Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1022 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru skjaldbökur með skjöld?

Skjaldbökur hafa skjöld til að verjast hugsanlegum afræningjum, eða dýrum sem ætla að éta þær. Skjaldbökur eru hægfara og geta ekki hlaupið undan rándýrum og því hafa þær þróað með sér skjöld sem rándýr eiga afar erfitt með að vinna á. Skjöldurinn er í reynd hluti af beinagrind skjaldbökunnar og samanstend...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er maður með táneglur?

Neglur á mönnum hafa að ýmsu leyti gegnt svipuðu hlutverki hjá mönnum og klær hjá öðrum dýrum. Neglur og klær geta til dæmis gagnast til að grípa betur utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig er hægt að klóra aðra líkamshluta með nöglum og það er líka hægt að beita þeim í átökum við aðra. Við mennirnir beitum þ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?

Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Stevens-Johnson-heilkenni og hversu banvænt er það?

Stevens-Johnson-heilkenni er önnur tveggja gerða af lífshættulegu ástandi þar sem frumudauði veldur því að yfirhúð (e. epidermis) og leðurhúð (e. dermis) aðskiljast með sára- og blöðrumyndun. Hin gerðin kallast toxic epidermal necrolysis (TEN), sem mætti íslenska sem eitrað frumudrep í yfirhúð, en sumir vísindamen...

category-iconLæknisfræði

Hvað er beindrep?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er beindrep? og hverjar eru helstu orsakir? Hvaða afleiðingar hefur beindrep og er einhver lækning til? Bein eru alls ekki dauð, hörð fyrirbæri heldur lifandi og sístarfandi líffæri eins og sést best á því hversu hratt beinbrot gróa. Í heilbrigðum beinum er nýr beinvefur s...

category-iconLæknisfræði

Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?

Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...

category-iconLæknisfræði

Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?

Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...

category-iconLögfræði

Er klónun manna lögleg á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru til lög um klónun manna á Íslandi? Er klónun manna lögleg á Íslandi?Eins og fram kemur í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er klónun? merkir klónun eða einræktun fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Með hugtakinu er átt við það þegar l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju sjá hestar í svart-hvítu?

Það hefur lengi verið almannarómur að hross, og einnig klaufdýr, sjái aðeins í svart-hvítu og geti ekki greint á milli lita. Það sem nú er vitað um litaskyn þessara dýra bendir til að þetta sé ekki rétt, og að hross hafi í raun litaskyn, þótt það sé frábrugðið því sem gerist hjá mönnum. Þetta byggist á tvenns kon...

category-iconLögfræði

Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?

Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?

Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?

Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu: RíkiDý...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?

Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?

Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?

Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...

Fleiri niðurstöður