Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 654 svör fundust
Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?
Nafnorðið brún beygðist í fornu máli eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð. Nefnifall fleirtölu var brýnn vegna þess að í orðinu varð annars vegar samlögun, *brýnr > brýnn og hljóðvarp kom fram í rótaratkvæði, ú > ý. Samhljóðarnir -nn- voru bornir fram raddaðir eins og í fornafninu hennar en ekki -dn- eins og í ...
Finnst grafít á Íslandi?
Grafít (e. graphite) er annað af tveimur kristalformum kolefnis (C), hitt er demantur. Á kvarða Mohs fyrir hörku steinda er grafít mýkst, harka < 1, en demantur harðastur, harka 10. Þetta stafar af grindbyggingu steindanna tveggja, það er hvernig kolefniseindirnar raðast og tengjast saman í kristalnum (sjá mynd hé...
Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...
Hver er uppruni og bygging pólsku?
Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...
Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?
Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...
Hvað er kertalogi?
Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...
Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?
Þegar fólk verður stressað eykst magn streituhormónsins kortisóls í blóði. Nánar tiltekið eykst svokallað stýrihormón nýrnahettubarkar (SHNB eða ACTH) sem aftur eykur seyti kortisóls og skyldra streituhormóna í blóðrásina. Þetta streituviðbragðakerfi veldur örvun og svefnleysi. Rannsakendur við Svefnrannsókna- og ...
Hvar lifir hnísan?
Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...
Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...
Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?
Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...
Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...
Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...
Hver fann upp geislakolsaðferðina til að aldursgreina til dæmis risaeðlur, og hvenær gerðist það?
Efnafræðingar við háskólann í Chicago þróuðu geislakolsaðferðina á fimmta áratugnum. Fyrir rannsóknahópnum fór W. F. Libby sem lýsti aðferðinni í bók sem kom út árið 1952. Hann hlaut fyrir þetta Nóbelsverðlaun í efnafræði árið 1960. Fyrstu aldursgreiningu með geislakolsaðferð birtu Arnold og Libby árið 1949, og tí...
Hvað eru sykrur?
Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur...
Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...