Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1510 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvað er mól og hvernig er það notað í útreikningum?

Mólmagn eða mólfjöldi (e. number of moles) er magnhugtak sem er aðallega notað um smáar eindir á stærð við sameindir, frumeindir og þess háttar. Mólmagn er táknað með n og er eining þess mól (e. mole). Einingin mól tilheyrir alþjóðlega einingakerfinu (SI kerfinu) og er skilgreind út frá kolefnis-12 samsætunni (e. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hillingar og eru til mismunandi tegundir af þeim?

Hraði ljósbylgna í lofti ræðst af þéttleika loftsins, fjölda sameinda á rúmmálseiningu. Þéttleikinn stjórnast svo af þrýstingi og hitastigi; vex með hækkandi þrýstingi og fallandi hitastigi. Hraðanum v er lýst með jöfnunni v=c/n, þar sem c er ljóshraðinn í lofttæmi og stærðin n er svokallaður ljósbrotsstuðull (e. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru úlfar í útrýmingarhættu?

Ef litið er heildrænt á úlfinn (Canis lupus) þá hefur heimsstofn hans verið nokkuð stöðugur síðastliðna tvo áratugi eða svo. Hins vegar greinist úlfurinn í 37 deilitegundir, eða 35 ef við undanskiljum hinn hefðbundna hund (Canis lupus familiaris) og dingóhunda (Canis lupus dingo). Af þessum 35 deilitegundum er...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Heinrich Hertz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Heinrich Rudolf Hertz fæddist í Hamborg í Þýskalandi þann 22. febrúar 1857. Hann var elstur fimm barna Gustav Ferdinand Hertz og Anna Elisabeth Pfefferkorn. Föðurafi Heinrich Rudolfs hafði haft trúskipti frá gyðingdómi til lútherstrúar þegar hann kvæntist inn í lútherska fjölskyldu. Faðir Heinrich var lögfræðingur...

category-iconLæknisfræði

Er áfengi krabbameinsvaldandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sniglar slímugir?

Meginhlutverk slímsins (e. mucus) sem sniglar seyta frá sér, er að gera hreyfingar eða skrið þeirra auðveldara, koma í veg fyrir að fóturinn verði fyrir meiðslum og minnka mótstöðu þegar þeir skríða um jarðveginn. Einnig hafa líffræðingar sem rannsakað hafa lífshætti snigla, komist að því að við óhentug skilyr...

category-iconEfnafræði

Hvert er bræðslumark demants?

Demantur hefur hæsta bræðslumark allra þekktra efna, 3547°C. Það þýðir að við það hitastig og staðalþrýstingsskilyrði (1 bars þrýsting) umbreytist demantur úr föstu formi í vökvaform. Demantur er annað tveggja meginforma kolefnis á föstu formi (C(s)). Hitt formið er grafít, sem hefur gjörólíka eiginleika, eins ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?

Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?

Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...

category-iconLæknisfræði

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...

category-iconFöstudagssvar

Hefur það einhvern tíma komið fyrir að maður hafi dáið ráðalaus?

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? Þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Eins og gengur og gerist með heimspekinga fékk sumarstarfsmaðurinn tvö svör við spu...

category-iconFöstudagssvar

Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?

Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...

category-iconEfnafræði

Breytist suðumark vatns ef salti er bætt út í það?

Hér er einnig að finna svör við fjölmörgum öðrum spurningum:Hvers vegna sýður heitt vatn?Ef ég set salt í vatn og sýð, hækka ég þá suðumarkið? Þ.e sýður blandan mín við hitastig sem er hærra en 100 gráður?Er hægt að búa til saltvatn?Af hverju gufar vatnið upp?Hvaðan koma loftbólurnar í sjóðandi vatni? Hversu mörg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast mörg smádýr og örverur í hitabeltisregnskógum?

Í stuttu máli er svarið já, aragrúi smádýra og örvera á heimkynni í hitabeltisregnskógum. Langstærsta hluta líffræðilegar fjölbreytni er að finna í hitabeltisskógum og kallast fyrirbærið margbreytileikastigull miðbaugsins (e. latitude diversity gradient) (Willig og Presley, 2018). Kenningin er sú að líffræðile...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?

Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...

Fleiri niðurstöður