Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6391 svör fundust
Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?
Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...
Hvað heitir sólkerfið sem er næst okkar sólkerfi og hvað er það stórt? Er það stærra en okkar sólkerfi?
Við eigum svar við þessari spurningu hér. Þar kemur meðal annars fram að við vitum ekki ennþá hvert nálægasta sólkerfið við okkur sé. Menn hafa síðustu tíu ár fundið hátt í tvö hundruð ný sólkerfi en enn sem komið er bólar ekkert á reikistjörnum á stærð við jörðina, hvað þá lífvænlegum hnöttum. Tæknin sem við búum...
Hvað getur þú sagt mér um kameljón?
Kameljón (Chamaeleonidae) eru eðlur af undirflokknum Iguania en til eru um 160 tegundir af þeim. Þau finnast í Afríku, á Spáni, í Suður-Asíu og á Indlandi. Þau lifa einungis á hlýjum búsvæðum svo sem eyðimörkum en þó einkum í regnskógum. Fæætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til þess að klifra í trjám. Mörgum f...
Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?
Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...
Hvaða fugl flýgur hraðast á beinu flugi?
Heimildum ber ekki saman um það hvaða fugl nær mestum hraða í láréttu flugi. Ein heimild staðhæfir að nokkrar tegundir gæsa nái mestum hraða og önnur heimild telur að kalkúnninn nái þeim mesta. Mælingar hafa sýnt að kalkúnn nær allt að 90 km hraða á klukkustund á stuttu flugi en önnur heimild staðhæfir það að æðar...
Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?
Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...
Getur þú sagt mér allt um kívífuglinn og sýnt mér mynd af honum?
Kívífuglinn er í raun fimm tegundir ófleygra fugla sem tilheyra ættkvíslinni Apteryx. Nafnið á fuglinum er upprunið úr máli maóra og hljómar líkt og kall karlfuglsins sem er mjög áberandi í skógum Nýja-Sjálands. Kívífuglar eru grábrúnir á lit og á stærð við hænu. Þeir eru á ferli á nóttinni og róta þá í skógarb...
Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?
Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...
Af hverju er hitastig og vatnsmagn lindáa nærri því jafnt yfir allt árið?
Frá fornu fari hafa straumvötn hér á landi verið greind í tvennt, bergvatnsár og jökulár. Skiptingunni ræður litur ánna, bergvatnið er blávatn en jökulvötnin eru lituð af aurnum, jökulsvarfi, sem þau bera með sér. Í Náttúrufræðingnum 19451 greindi Guðmundur Kjartansson bergvatnsár í lindár og dragár. Mest af því s...
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...
Hvaða skrýtnu skordýr eru þetta út um allt á Arnarnesinu núna í nóvember?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, ég sé ekki að ég geti sent mynd með spurningu og því sendi ég spurninguna hér. Getið þið sagt mér hvaða skordýr þetta er? Þetta er út um allt á Arnarnesinu. Ég ólst upp í sveit á Norðurlandi og hafði mikinn áhuga á skordýrum en hef aldrei séð þetta áður. Ég sé ekki væn...
Er heimilt að eignast barn með bróður sínum?
Óheimilt er samkvæmt íslenskum lögum að eiga barn með bróður sínum. Samkvæmt 3. mgr. 200. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 varðar samræði eða önnur kynferðismök milli systkina allt að fjögurra ára fangelsi. Samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun nr. 55/1966 væri tæknifrjóvgun einnig óheimil í tilvikum systkina,...
Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...
Hver var Konrad Maurer og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?
Fáir eða engir erlendir fræðimenn og „Íslandsvinir“ hafa notið jafnmikillar virðingar meðal Íslendinga og þýski réttarsögufræðingurinn Konrad Maurer. Hans er einkum minnst fyrir rannsóknir sínar í fornnorrænum og íslenskum fræðum. Um miðja 20. öld skrifaði Sigurður Nordal að Maurer hafi verið sá fræðimaður „sem al...