Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 407 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxunarefna er í líkama manns?

Andoxunarefnin sem skanni þessi á að geta mælt eru svokölluð karótenóíð. Karótenóíð er flokkur plöntulitarefna sem finnast meðal annars í grænmeti og ávöxtum. Þau algengustu nefnast beta-karótín, lútín og lýkópen. Margar faraldsfræðilegar rannsóknir benda til nokkurs heilsufarslegs ávinnings af neyslu grænmetis og...

category-iconJarðvísindi

Hvenær voru jarðskjálftamælar fundnir upp og hvenær komu þeir fyrst til Íslands?

Fyrstu raunverulegu jarðskjálftamælarnir komu til sögunnar undir lok nítjándu aldar og ollu þeir byltingu í túlkun manna og mati á jarðskjálftahreyfingum. Luigi Palmieri (1807-1896) var ítalskur veðurfræðingur og eðlisfræðingur, en upphaflega menntaður sem arkitekt. Honum tókst að smíða nothæfan jarðskjálftamæl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Sigurður Nordal og hvert var hans framlag til íslenskra fræða?

Hver kynslóð er að vísu nýtt lauf á stofninum, hver kynslóð reisir að einhverju leyti nýtt hús á eldra grunni. En giftusamlegt jafnvægi er í því fólgið að vera í senn lauf á stofninum og færa honum meira gróðrarmagn, – að reisa hús sitt á bjargi, en ekki á sandi, og úr ósviknum efniviði, sem kemur framtíðinni að n...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er vitað hvaða sjúkdómur hrjáði Jón þumlung?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans? Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þe...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?

Vladimír Pútín var lítt þekktur maður í rússnesku samfélagi þegar hann tók við forsetaembætti af Boris Jeltsín í lok árs 1999, 47 ára gamall. Starfsferill hans hafði að mestu verið innan Öryggismálastofnunar ríkisins (KGB), en um nokkurra ára skeið starfaði hann við hlið hins frjálslynda Anatolís Sobtsjaks sem var...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru margir hestar í íslensku landslagi?

Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var fyrst sendur í trúboðserindum til Íslands?

Fyrir skömmu barst Vísindavefnum spurningin: Hver var fyrsti íslenski trúboðinn? Leitaðist undirritaður við að svara þeirri spurningu með hliðsjón af þeim skilgreiningum og meginviðhorfum sem almennt hefur verið gengið út frá í rannsóknum á trúboði meðal germanskra þjóða á miðöldum. Í rannsóknum hefur almennt v...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað einkennir fornaldarsögur?

Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...

category-iconStjórnmálafræði

Er það satt að Kóreustríðið sé enn í gangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er það satt að Kóreustríðið (1950-1953) sé í raun ennþá í gangi? Stutta svarið við spurningunni er „já“. Þegar þetta er skrifað, í mars 2022, nærri 70 árum eftir að átökum lauk, er enn formlega stríð í gangi milli Alþýðulýðveldisins Kóreu (almennt vísað til sem Norður-...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

Fleiri niðurstöður