Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5790 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er að gerast í listheiminum í dag?

Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að huga að skilgreiningu á fyrirbærinu listheimur en um það er meðal annars hægt að lesa í svari við spurningunni Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið? og í svari Gunnars Harðarsonar við spurningunni Hvernig er hægt að útskýra hvað list er? Meginatriðið í þeir...

category-iconBókmenntir og listir

Er munur á góðri og skemmtilegri tónlist?

Höfundur þessa svars er mikill aðdáandi Bítlanna. Besta plata þeirra að hans mati er meistaraverkið Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band (1967). Plata sem breytti tónlistarlandslaginu á sínum tíma og er krúnudjásn sveitarinnar, verk sem verður ekki toppað, hvorki af Bítlum né öðrum. En höfundur á líka uppáhalds Bí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralífið í Namibíu?

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku sunnan Sahara. Engu að síður er þar fjölbreytt vistkerfi, allt frá eyðimörkum til gresjusvæða og votlendis. Dýralíf í landinu ber að mörgu leyti svipmót dæmigerðrar fánu suðurhluta Afríku en þar finnast óvenju margar einlendar tegundir (e. endemic), það er tegundir sem finnas...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Virkar sólarorka í öllum veðrum?

Spyrjandi á líklega við það hvort vinnsla sólarorku með sólarrafhlöðum (e. solar cells) sé óháð veðri. Einfalda svarið er að svo er ekki. Þegar dumbungur er, dimmviðri eða hreinlega rigning, þá berst minna sólarljós niður til jarðar og orkan sem sólarrafhlaðan tekur við og sendir frá sér minnkar að sama skapi. Hit...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var beljaki og hvenær var hann uppi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Í svari Vísindavefs um dýrin með stærstu tungurnar er sagt að beljakinn hafi mögulega verið með langa tungu. Hvernig dýr var beljakinn? Beljakar (Paracheratherium, hafa líka verið nefndir Indricotherium) voru risavaxin spendýr af ættbálki Perissodactyla, eins og meðal annar...

category-iconStærðfræði

Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?

Charles Babbage var nítjándu aldar stærðfræðingur og uppfinningamaður. Hann hannaði reiknivélar og tölvu, en því miður voru þær aldrei smíðaðar meðan hann lifði. Hann var sá fyrsti sem hannaði forritanlega tölvu. Babbage hannaði þrjár mismunandi stórar vélrænar reiknivélar til nokkuð almennra nota auk þess sem ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?

List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?

Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafræ...

category-iconJarðvísindi

Úr hverju er möttull jarðar?

Möttull jarðar er úr ýmsum samböndum kísils, magnesíns, kalsíns, áls, járns og fleiri frumefna við súrefni. Þótt enginn hafi séð jarðmöttulinn höfum við ýmsa vitneskju um hann. Við þekkjum eðlismassa jarðar og hljóðhraða jarðskjálftabylgna um jarðmöttulinn. Við höfum haft í höndunum brot úr möttlinum s...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á staðgreiðslureikningi og virðisaukaskattsreikningi og hvaða skilyrði þurfa þeir að uppfylla?

Í lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, nr. 50/1993, er tilgreint hvernig standa á að útgáfu reikninga í viðskiptum og sérstaklega hvernig halda á utan um og tilgreina greiðslur á virðisaukaskatti. Almenna reglan er að við sölu á skattsky...

Fleiri niðurstöður