Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 509 svör fundust
Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?
Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...
Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...
Getur líkaminn brotið niður fitu ef gallblaðran hefur verið fjarlægð?
Í galli eru gallsölt sem gegna lykilhlutverki við meltingu á fitu. Þessi mikilvægu sölt hverfa þó ekki úr líkamanum þótt gallblaðran sé fjarlægð því gallið er ekki myndað í gallblöðrunni, heldur lifrinni. Eftir myndun berst það í gallblöðruna, þar sem það er geymt og styrkt með því að fjarlægja vatn úr því. Þaðan ...
Hvernig myndast rauð millilög?
Millilögin í tertíera jarðlagastaflanum eru jarðvegur sem myndast hafði á mislöngum tíma áður en næsta hraunlag rann yfir hann. Lögin eru af ýmsu tagi, rautt eða gult „laterít“ (myndað við efnaveðrun), surtarbrandur, leir, og gjóska (gosaska). Fyrir um 3 milljónum ára, þegar ísöld gekk í garð, breyttist ásýnd ...
Hvað getið þið sagt mér um rauða hunda?
Rauðir hundar eru veirusjúkdómur alveg eins og mislingar og hlaupabóla. Á þriggja til fjögurra ára fresti kemur upp faraldur en ekki stafar eins mikil smithætta af sjúkdómnum eins og af mislingum og hlaupabólu. Flestir fá mislinga snemma á lífsleiðinni en aftur á móti fá margir rauða hunda fram eftir öllum aldr...
Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?
Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?
Páll Jensson er prófessor í verkfræði og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi. Aðgerðarannsóknir fjalla um að gera stærðfræði...
Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?
Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...
Hvað er náttblinda og hvað veldur henni?
Náttblinda (e. nyctalopia) er vangeta til að sjá í lítilli birtu eða erfiðleikar við að aðlagast minnkaðri birtu. Náttblinda er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur fremur einkenni annarra augnkvilla. Náttblinda stafar af galla í sjónu (e. retina). Sjóna er sá hluti augans sem liggur innan á þremur fjórðu öftust...
Hvaða dýr sjá liti rétt?
Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...
Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?
Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga...
Var eins mikil mengun árið 1944 á Íslandi og nú?
Í upphafi þessa svars er rétt að nefna að hér er lögð áhersla á mengun sem tengist umsvifum og athöfnum mannsins. Jafnan er talað um mengun þegar efni eða orka berst út í umhverfið í það miklum mæli að það veldur skaða. Árið 1944 voru mengunarmál almennt ekki ofarlega á baugi á Íslandi og vöktun og mælingar á meng...
Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?
Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...
Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn?
Hávaðinn sem fylgir flugi yfir hljóðhraða stafar af höggbylgju samþjappaðs lofts. Þegar þessi höggbylgja skellur á hljóðhimnum okkar heyrum við miklar drunur. Hljóðhraðinn er útbreiðsluhraði hljóðbylgna í lofti, það er sá hraði sem hljóðbylgjur ferðast með um loftið. Hljóðhraði minnkar með lækkandi hita og lækk...
Er ljóshraðinn mesti hraði í heimi?
Nei, ljóshraðinn er engan veginn einhvers konar "hraðasta hraðaeining" eða mesti hraði sem við getum hugsað okkur; hugsun mannanna eru sem betur fer ekki sett slík takmörk. Í afstæðiskenningunni er ekki fullyrt annað en það að efni og orka, þar með talin skilaboð eða merki, komast ekki með meiri hraða en ljósið í...