Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8317 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju eru neglurnar?

Neglur eru gerðar úr dauðum frumum rétt eins og hárið á okkur. Í nöglunum eru dauðar hyrnisfrumur húðþekkjunnar þéttpakkaðar, en hyrni er prótín sem er meginuppistaðan í hári, fjöðrum fugla, hornum dýra og klóm. Neglurnar á okkur gegna sama hlutverki og klær á öðrum dýrum, við getum til dæmis klórað okkur með þ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hefði Bjartur í Sumarhúsum mátt kvænast Ástu Sóllilju að þeirra tíma lögum?

Skáldsagan Sjálfstætt fólk eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árin 1934–1935 og má ætla að hún gerist næstu tvo eða þrjá áratugi á undan. Rósa, fyrri kona Bjarts í Sumarhúsum, viðurkenndi ekki að hún hefði nokkru sinni verið með öðrum manni. Bjartur trúði því mátulega, sé tekið mið af því að þegar hann bjóst til ...

category-iconJarðvísindi

Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?

Þessa spurningu má skilja á ýmsa vegu en áhugaverðast er að skoða eftirfarandi tvær spurningar, nánar tiltekið: Getur mannkynið eyðilagt allt líf á jörðinni með mengun eða öðrum ráðum? Getur mannkynið gert jörðina óbyggilega mönnum?Eins og við er að búast þekkir enginn svarið við fyrri spurningunni fyrir víst; þ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er samræðisaldur á Íslandi?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er samræðisaldur á Íslandi og hvernig er lögunum háttað? (Vonandi ítarlegt svar.)Rétt er að taka fram að hugtakið 'samræðisaldur' er ekki að finna í lögum en þar er að finna ýmis ákvæði um aldur einstaklinga og samræði. Á Vísindavefnum er hægt að lesa ýtarlegt svar Sóleyja...

category-iconHeimspeki

Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?

Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?

Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig er hægt að sleppa við að fá unglingabólur?

Á kynþroskaskeiðinu verða ákveðnar breytingar í húðinni, fitukirtlar stækka og starfsemi þeirra eykst. Í sumum tilfellum bólgna þeir ef ástandið er slæmt og er þá talað um að unglingurinn sé með gelgjubólur eða unglingabólur (e. acne). Eins og annað í líkamanum ræðst gerð húðarinnar og eiginleikar hennar að mi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?

Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslens...

category-iconHugvísindi

Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Shi Huangdi (始皇帝), sem merkir bókstaflega fyrsti keisari, fæddist árið 259 f.Kr. Hann hét réttu nafni Ying Zheng (嬴政) og var konungur í Qin-ríkinu í Kína til forna. Stundum er hann nefndur Qin Shihuang (秦始皇) sem þýðir fyrsti keisarinn frá Qin. Shi Huangdi sam...

category-iconMannfræði

Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku?

Mismunandi hitastig í Afríku og á Vesturlöndum hefur að sjálfsögðu áhrif á hvernig fólk klæðir sig. Hins vegar er mismunandi hitastig ekki einhlít skýring á því hvers vegna lögð er áhersla á að konur hylji brjóst sín á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku. Frekari skýringa þarf því að leita í menningu og samf...

category-iconGátur og heilabrot

Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?

Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eldgos svona heit?

Í eldgosum koma upp bráðin gosefni með efnasamsetningu sem ekki bráðnar fyrr en við 1000°C. Væru eldgosin ekki svona heit, yrðu þau alls ekki. Í iðrum jarðar myndast meiri varmi við sundrun geislavirkra efna en jörðin getur „losað sig við" með varmaleiðingu og varmageislun (Lesa má um þrenns konar flutning varm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru Úralfjöllin?

Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll? ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á sálfræðingum og geðlæknum?

Ásgeir bætir við: Er sá munur fólginn í lækningaraðferðum eða greiningu, eða er hann meiri? Það virðist nokkuð algengt að menn rugli saman geðlækningum og sálfræði, en greinarnar eru þó um margt ólíkar. Geðlækningar eru, eins og nafnið bendir til, undirgrein læknisfræðinnar. Geðlæknar ljúka fyrst almennu læk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?

Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...

Fleiri niðurstöður