Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7963 svör fundust
Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?
Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...
Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?
Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...
Verður tölva afkastameiri ef örgjörvinn er kældur mikið?
Nei, tölva verður ekki afkastameiri við það eitt að kæla örgjörvann. Góð kæling örgjörvans, sem og reyndar gott loftstreymi í tölvukassanum, getur hins vegar komið í veg fyrir mörg hitatengd vandamál í tölvum. Þau geta lýst sér í aukinni bilanatíðni íhluta, svo sem harðra diska. Einnig getur of hár hiti örgjörvans...
Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau? (Jóna Lind)Hvað eru svampdýr, hver er tilgangur þeirra, hvaða þætti í vistkerfinu sinna þau, hvar lifa þau? (Elín Pálmadóttir) Fyrstu náttúrufræðingarnir sem skoðuðu svampdýr álitu að hér væri um plöntur að ræða vegna þess hversu greinóttir ...
Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?
Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...
Hvað er holdsveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...
Hvað er greifingi?
Greifingjar tilheyra ættinni Mustelidae og ættbálki rándýra (Carnivora). Þeir flokkast í átta tegundir sem greinast í sex ættkvíslir. Svonefndur hungangsgreifingi raðast í sérstaka undirætt sem er nefnd hunangsgreifingjaætt (Mellivoinae) en aðrir greifingjar tilheyra undirættinni Melinae. Tegundirnar eru ólíkar hv...
Ég er að skrifa stuttan fyrirlestur um þróun lífvera frá upphafi. Getið þið bent mér á heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna nokkur svör sem fjalla um upphaf lífs á jörðinni, til dæmis þessi eftir Guðmund Eggertsson:Er til fullnægjandi fræðileg skilgreining á lífi?Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upp...
Hvað er neyslustýring?
Neyslustýring hefur verið notuð innan hagfræðinnar til að lýsa því hvernig opinberar álögur og í sumum tilfellum niðurgreiðslur hafa áhrif á neyslu manna. Ef álögur eða niðurgreiðslur eru mjög mismunandi á vörur sem eiga í samkeppni í hugum neytenda þá getur það breytt neyslu manna, þannig að hún verði öðruvísi en...
Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...
Hvað er líffærakerfi?
Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Í fjölfrumungum eru frumurnar sjaldnast stakar heldur raðast þær saman og mynda vefi. Í flestum dýrum, þar á meðal manninum, raðast ólíkir vefir saman og mynda líffæri. Mismunandi líffæri vinna svo saman sem ein heild og mynda líffærakerfi. Sum líffæri tilheyra fleiri en einu ...
Hvernig stækka vöðvarnir?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað veldur stækkun á vöðvum? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum. Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hi...
Hvaða lagaleg réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri?
Í heild sinni var spurningin svona: Hvaða lagalegu réttindi hefur ljósmyndari á almannafæri, til dæmis í verslunarkjörnum eða öðrum fjölförnum stöðum á Íslandi? Í svarinu hér á eftir er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við rétt ljósmyndara til að taka myndir af einstaklingum en ekki bara byggingum, styttum eða s...
Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?
Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...
Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?
Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...