáldið Hesíodos, sem er litlu yngri en Hómer, segir í kvæðinu Goðakyn (bls. 126 o.áfr.) að Jörðin, Gaia, hafi fyrst getið af sér himininn Úranos en svo ýmis önnur afkvæmi, þar á meðal sjóinn Pontos og hafið Ókeanos, en meðal annarra afkvæma Gaiu eru Þemis og systkin hennar Kojos og Kreios, Hýperíon og Japetos, Þeia, Hrea og Mnemosyne, Föba, Teþys og svo Krónos, faðir Seifs og annarra Ólympsguða. Hann segir líka að Seifur hafi gifst hinni skínandi björtu Þemisi eftir að hafa étið fyrri konu sína Metisi, (viskuna) og með henni hafi hann átt ýmis afkvæmi, svo sem árstíðirnar (Horaí), Evnómíu (Reglufestu), Díke (Réttlætið) og Eirene (Friðinn) en líka örlaganornirnar (Moírurnar) þrjár, Klóþó, Lakkesis og Atropos.[2] Í Kýpriskviðu, sem er því miður ekki varðveitt nema í endursögn en fjallaði um upphaf þeirrar atburðarásar sem leiddi til Trójustríðsins, mun Þemis hafa lagt á ráðin með Seifi að koma á stríði til þess að fækka mönnum á jörðinni og létta á henni.

Þemis var oft talin vera skyggn og munu hún og Prómeþeifur ein hafa vitað það leyndarmál að ef Seifur eignaðist afkvæmi með sjávargyðjunni Þetisi, þá yrði sonur þeirra ofjarl Seifs. Þegar upp komst forðaðist Seifur Þetisi en í staðinn giftist hún Peleifi, dauðlegum manni, og átti með honum Akkilles. Sökum skyggnigáfu Þemisar er stundum leitað til hennar sem völvu, til dæmis Devkalíon og Pyrrha þegar þau höfðu lifað af flóðið sem drekkti kynslóð þeirra.[3] Í sumum heimildum er Þemis talin tengjast stofnun Véfréttarinnar í Delfí.

Lögin eru nátengd hugmyndinni um réttlæti og því skiljanlegt að Hesíodos segi að réttlætið, Díke, sé dóttir Þemisar. Díke er líka nátengd stjórn Seifs, föður hennar, og greinir honum frá því þegar menn vanvirða hana í hugum sér.[4] Díke er, eins og Þemis, ekki nema hálfpartinn persónugerð og yfirleitt ekki lýst sem blindri konu eða með bundið fyrir augun. Iustitia er rómversk hliðstæða Díke en af henni er það sama að segja.

Aftur á móti kemur auðurinn, Plútos, fyrir í samnefndu leikriti gamanleikaskáldsins Aristófanesar. Hann hafði verið blindur en fær sýn. Meðan hann hafði verið blindur hafði verið tilviljunum háð hvern hann gerði ríkan en eftir að hann fékk sýn fór hann að leita til þeirra sem áttu hann skilið og setti þar með samfélagið allt á annan endann. Annars staðar er Plútosi ekki lýst sem blindum,[5] svo það virðist vera uppfinning Aristófanesar.

Ef auðurinn er blindur mætti búast við að lukkan sé það ef til vill líka en í lýsingum á grísku gyðjunni Tykke (sem er lukkan persónugerð) og grískri hliðstæðu hennar, Fortunu, er það varla aðalatriði. Þó kemur fyrir að Fortuna sé blind en skáldið Ovidius segir frá því að Fortuna hafi verið blind á allt og alla nema hvað hún gat séð Servius Tullius, konunginn sem hún elskaði.[6]

Í fornum bókmenntum er Þemisi almennt ekki lýst sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Ástæðan fyrir blindu Þemisar er væntanlega sú hugmynd að lögin og réttlætið eigi að gilda jafnt um alla.

Þemis og Díke eða Iustitia verða sem sagt ekki blindar eða táknaðar með bundið fyrir augun fyrr en mun síðar og þá sennilega mun fremur í myndlist en í bókmenntum. Ástæða þess er sennilega sú hugmynd að lögin eða réttlætið eigi ekki að gera upp á milli manna. Lög og réttlæti eiga að gilda um alla jafnt og dómar eiga að vera óhlutdrægir. Þess vegna hefur gyðjan bundið fyrir augun til að tákna að hún sjái ekki hver á í hlut. Plútarkos lýsir sams konar táknmynd þar sem hann segir: „Í Þebu voru reistar handalausar styttur af dómurum og sú sem var af yfirdómaranum var með augun lokuð til að gefa til kynna að réttvísin væri óspillt af mútum og utanaðkomandi áhrifum.“[7]

Fleiri tákn einkenna gyðjuna í nútímanum. Stundum heldur hún á vog því það er hennar hlutverk að ákvarða hvenær metin eru jöfn en yfirleitt er talið réttlátt að hver og einn fái það sem honum ber en hvorki meira né minna. Þetta orðaði Þorsteinn Gylfason svo: „Það er réttlátt að hver maður fái það sem honum ber eða hann á skilið, beri úr býtum eftir því sem hann vinnur til, uppskeri eins og hann sáði.“[8] Stundum heldur gyðjan á sverði (og þá oftast ekki með bundið fyrir augun) til að tákna hefnd réttlætisins. Hana uppskera menn sem brjóta af sér.

Tilvísanir:
 1. ^ Um gríska goðafræði má lesa hjá Mark P.O. Morford, Robert J. Lenardon og Michael Sham. Classical Mythology, international ninth edition (Oxford: Oxford University Press, 2011).
 2. ^ Hesíodos, Goðakyn: 901 o.áfr.
 3. ^ Ovidius, Ummyndanir i: 318 o.áfr. Íslensk þýðing Kristjáns Árnasonar kom út árið 2009 (Reykjavík: Mál og menning).
 4. ^ Hesíodos, Verk og dagar: 256 o.áfr.
 5. ^ T.d. í Lofsöngnum til Demetru: 488 o.áfr. og hjá Hesíodosi, Goðakyn: 969 o.áfr.
 6. ^ Ovidius, Fasti 6: 569 o.áfr.
 7. ^ Plútarkos, Um Ísisi og Ósíris: 10. Þýð. mín.
 8. ^ Þorsteinn Gylfason, „Sannleikurinn og lífið“, í Réttlæti og ranglæti (Reykjavík: Heimskringla, 1998): 82.

Myndir:

...